Leggur til að atvinnulausar konur skrifi upp á hlutabréfakaup með tíðablóði Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 23:04 Ætla má að færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um hlutafjárútboð Icelandair hafi verið skrifuð í kaldhæðni. Vísir/Vilhelm Atvinnulausar konur ættu að skrifa upp á það með tíðablóði að þær kaupi hlutabréf í Icelandair gegn því að fá hærri atvinnuleysisbætur. Þetta skrifaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í færslu sem virðist ætlað að vera kaldhæðin gagnrýni á hlutafjárútboð Icelandair í kvöld. Ummælin lét Sólveig Anna falla í færslu á Facebook í kvöld um frétt af því að almenningi standi til boða að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir hundrað þúsund krónur í hlutafjárútboði félagsins sem haldið verður síðar í þessum mánuði. Þar fer verkalýðsleiðtoginn fögrum orðum um fréttirnar, að því er virðist í kaldhæðni. Leggur Sólveig til hugmynd sem hún hafi fengið við fréttirnar. „Kannski fást Samtök atvinnulífsins og ríka fólkið til að samþykkja hærri atvinnuleysisbætur handa öllum atvinnulausu konunum ef þær lofa að byrja á því að kaupa hlutabréf í Icelandair um leið og þær fá peninginn. En kannski þyrfti mögulega að láta þær skrifa undir eitthvað svona loforða-plagg (kannski með tíðablóði? vistvænt og sjálfbært?) um að þær myndu kaupa hlutabréfin, til að tryggja að þær færu ekki bara beint í Bónus að kaupa dömubindi, mjólk og brauð fyrir börnin sín,“ skrifar Sólveig Anna. Icelandair sagði upp um 2.000 starfsmönnum í vor. Þá áttu Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair í harðri kjaradeilu í sumar í tengslum við tilraunir til að bjarga flugfélaginu. Freistaði fyrirtækið þess að semja við starfsstéttir um kjaraskerðingu í því skyni. Deilunni lauk með því að flugfreyjur samþykktu kjarasamning í lok júlí eftir að Icelandair hafði sagt öllum flugfreyjum upp en síðar dregið uppsagnirnar til baka. Virðist Sólveig Anna vísa til uppsagnanna þegar hún skrifar í kvöld að mögulegt plagg með loforði atvinnulausra kvenna um að kaupa hlutabréf í Icelandair fyrir atvinnuleysisbætur gæti heitið „Samfélagssáttmáli Icelandair og atvinnulausra kellinga“. Segist Sólveig Anna ætla að senda hagfræðingahópi stjórnvalda hugmynd sína. Hér fyrir neðan má lesa færslu Sólveigar Önnu í heild sinni. Icelandair Kjaramál Markaðir Tengdar fréttir Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Atvinnulausar konur ættu að skrifa upp á það með tíðablóði að þær kaupi hlutabréf í Icelandair gegn því að fá hærri atvinnuleysisbætur. Þetta skrifaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í færslu sem virðist ætlað að vera kaldhæðin gagnrýni á hlutafjárútboð Icelandair í kvöld. Ummælin lét Sólveig Anna falla í færslu á Facebook í kvöld um frétt af því að almenningi standi til boða að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir hundrað þúsund krónur í hlutafjárútboði félagsins sem haldið verður síðar í þessum mánuði. Þar fer verkalýðsleiðtoginn fögrum orðum um fréttirnar, að því er virðist í kaldhæðni. Leggur Sólveig til hugmynd sem hún hafi fengið við fréttirnar. „Kannski fást Samtök atvinnulífsins og ríka fólkið til að samþykkja hærri atvinnuleysisbætur handa öllum atvinnulausu konunum ef þær lofa að byrja á því að kaupa hlutabréf í Icelandair um leið og þær fá peninginn. En kannski þyrfti mögulega að láta þær skrifa undir eitthvað svona loforða-plagg (kannski með tíðablóði? vistvænt og sjálfbært?) um að þær myndu kaupa hlutabréfin, til að tryggja að þær færu ekki bara beint í Bónus að kaupa dömubindi, mjólk og brauð fyrir börnin sín,“ skrifar Sólveig Anna. Icelandair sagði upp um 2.000 starfsmönnum í vor. Þá áttu Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair í harðri kjaradeilu í sumar í tengslum við tilraunir til að bjarga flugfélaginu. Freistaði fyrirtækið þess að semja við starfsstéttir um kjaraskerðingu í því skyni. Deilunni lauk með því að flugfreyjur samþykktu kjarasamning í lok júlí eftir að Icelandair hafði sagt öllum flugfreyjum upp en síðar dregið uppsagnirnar til baka. Virðist Sólveig Anna vísa til uppsagnanna þegar hún skrifar í kvöld að mögulegt plagg með loforði atvinnulausra kvenna um að kaupa hlutabréf í Icelandair fyrir atvinnuleysisbætur gæti heitið „Samfélagssáttmáli Icelandair og atvinnulausra kellinga“. Segist Sólveig Anna ætla að senda hagfræðingahópi stjórnvalda hugmynd sína. Hér fyrir neðan má lesa færslu Sólveigar Önnu í heild sinni.
Icelandair Kjaramál Markaðir Tengdar fréttir Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52
Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07