Segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2020 20:01 Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna. Vísir Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað. Barnamálaráðherra segist treysta dómsmálaráðherra til að vinna fram úr málinu. Fjölskyldan kom til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi. Fjölskyldan hefur dvalið hér í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur á miðvikudag í næstu vikur hefur tekið mjög á börnin. Tvö elstu eru í fimmta og sjöunda bekk í Háaleitisskóla á Ásbrú, næst yngsti strákurinn var að byrja í fyrsta bekk og sá yngsti er á leikskóla. „Þau hafa verið hér tvö eldri systkinin í tvö ár, mætt hér kát og glöð og dugmikil til verka. Þau hafa lagt rækt við íslenska tungu að læra hana vel og það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að þau séu rifinn burt frá þessu umhverfi sem þau eru orðin svo mikill partur af,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvort hann ætli að beita sér í málinu. Sagði hann að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að gæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafi ekki heimild til að beita sér í einstökum málum, kærunefnd Útlendingamála sér sjálfstæður úrskurðarálili. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta ekki rétt og vísar til þess að hún hafi áður beitt sér í álíka máli, nú síðast í febrúar þegar reglugerð var breytt vegna máls pakistanskrar fjölskyldu. „Ég get varla hugsað til þess að það komi til þessara framkvæmda á miðvikudaginn næsta. Við viljum auðvitað byggja hér upp barnvænlegt samfélag, við erum að stefna á að verða réttindaskóli Unicef, og það er klárt að mínu viti að verið er að brjóta á þeirra grundvallarmannréttindi og það er erfitt að sitja hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað,“ segir Friðþjófur. Hér má sjá viðtal við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hælisleitendur Mannréttindi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Réttindi barna Tengdar fréttir Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað. Barnamálaráðherra segist treysta dómsmálaráðherra til að vinna fram úr málinu. Fjölskyldan kom til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi. Fjölskyldan hefur dvalið hér í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur á miðvikudag í næstu vikur hefur tekið mjög á börnin. Tvö elstu eru í fimmta og sjöunda bekk í Háaleitisskóla á Ásbrú, næst yngsti strákurinn var að byrja í fyrsta bekk og sá yngsti er á leikskóla. „Þau hafa verið hér tvö eldri systkinin í tvö ár, mætt hér kát og glöð og dugmikil til verka. Þau hafa lagt rækt við íslenska tungu að læra hana vel og það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að þau séu rifinn burt frá þessu umhverfi sem þau eru orðin svo mikill partur af,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvort hann ætli að beita sér í málinu. Sagði hann að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að gæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafi ekki heimild til að beita sér í einstökum málum, kærunefnd Útlendingamála sér sjálfstæður úrskurðarálili. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta ekki rétt og vísar til þess að hún hafi áður beitt sér í álíka máli, nú síðast í febrúar þegar reglugerð var breytt vegna máls pakistanskrar fjölskyldu. „Ég get varla hugsað til þess að það komi til þessara framkvæmda á miðvikudaginn næsta. Við viljum auðvitað byggja hér upp barnvænlegt samfélag, við erum að stefna á að verða réttindaskóli Unicef, og það er klárt að mínu viti að verið er að brjóta á þeirra grundvallarmannréttindi og það er erfitt að sitja hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað,“ segir Friðþjófur. Hér má sjá viðtal við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Hælisleitendur Mannréttindi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Réttindi barna Tengdar fréttir Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51
Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30
„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent