Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 7. september 2020 18:01 Foden (t.v.) og Greenwood komu báðir við sögu á Laugardalsvelli síðastliðinn laugardag. Vísir/Getty Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor. Þeir Greenwood og Foden komu báðir við sögu þegar enska landsliðið lagði það íslenska á Laugardalsvelli á laugardag með einu marki gegn engu. Enska liðið þurfti að lúta ströngum reglum um sóttkví á meðan það var hér á landi og máttu ekki eiga samskipti við neinn utan hennar. Konurnar sýndu frá heimsókninni og undanfara hennar á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum. Leikmennirnir máttu ekki yfirgefa hótelið. Því var ákveðið að bóka tvö önnur herbergi á hótelinu þar sem þeir gátu hitt konurnar. Um er að ræða brot á sóttvarnalögum en rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu leikmennina tvo á hótel Sögu í dag. Leikmennirnir hafa báðir gengist við broti gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví og fengu fyrir það hámarkssekt, 250.000 krónur hvor. Ætla má að sektin sem enska knattspyrnusambandið muni leggja á þá verði talsvert hærri. Höfðu sjálfar samband við lögreglu Konurnar vildu ekki tjá sig um málið en sögðu þó í samtali við fréttastofu að þær hefðu ekki gert sér grein fyrir að mennirnir væru í sóttkví. Þær höfðu sjálfar samband við lögreglu að fyrra bragði þegar málið komst í hámæli í dag. Eftir nokkurra klukkutíma athugun var úrskurðað að þær þyrftu ekki að fara í sóttkví vegna heimsóknarinnar. Breska pressan hefur verið undirlögð af fréttum af málinu í dag og hafa konurnar fengið fjölda fyrirspurna vegna málsins frá erlendum blaðamönnum. Enska landsliðið mætir því danska í Þjóðadeildinni annað kvöld. Þeir Greenwood og Foden, sem leika fyrir Manchester United og Manchester City, voru teknir út úr hópnum sem ferðaðist til Danmerkur í dag. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því fyrr í dag að leikmennirnir tveir myndu ferðast aftur til Englands. Þá sagði hann að málið væri litið alvarlegum augum og ekki væri hægt að afsaka athæfið þrátt fyrir ungan aldur þeirra. Greenwood er 18 ára og Foden er tvítugur. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor. Þeir Greenwood og Foden komu báðir við sögu þegar enska landsliðið lagði það íslenska á Laugardalsvelli á laugardag með einu marki gegn engu. Enska liðið þurfti að lúta ströngum reglum um sóttkví á meðan það var hér á landi og máttu ekki eiga samskipti við neinn utan hennar. Konurnar sýndu frá heimsókninni og undanfara hennar á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum. Leikmennirnir máttu ekki yfirgefa hótelið. Því var ákveðið að bóka tvö önnur herbergi á hótelinu þar sem þeir gátu hitt konurnar. Um er að ræða brot á sóttvarnalögum en rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu leikmennina tvo á hótel Sögu í dag. Leikmennirnir hafa báðir gengist við broti gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví og fengu fyrir það hámarkssekt, 250.000 krónur hvor. Ætla má að sektin sem enska knattspyrnusambandið muni leggja á þá verði talsvert hærri. Höfðu sjálfar samband við lögreglu Konurnar vildu ekki tjá sig um málið en sögðu þó í samtali við fréttastofu að þær hefðu ekki gert sér grein fyrir að mennirnir væru í sóttkví. Þær höfðu sjálfar samband við lögreglu að fyrra bragði þegar málið komst í hámæli í dag. Eftir nokkurra klukkutíma athugun var úrskurðað að þær þyrftu ekki að fara í sóttkví vegna heimsóknarinnar. Breska pressan hefur verið undirlögð af fréttum af málinu í dag og hafa konurnar fengið fjölda fyrirspurna vegna málsins frá erlendum blaðamönnum. Enska landsliðið mætir því danska í Þjóðadeildinni annað kvöld. Þeir Greenwood og Foden, sem leika fyrir Manchester United og Manchester City, voru teknir út úr hópnum sem ferðaðist til Danmerkur í dag. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því fyrr í dag að leikmennirnir tveir myndu ferðast aftur til Englands. Þá sagði hann að málið væri litið alvarlegum augum og ekki væri hægt að afsaka athæfið þrátt fyrir ungan aldur þeirra. Greenwood er 18 ára og Foden er tvítugur.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59
Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34