Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 20:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. Einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Frumvarpið var samþykkt með 39 atkvæðum gegn átta en ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Þingflokkur Pírata hafði lýst því yfir að hann ætlaði sér ekki að styðja frumvarpið um ríkisábyrgðina. Ábyrgðin nær aðeins til flugrekstrar Icelandair í millilandaflugi og felur í sér allt að fimmtán milljarða króna ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Auk sex þingmanna Pírata greiddu Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Þingmenn Pírata voru þeir einu sem greiddu atkvæð gegn fjáraukalögum ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér að ríkið gæti veitt ríkisábyrgðina. Sjö þingmenn Samfylkingarinnar, þrír þingmenn Viðreisnar og einn þingmaður Flokks fólksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um ríkisábyrgðina. Fimm þingmenn voru fjarverandi. Í lok fundar bar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, upp tillögu um frestun funda Alþingis og lok stutts síðsumarsþings. „Við munum sjást fyrr en síðar,“ sagði Katrín þegar hún lauk máli sínu. Gagnrýndi lokun landamæra þegar hún réttlæti atkvæði sitt Í Facebook-færslu eftir atkvæðagreiðsluna gagnrýndi Sigríður Andersen sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hélt hún því fram að ríkisvaldið hefði að einhverju leyti skapað þær aðstæður sem Icelandair og önnur flugfélög byggju nú við. „Nýjasta lokun landsins í raun virðist ekki vera í nokkru samræmi við tilefnið en hún hefur kippt fótunum undan rekstri Icelandair. Engin áform virðast um að draga úr þessum hörðu aðgerðum,“ skrifaði Sigríður. Hún sagðist ekki telja rökrétt framhald lokunar landsins að veita fé skattgreiðenda inn í flugfélag. „Það er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins að ákveða hvaða fyrirtæki lifir og hvaða fyrirtæki deyr. Nærtækara hefði verið að draga úr þeim takmörkunum sem eru á ferðum til landsins í lögmætum tilgangi,“ sagði Sigríður. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. Einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Frumvarpið var samþykkt með 39 atkvæðum gegn átta en ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Þingflokkur Pírata hafði lýst því yfir að hann ætlaði sér ekki að styðja frumvarpið um ríkisábyrgðina. Ábyrgðin nær aðeins til flugrekstrar Icelandair í millilandaflugi og felur í sér allt að fimmtán milljarða króna ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Auk sex þingmanna Pírata greiddu Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Þingmenn Pírata voru þeir einu sem greiddu atkvæð gegn fjáraukalögum ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér að ríkið gæti veitt ríkisábyrgðina. Sjö þingmenn Samfylkingarinnar, þrír þingmenn Viðreisnar og einn þingmaður Flokks fólksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um ríkisábyrgðina. Fimm þingmenn voru fjarverandi. Í lok fundar bar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, upp tillögu um frestun funda Alþingis og lok stutts síðsumarsþings. „Við munum sjást fyrr en síðar,“ sagði Katrín þegar hún lauk máli sínu. Gagnrýndi lokun landamæra þegar hún réttlæti atkvæði sitt Í Facebook-færslu eftir atkvæðagreiðsluna gagnrýndi Sigríður Andersen sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hélt hún því fram að ríkisvaldið hefði að einhverju leyti skapað þær aðstæður sem Icelandair og önnur flugfélög byggju nú við. „Nýjasta lokun landsins í raun virðist ekki vera í nokkru samræmi við tilefnið en hún hefur kippt fótunum undan rekstri Icelandair. Engin áform virðast um að draga úr þessum hörðu aðgerðum,“ skrifaði Sigríður. Hún sagðist ekki telja rökrétt framhald lokunar landsins að veita fé skattgreiðenda inn í flugfélag. „Það er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins að ákveða hvaða fyrirtæki lifir og hvaða fyrirtæki deyr. Nærtækara hefði verið að draga úr þeim takmörkunum sem eru á ferðum til landsins í lögmætum tilgangi,“ sagði Sigríður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20