Soffía Karlsdóttir látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 10:15 Soffía í útsendingu Ríkissjónvarpsins að syngja Það er draumur að vera með dáta. Skjáskot Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og söngkona, er látin. Soffía lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 5. september síðastliðinn 92 ára að aldri. Soffía var þekkt revíusöngkona um miðja síðustu öld og lagið „Það er draumur að vera með dáta“ skaut henni upp á stjörnuhimininn árið 1954. Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag. Soffía ólst upp á Skagaströnd og Akranesi en fluttist til Reykjavíkur að loknu gagnfræðinámi og fór í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Hún tók þátt í revíunni „Allt er fertugum fært“ eftir Theodór Einarsson sautján ára gömul en revían var sett upp á Akranesi. „Það er draumur að vera með dáta“, úr revíunni „Hver maður sinn skammt“, var lagið sem vakti mesta athygli en einnig má nefna Bílavísur og Réttarsamba. Að neðan má sjá Soffíu syngja sitt þekktasta lag fyrir fullum sal í Ríkissjónvarpinu. Soffía settist að í Keflavík þar sem hún varð virk í félagsstarfi, var formaður Leikfélags Keflavíkur um árabil og stóð fyrir leiksýningum í Ungó, Stapanum og Félagsbíó. Þá var hún formaður Kvenfélags Keflavíkur og formaður Sjálfstæðiskvenna í bænum. Þá var hún virk í félögum Lionessa og Soroptomista. Eftirlifandi eiginmaður Soffíu er Jón Halldór Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Þau eignuðust tíu börn og eru afkomendur orðnir 82 talsins. Notendur Spotify geta hlustað á nokkur af vinsælustu lögum Soffíu hér að neðan. Andlát Tónlist Leikhús Reykjanesbær Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og söngkona, er látin. Soffía lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 5. september síðastliðinn 92 ára að aldri. Soffía var þekkt revíusöngkona um miðja síðustu öld og lagið „Það er draumur að vera með dáta“ skaut henni upp á stjörnuhimininn árið 1954. Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag. Soffía ólst upp á Skagaströnd og Akranesi en fluttist til Reykjavíkur að loknu gagnfræðinámi og fór í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Hún tók þátt í revíunni „Allt er fertugum fært“ eftir Theodór Einarsson sautján ára gömul en revían var sett upp á Akranesi. „Það er draumur að vera með dáta“, úr revíunni „Hver maður sinn skammt“, var lagið sem vakti mesta athygli en einnig má nefna Bílavísur og Réttarsamba. Að neðan má sjá Soffíu syngja sitt þekktasta lag fyrir fullum sal í Ríkissjónvarpinu. Soffía settist að í Keflavík þar sem hún varð virk í félagsstarfi, var formaður Leikfélags Keflavíkur um árabil og stóð fyrir leiksýningum í Ungó, Stapanum og Félagsbíó. Þá var hún formaður Kvenfélags Keflavíkur og formaður Sjálfstæðiskvenna í bænum. Þá var hún virk í félögum Lionessa og Soroptomista. Eftirlifandi eiginmaður Soffíu er Jón Halldór Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Þau eignuðust tíu börn og eru afkomendur orðnir 82 talsins. Notendur Spotify geta hlustað á nokkur af vinsælustu lögum Soffíu hér að neðan.
Andlát Tónlist Leikhús Reykjanesbær Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira