54 ára karlmaður lést í danska meistaramótinu í fallhlífastökki í borginni Herning í Danmörku í morgun. Maðurinn er talinn hafa lent rangt í vatni, en keppendur áttu að snerta vatnið áður en þeir lentu á jörðu niðri. TV2 greinir frá.
Áhorfendur eru sagðir hafa brugðist hratt við, dregið hann upp úr vatninu og reynt endurlífgun á vettvangi. Þyrla og sjúkrabílar voru sendir á vettvang en maðurinn var síðar úrskurðaður látinn.
Mótinu hefur verið aflýst eftir slysið en þátttakendur eru sagðir vera í áfalli. Samfélag fallhlífastökkvara sé ekki stórt og flestir þekki hvorn annan vel. Þarna hafi aðeins bestu fallhlífastökkvarar landsins verið saman komnir.