Leggur til að atvinnulausar konur skrifi upp á hlutabréfakaup með tíðablóði Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 23:04 Ætla má að færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um hlutafjárútboð Icelandair hafi verið skrifuð í kaldhæðni. Vísir/Vilhelm Atvinnulausar konur ættu að skrifa upp á það með tíðablóði að þær kaupi hlutabréf í Icelandair gegn því að fá hærri atvinnuleysisbætur. Þetta skrifaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í færslu sem virðist ætlað að vera kaldhæðin gagnrýni á hlutafjárútboð Icelandair í kvöld. Ummælin lét Sólveig Anna falla í færslu á Facebook í kvöld um frétt af því að almenningi standi til boða að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir hundrað þúsund krónur í hlutafjárútboði félagsins sem haldið verður síðar í þessum mánuði. Þar fer verkalýðsleiðtoginn fögrum orðum um fréttirnar, að því er virðist í kaldhæðni. Leggur Sólveig til hugmynd sem hún hafi fengið við fréttirnar. „Kannski fást Samtök atvinnulífsins og ríka fólkið til að samþykkja hærri atvinnuleysisbætur handa öllum atvinnulausu konunum ef þær lofa að byrja á því að kaupa hlutabréf í Icelandair um leið og þær fá peninginn. En kannski þyrfti mögulega að láta þær skrifa undir eitthvað svona loforða-plagg (kannski með tíðablóði? vistvænt og sjálfbært?) um að þær myndu kaupa hlutabréfin, til að tryggja að þær færu ekki bara beint í Bónus að kaupa dömubindi, mjólk og brauð fyrir börnin sín,“ skrifar Sólveig Anna. Icelandair sagði upp um 2.000 starfsmönnum í vor. Þá áttu Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair í harðri kjaradeilu í sumar í tengslum við tilraunir til að bjarga flugfélaginu. Freistaði fyrirtækið þess að semja við starfsstéttir um kjaraskerðingu í því skyni. Deilunni lauk með því að flugfreyjur samþykktu kjarasamning í lok júlí eftir að Icelandair hafði sagt öllum flugfreyjum upp en síðar dregið uppsagnirnar til baka. Virðist Sólveig Anna vísa til uppsagnanna þegar hún skrifar í kvöld að mögulegt plagg með loforði atvinnulausra kvenna um að kaupa hlutabréf í Icelandair fyrir atvinnuleysisbætur gæti heitið „Samfélagssáttmáli Icelandair og atvinnulausra kellinga“. Segist Sólveig Anna ætla að senda hagfræðingahópi stjórnvalda hugmynd sína. Hér fyrir neðan má lesa færslu Sólveigar Önnu í heild sinni. Icelandair Kjaramál Markaðir Tengdar fréttir Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Sjá meira
Atvinnulausar konur ættu að skrifa upp á það með tíðablóði að þær kaupi hlutabréf í Icelandair gegn því að fá hærri atvinnuleysisbætur. Þetta skrifaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í færslu sem virðist ætlað að vera kaldhæðin gagnrýni á hlutafjárútboð Icelandair í kvöld. Ummælin lét Sólveig Anna falla í færslu á Facebook í kvöld um frétt af því að almenningi standi til boða að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir hundrað þúsund krónur í hlutafjárútboði félagsins sem haldið verður síðar í þessum mánuði. Þar fer verkalýðsleiðtoginn fögrum orðum um fréttirnar, að því er virðist í kaldhæðni. Leggur Sólveig til hugmynd sem hún hafi fengið við fréttirnar. „Kannski fást Samtök atvinnulífsins og ríka fólkið til að samþykkja hærri atvinnuleysisbætur handa öllum atvinnulausu konunum ef þær lofa að byrja á því að kaupa hlutabréf í Icelandair um leið og þær fá peninginn. En kannski þyrfti mögulega að láta þær skrifa undir eitthvað svona loforða-plagg (kannski með tíðablóði? vistvænt og sjálfbært?) um að þær myndu kaupa hlutabréfin, til að tryggja að þær færu ekki bara beint í Bónus að kaupa dömubindi, mjólk og brauð fyrir börnin sín,“ skrifar Sólveig Anna. Icelandair sagði upp um 2.000 starfsmönnum í vor. Þá áttu Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair í harðri kjaradeilu í sumar í tengslum við tilraunir til að bjarga flugfélaginu. Freistaði fyrirtækið þess að semja við starfsstéttir um kjaraskerðingu í því skyni. Deilunni lauk með því að flugfreyjur samþykktu kjarasamning í lok júlí eftir að Icelandair hafði sagt öllum flugfreyjum upp en síðar dregið uppsagnirnar til baka. Virðist Sólveig Anna vísa til uppsagnanna þegar hún skrifar í kvöld að mögulegt plagg með loforði atvinnulausra kvenna um að kaupa hlutabréf í Icelandair fyrir atvinnuleysisbætur gæti heitið „Samfélagssáttmáli Icelandair og atvinnulausra kellinga“. Segist Sólveig Anna ætla að senda hagfræðingahópi stjórnvalda hugmynd sína. Hér fyrir neðan má lesa færslu Sólveigar Önnu í heild sinni.
Icelandair Kjaramál Markaðir Tengdar fréttir Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Sjá meira
Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52
Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07