Ólafur E. Friðriksson látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2020 20:23 Ólafur E. Friðriksson varð þjóðkunnur á upphafsárum Stöðvar 2 og þótti einn öflugasti fréttamaður landsins. Stöð 2/Skjáskot. Einn af brautryðjendum fréttastofu Stöðvar 2, Ólafur E. Friðriksson, er látinn eftir langvinn veikindi, 66 ára að aldri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ólafur var í hópi fyrstu fréttamanna Stöðvar 2 haustið 1986 en áður hafði hann starfað sem blaðamaður á DV og fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann gat sér fljótt orð sem einn öflugasti stjórnmálafréttamaður landsins og var einna kunnastur fyrir þátt sinn í að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í beinni útsendingu í myndveri Stöðvar 2 í september 1988. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í þessari frægu útsendingu. Ólafur E. Friðriksson og Helgi Pétursson voru með þá Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í þættinum 1919 í myndveri Stöðvar 2.Stöð 2/Skjáskot. Ólafur gat sér einnig gott orð fyrir ritstörf. Fyrir bók sína „Skotveiðar í íslenskri náttúru“ var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og bók hans „Læknir á vígvelli“, um störf Gísla H. Sigurðssonar í hernumdu Kúveit, vakti mikla athygli. Þá vann hann að gerð heimildarmynda, meðal annars um haförninn, „Hinn helgi örn“, og um verkalýðshreyfinguna og Guðmund J. Guðmundsson, „Tvennir tímar“. Ólafur í klippiherbergi að vinna að sjónvarpsfrétt á upphafsárum Stöðvar 2.Mynd/Úr einkasafni. Ólafur lærði stjórnmálafræði og síðar lögfræði og ritaði fjölda greina um lögfræðileg málefni. Eftir að hann hætti fréttamennsku starfaði hann um tíma hjá Íslenskri erfðagreiningu og síðast hjá Fjármálaeftirlitinu til ársins 2012, þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Ólafur glímdi við blóðsjúkdóm á seinni árum og lést af völdum afleiðinga hans á Landspítalanum þann 1. september síðastliðinn. Hann var fæddur 6. apríl 1954. Ólafur Einar Friðriksson lætur eftir sig eiginkonu, Þórdísi Zoëga, og son, Kristján Geir Ólafsson. Myndbrot frá ferli Ólafs má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Bíó og sjónvarp Skotveiði Bókmenntir Íslensk erfðagreining Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Einn af brautryðjendum fréttastofu Stöðvar 2, Ólafur E. Friðriksson, er látinn eftir langvinn veikindi, 66 ára að aldri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ólafur var í hópi fyrstu fréttamanna Stöðvar 2 haustið 1986 en áður hafði hann starfað sem blaðamaður á DV og fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann gat sér fljótt orð sem einn öflugasti stjórnmálafréttamaður landsins og var einna kunnastur fyrir þátt sinn í að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í beinni útsendingu í myndveri Stöðvar 2 í september 1988. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í þessari frægu útsendingu. Ólafur E. Friðriksson og Helgi Pétursson voru með þá Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í þættinum 1919 í myndveri Stöðvar 2.Stöð 2/Skjáskot. Ólafur gat sér einnig gott orð fyrir ritstörf. Fyrir bók sína „Skotveiðar í íslenskri náttúru“ var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og bók hans „Læknir á vígvelli“, um störf Gísla H. Sigurðssonar í hernumdu Kúveit, vakti mikla athygli. Þá vann hann að gerð heimildarmynda, meðal annars um haförninn, „Hinn helgi örn“, og um verkalýðshreyfinguna og Guðmund J. Guðmundsson, „Tvennir tímar“. Ólafur í klippiherbergi að vinna að sjónvarpsfrétt á upphafsárum Stöðvar 2.Mynd/Úr einkasafni. Ólafur lærði stjórnmálafræði og síðar lögfræði og ritaði fjölda greina um lögfræðileg málefni. Eftir að hann hætti fréttamennsku starfaði hann um tíma hjá Íslenskri erfðagreiningu og síðast hjá Fjármálaeftirlitinu til ársins 2012, þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Ólafur glímdi við blóðsjúkdóm á seinni árum og lést af völdum afleiðinga hans á Landspítalanum þann 1. september síðastliðinn. Hann var fæddur 6. apríl 1954. Ólafur Einar Friðriksson lætur eftir sig eiginkonu, Þórdísi Zoëga, og son, Kristján Geir Ólafsson. Myndbrot frá ferli Ólafs má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Bíó og sjónvarp Skotveiði Bókmenntir Íslensk erfðagreining Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira