Drusla Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 10. september 2020 08:00 Mikið hefur verið rætt um mál ensku landsliðsmannanna sem brutu reglur um sóttkví er þeir fengu heimsókn frá tveimur íslenskum stúlkum upp á hótel til sín um liðna helgi. Ekki nóg með að þeir væru í keppnisferð með enska landsliðinu hér á landi heldur er annar leikmaðurinn í sambandi og á barn. Ég held að við séum öll sammála um að stúlkurnar tvær sýndu dómgreindarleysi þegar þær fóru á fund við leikmennina á sunnudagskvöldið. En hey, við höfum öll verið tvítug og gert ýmislegt sem við erum ekki stolt af. Auk þess voru leikmennirnir í sóttkví en ekki þær og brutu þeir því sóttvarnarreglur með því að bjóða stúlkunum í heimsókn. Glæpurinn er þeirra. Stúlkurnar fóru sem sagt og hittu fótboltamennina en fram hefur komið að þær hafi ekki vitað að þeir væru í sóttkví. Ef sætur strákur byði mér í partý upp á hótelherbergi væri fyrsta spurningin líklega ekki: „ertu í sóttkví?“ heldur miklu frekar: „á hvaða hóteli ertu og á ég að koma með snakk?“ Ég hefði líklega ekki lagt saman tvo og tvo og fengið út að viðkomandi væri í sóttkví. Virkir í athugasemdum eru hins vegar svo fullkomnir að þeir hefðu brugðist hárrétt við í þessum aðstæðum sem og öðrum. Umræðan um þetta mál síðustu daga hefur verið yfirgengileg. Dómharkan, sleggjudómarnir og skítkastið sem stúlkurnar hafa fengið yfir sig í athugasemdakerfum netmiðlana er viðkomandi til háborinnar skammar. Þær hafa verið kallaðar druslur og hórur. Auk þess að vera sakaðar um að stunda vændi. Og af hverju? Jú, þær frömdu víst þann stórkostlega glæp að hitta stráka á hóteli. Þetta viðhorf er ekki eingöngu að finna í netheimum þó svo að niðurrifsstarfsemi nútímans fari að mestu fram þar. Samfélagið allt hefur lengi litið á það sem alvarlegan glæp að íslenskar konur eigi samneyti við menn af erlendu bergi brotnir. Sérstaklega ef erlendu mennirnir eru þekktir og hafa birst á síðum glans tímaritanna. Eða tilheyra erlendum her líkt og á tímum ástandsins. Ef slíkt spyrst út fá konur á sig hinn alræmda stimpil: Drusla. Hins vegar gleymist að það þarf tvo til þegar kynlíf er stundað og sleppa strákarnir merkilega létt við drusluumræðuna. Og hinn óþolandi druslustimpil. Strákarnir eru hetjur ef þeir eru með mörgum konum en stelpurnar druslur ef þær leika sama leik. Þetta stef ómar nú sem aldrei fyrr í athugasemdakerfum netmiðlana. Þar eru stúlkurnar sem hittu ensku landsliðsmennina kallaðar öllum illum nöfnum. Þeir sem eru hvað háværastir í þeirri umræðu er fullorðið fólk sem tjáir sig um tvær ungar stúlkur, sem það þekkir ekki neitt, á þann hátt að öllu venjulegu fólki ofbýður. Fullorðið fólk sem hlýtur að vera svo fullkomið að það hefur aldrei gert neitt án þess að hugsa eða var heimskulegt þegar á hólminn var komið. Orðin sem hafa verið notuð um stúlkurnar tvær segir meira um innræti virkra í athugasemdum en nokkuð annað. Höfundur er félagsfræðingur og hefur starfað við blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um mál ensku landsliðsmannanna sem brutu reglur um sóttkví er þeir fengu heimsókn frá tveimur íslenskum stúlkum upp á hótel til sín um liðna helgi. Ekki nóg með að þeir væru í keppnisferð með enska landsliðinu hér á landi heldur er annar leikmaðurinn í sambandi og á barn. Ég held að við séum öll sammála um að stúlkurnar tvær sýndu dómgreindarleysi þegar þær fóru á fund við leikmennina á sunnudagskvöldið. En hey, við höfum öll verið tvítug og gert ýmislegt sem við erum ekki stolt af. Auk þess voru leikmennirnir í sóttkví en ekki þær og brutu þeir því sóttvarnarreglur með því að bjóða stúlkunum í heimsókn. Glæpurinn er þeirra. Stúlkurnar fóru sem sagt og hittu fótboltamennina en fram hefur komið að þær hafi ekki vitað að þeir væru í sóttkví. Ef sætur strákur byði mér í partý upp á hótelherbergi væri fyrsta spurningin líklega ekki: „ertu í sóttkví?“ heldur miklu frekar: „á hvaða hóteli ertu og á ég að koma með snakk?“ Ég hefði líklega ekki lagt saman tvo og tvo og fengið út að viðkomandi væri í sóttkví. Virkir í athugasemdum eru hins vegar svo fullkomnir að þeir hefðu brugðist hárrétt við í þessum aðstæðum sem og öðrum. Umræðan um þetta mál síðustu daga hefur verið yfirgengileg. Dómharkan, sleggjudómarnir og skítkastið sem stúlkurnar hafa fengið yfir sig í athugasemdakerfum netmiðlana er viðkomandi til háborinnar skammar. Þær hafa verið kallaðar druslur og hórur. Auk þess að vera sakaðar um að stunda vændi. Og af hverju? Jú, þær frömdu víst þann stórkostlega glæp að hitta stráka á hóteli. Þetta viðhorf er ekki eingöngu að finna í netheimum þó svo að niðurrifsstarfsemi nútímans fari að mestu fram þar. Samfélagið allt hefur lengi litið á það sem alvarlegan glæp að íslenskar konur eigi samneyti við menn af erlendu bergi brotnir. Sérstaklega ef erlendu mennirnir eru þekktir og hafa birst á síðum glans tímaritanna. Eða tilheyra erlendum her líkt og á tímum ástandsins. Ef slíkt spyrst út fá konur á sig hinn alræmda stimpil: Drusla. Hins vegar gleymist að það þarf tvo til þegar kynlíf er stundað og sleppa strákarnir merkilega létt við drusluumræðuna. Og hinn óþolandi druslustimpil. Strákarnir eru hetjur ef þeir eru með mörgum konum en stelpurnar druslur ef þær leika sama leik. Þetta stef ómar nú sem aldrei fyrr í athugasemdakerfum netmiðlana. Þar eru stúlkurnar sem hittu ensku landsliðsmennina kallaðar öllum illum nöfnum. Þeir sem eru hvað háværastir í þeirri umræðu er fullorðið fólk sem tjáir sig um tvær ungar stúlkur, sem það þekkir ekki neitt, á þann hátt að öllu venjulegu fólki ofbýður. Fullorðið fólk sem hlýtur að vera svo fullkomið að það hefur aldrei gert neitt án þess að hugsa eða var heimskulegt þegar á hólminn var komið. Orðin sem hafa verið notuð um stúlkurnar tvær segir meira um innræti virkra í athugasemdum en nokkuð annað. Höfundur er félagsfræðingur og hefur starfað við blaðamennsku.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun