Skrifuðu undir nýjan þriggja ára samning um handboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 13:15 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson Handknattleikssamband Íslands, Olís og Sýn hafa framlengt samning sína um handboltann til næstu þriggja ára. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu því áfram heita Olís deildirnar og Sýn verður áfram með sjónvarpsréttinn frá báðum deildunum. Þriggja ára samningur á milli sömu aðila var undirritaður fyrir 2017-18 tímabilið og nú er annar þriggja ára samningur í höfn sem mun gilda út 2022-23 tímabilið. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Henry Birgir Gunnarsson stjórnaði Kynningarfundi Olís deildanna í dag en hann stýrir Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport í vetur.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson „Ég er afskaplega stoltur af því að við semjum áfram við Sýn og Olís um áframhaldandi samstarf varðandi handboltann. Við erum búnir að vera í samstarfi í nokkur ár sem hefur gengið mjög vel og það hefur verið mikill uppgangur í handboltanum og þeirri umfjöllun sem þar hefur verið með útsendingunum hjá Sýn og með Olís sem bakhjarl. Við eigum fyllilega von á því að svo verði áfram og að við setjum handboltann á hærra skör en verið hefur með þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir undirritun samningsins. „Ég vil bara ítreka það sem er búið að segja hérna. Við fórum í þetta samstarf fyrir þremur árum síðan og það hefur gengið vonum framar. Þetta er dæmi um gagnkvæman ávinning þar sem bæði, við sem efnisveita og framleiðandi efnis, okkar viðskiptavinir og svo handboltaíþróttin sem heild, vinnum öll saman. Ef við horfum til þess núna hvað er hægt að gera meira í þessu þá eru alls konar hlutir sem við getum unnið saman í að efla íþróttina sem heild. Við munum svo sannarlega leggja okkur öll fram um þetta. Svo skiptir ekki síður máli að hafa sterkan aðila með eins og Olís. Núna er búið að vera mikill metnaður í kringum dagskrárgerðina og við ætlum bara að bæta enn frekar í það og erum mjög spennt fyrir komandi vetri. Ég er sérstaklega ánægður með þessa samninga sem við vorum að undirrita hérna,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, eftir undirritun samningsins. „Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram. Það er frábært að vera aðili að þessu aftur því þetta er einstaklega skemmtilegt verkefni. Við í Olís leggjum alla jafna mikla áherslu á samfélagsverkefni af ýmsum toga. Þetta er eitt það verkefni sem við höfum verið hvað stoltust af undanfarin ár. Ég vil taka undir með mínum félögum hér að samstarfið hafi verið einstaklega skemmtilegt og gefandi. Ég vil hrósa Sýn fyrir mikla fagmennsku í kringum handboltann og HSÍ mönnum fyrir frábært skipulag á mótinu. Ég óska ykkur öllum góðs gengis á komandi vetri,“ sagði Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, eftir undirritun samningsins. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir frá samningnum í dag.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson Olís-deild karla Olís-deild kvenna Bensín og olía Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, Olís og Sýn hafa framlengt samning sína um handboltann til næstu þriggja ára. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu því áfram heita Olís deildirnar og Sýn verður áfram með sjónvarpsréttinn frá báðum deildunum. Þriggja ára samningur á milli sömu aðila var undirritaður fyrir 2017-18 tímabilið og nú er annar þriggja ára samningur í höfn sem mun gilda út 2022-23 tímabilið. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Henry Birgir Gunnarsson stjórnaði Kynningarfundi Olís deildanna í dag en hann stýrir Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport í vetur.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson „Ég er afskaplega stoltur af því að við semjum áfram við Sýn og Olís um áframhaldandi samstarf varðandi handboltann. Við erum búnir að vera í samstarfi í nokkur ár sem hefur gengið mjög vel og það hefur verið mikill uppgangur í handboltanum og þeirri umfjöllun sem þar hefur verið með útsendingunum hjá Sýn og með Olís sem bakhjarl. Við eigum fyllilega von á því að svo verði áfram og að við setjum handboltann á hærra skör en verið hefur með þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir undirritun samningsins. „Ég vil bara ítreka það sem er búið að segja hérna. Við fórum í þetta samstarf fyrir þremur árum síðan og það hefur gengið vonum framar. Þetta er dæmi um gagnkvæman ávinning þar sem bæði, við sem efnisveita og framleiðandi efnis, okkar viðskiptavinir og svo handboltaíþróttin sem heild, vinnum öll saman. Ef við horfum til þess núna hvað er hægt að gera meira í þessu þá eru alls konar hlutir sem við getum unnið saman í að efla íþróttina sem heild. Við munum svo sannarlega leggja okkur öll fram um þetta. Svo skiptir ekki síður máli að hafa sterkan aðila með eins og Olís. Núna er búið að vera mikill metnaður í kringum dagskrárgerðina og við ætlum bara að bæta enn frekar í það og erum mjög spennt fyrir komandi vetri. Ég er sérstaklega ánægður með þessa samninga sem við vorum að undirrita hérna,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, eftir undirritun samningsins. „Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram. Það er frábært að vera aðili að þessu aftur því þetta er einstaklega skemmtilegt verkefni. Við í Olís leggjum alla jafna mikla áherslu á samfélagsverkefni af ýmsum toga. Þetta er eitt það verkefni sem við höfum verið hvað stoltust af undanfarin ár. Ég vil taka undir með mínum félögum hér að samstarfið hafi verið einstaklega skemmtilegt og gefandi. Ég vil hrósa Sýn fyrir mikla fagmennsku í kringum handboltann og HSÍ mönnum fyrir frábært skipulag á mótinu. Ég óska ykkur öllum góðs gengis á komandi vetri,“ sagði Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, eftir undirritun samningsins. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir frá samningnum í dag.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Bensín og olía Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira