Fangelsinu lokað og lögregluþjónum fjölgað Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 21:33 Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að fangelsishúsið, sem er sambyggt lögreglustöðinni, verði endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónum í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra verður fjölgað um fjögur stöðugildi í kjölfar þess að fangelsinu á Akureyri verður lokað. Ákvörðunin um lokun fangelsisins var opinberuð í sumar en lokuninni var frestað þar til ríkislögreglustjóri gerði tillögur að mótvægisaðgerðum. Þeirri vinnu er nú lokið. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að fangelsishúsið, sem er sambyggt lögreglustöðinni, verði endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á. Með því að loka fangelsinu á Akureyri stendur til að nýta betur fjármagn Fangelsismálastofnunnar. Ákvörðunin hefur þó verið harðlega gagnrýnd víða. Í yfirlýsingunni segir að mikilvægi fangelsisins hafi minnkað verulega á síðustu tveimur áratugum. Þá eigi allir fangar möguleika á framgangi í afplánun og eiga því ekki samkvæmt lögum að afplána stærsta hluta refsingar í lokuðu fangelsi en það sé fangelsið á Akureyri. Tvö opin fangelsi séu rekin, eitt á Suðurlandi og hitt á Vesturlandi. Þar að auki sé áfangaheimili sem taki við að lokinni vist í opnu fangelsi staðsett í Reykjavík. Útilokað sé fyrir fanga að afplána allan sinn tíma á Norðurlandi Eystra. Enn fremur segir að í stað tíu til 14 manna eininga séu nú rekin tvö öflug lokuð fangelsi sem samtals geti hýst 140 fanga, ef Fangelsismálastofnun hefði fjárhagslega burði til. Það sé hægt með lokun fangelsisins á Akureyri. Akureyri Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Lögregluþjónum í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra verður fjölgað um fjögur stöðugildi í kjölfar þess að fangelsinu á Akureyri verður lokað. Ákvörðunin um lokun fangelsisins var opinberuð í sumar en lokuninni var frestað þar til ríkislögreglustjóri gerði tillögur að mótvægisaðgerðum. Þeirri vinnu er nú lokið. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að fangelsishúsið, sem er sambyggt lögreglustöðinni, verði endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á. Með því að loka fangelsinu á Akureyri stendur til að nýta betur fjármagn Fangelsismálastofnunnar. Ákvörðunin hefur þó verið harðlega gagnrýnd víða. Í yfirlýsingunni segir að mikilvægi fangelsisins hafi minnkað verulega á síðustu tveimur áratugum. Þá eigi allir fangar möguleika á framgangi í afplánun og eiga því ekki samkvæmt lögum að afplána stærsta hluta refsingar í lokuðu fangelsi en það sé fangelsið á Akureyri. Tvö opin fangelsi séu rekin, eitt á Suðurlandi og hitt á Vesturlandi. Þar að auki sé áfangaheimili sem taki við að lokinni vist í opnu fangelsi staðsett í Reykjavík. Útilokað sé fyrir fanga að afplána allan sinn tíma á Norðurlandi Eystra. Enn fremur segir að í stað tíu til 14 manna eininga séu nú rekin tvö öflug lokuð fangelsi sem samtals geti hýst 140 fanga, ef Fangelsismálastofnun hefði fjárhagslega burði til. Það sé hægt með lokun fangelsisins á Akureyri.
Akureyri Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira