Risabor ræstur til að endurnýja eina afkastamestu borholu borgarinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 21:00 Hafliði Jón Sigurðsson biður fólk um að sýna bornum í Bolholti skilning, enda verði framkvæmdirnar fólki til góða. Hann segist ekki útiloka að Bolholt hljóti nafnbótina Borholt á meðan öllu þessu stendur. Baldur Hrafnkell Búast má við nokkrum hávaða næstu vikur þegar ráðist verður í að endurnýja eina afkastamestu borholu höfuðborgarsvæðisins við Bolholt, með einum öflugasta bor landsins. Borholan mun síðan sjá um fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni. Borholan sem um ræðir heitir RG20 og er sögð ein gjöfulasta borhola höfuðborgarinnar, en hún hefur verið í notkun frá árinu 1963. Vegna þrengingar í holunni hefur dregið nokkuð úr afköstum hennar og þarf því að endurnýja hana. Borinn sem notaður er til verksins er einn öflugasti bor sem sést hefur í borginni í áratugi og mega íbúar því búast við einhverju ónæði frá klukkan sjö á morgnanna til sjö á kvöldin, næstu fjórar til sex vikurnar. Framkvæmdirnar hefjast á morgun. „Við höfum lagt gífurlega mikla vinnu í að greina hagsmunaaðila hér í kring og hafa samband við þá. Bæði heimsótt þá og upplýst þá með tölvupóstum og svo framvegis. En svo höfum við líka gert frekari ráðstafanir varðandi að byggja hljóðdempibúnað í kringum búnaðinn hérna,“ segir Hafliði Jón Sigurðsson, forstöðumaður Hitaveitu Veitna. Borholan mun síðan sjá fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni. „Í dag þjónar hún um tvö þúsund heimilum fyrir húshitun og það má því áætla að hún muni geta þjónað um 3600 heimilum eftir aðgerðir.“ Borholan hafi þegar skilað miklu og muni gera þaðáfram. „Það má áætla það að frá því að þessi hola byrjaði að þjóna höfuðborgarsvæðinu þá hefur hún sparað okkur um 3,3 milljónir tonna af koltvísýring og á sama tíma hefur hún sparað okkur um 65 milljarða í kostnað miðað við ef þessi hús hefðu þurft að vera kynnt með jarðgasi eins og gert er til dæmis í Englandi.“ Reykjavík Orkumál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Búast má við nokkrum hávaða næstu vikur þegar ráðist verður í að endurnýja eina afkastamestu borholu höfuðborgarsvæðisins við Bolholt, með einum öflugasta bor landsins. Borholan mun síðan sjá um fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni. Borholan sem um ræðir heitir RG20 og er sögð ein gjöfulasta borhola höfuðborgarinnar, en hún hefur verið í notkun frá árinu 1963. Vegna þrengingar í holunni hefur dregið nokkuð úr afköstum hennar og þarf því að endurnýja hana. Borinn sem notaður er til verksins er einn öflugasti bor sem sést hefur í borginni í áratugi og mega íbúar því búast við einhverju ónæði frá klukkan sjö á morgnanna til sjö á kvöldin, næstu fjórar til sex vikurnar. Framkvæmdirnar hefjast á morgun. „Við höfum lagt gífurlega mikla vinnu í að greina hagsmunaaðila hér í kring og hafa samband við þá. Bæði heimsótt þá og upplýst þá með tölvupóstum og svo framvegis. En svo höfum við líka gert frekari ráðstafanir varðandi að byggja hljóðdempibúnað í kringum búnaðinn hérna,“ segir Hafliði Jón Sigurðsson, forstöðumaður Hitaveitu Veitna. Borholan mun síðan sjá fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni. „Í dag þjónar hún um tvö þúsund heimilum fyrir húshitun og það má því áætla að hún muni geta þjónað um 3600 heimilum eftir aðgerðir.“ Borholan hafi þegar skilað miklu og muni gera þaðáfram. „Það má áætla það að frá því að þessi hola byrjaði að þjóna höfuðborgarsvæðinu þá hefur hún sparað okkur um 3,3 milljónir tonna af koltvísýring og á sama tíma hefur hún sparað okkur um 65 milljarða í kostnað miðað við ef þessi hús hefðu þurft að vera kynnt með jarðgasi eins og gert er til dæmis í Englandi.“
Reykjavík Orkumál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira