Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2020 19:00 Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. Nýsamþykkt lög um hlutdeildarlán gilda um fyrstu kaup einstaklinga eða fjölskyldna sem uppfylla ákveðið tekjuviðmið. Kaupandi leggur þannig út 5% við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75% og ríkið lánar svo 20-30% í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar. Fasteignin þarf að vera nýbygging eða húsnæði sem hefur verið skilgreint sem hagkvæmt húsnæði. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra óttast ekki að úrræðið muni fela í sér hækkun á fasteignaverði. „Við lögðum upp með það að við myndum tryggja aukið framboð á húsnæði samhliða þessu úrræði þannig að það hefði ekki í för með sér hækkun á húsnæðisverði eins og mörg úrræði hafa gert gegnum tíðina. Hins vegar er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði og þessi aðgerð á að virka vel inní það,“ segir Ásmundur. Gert er ráð fyrir að á ári hverju verði veitt um 400 hlutdeildarlán. Ásmundur telur að það verði ekki vöntun á húsnæði. „Það er húsnæði í byggingu nú þegar það er t.d. í byggingu í Gufunesi en við erum líka að koma með ákall til byggingariðaðarins, verktaka og sveitarfélaga um að byggja hagkvæmt húsnæði,“ segir hann. Ásmundur segir að von sé að nýrri vefsíðu þar sem lánin eru útskýrð en lögin varðandi þau taka gildi 1 nóvember. „Við ætlum að aðstoða það fólk sem fær ekki aðstoð frá eldri kynslóðum til að koma sér upp sínu eigin húsnæði,“ segir hann að lokum. Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51 Byltingarkennd lausn Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. 4. september 2020 14:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. Nýsamþykkt lög um hlutdeildarlán gilda um fyrstu kaup einstaklinga eða fjölskyldna sem uppfylla ákveðið tekjuviðmið. Kaupandi leggur þannig út 5% við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75% og ríkið lánar svo 20-30% í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar. Fasteignin þarf að vera nýbygging eða húsnæði sem hefur verið skilgreint sem hagkvæmt húsnæði. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra óttast ekki að úrræðið muni fela í sér hækkun á fasteignaverði. „Við lögðum upp með það að við myndum tryggja aukið framboð á húsnæði samhliða þessu úrræði þannig að það hefði ekki í för með sér hækkun á húsnæðisverði eins og mörg úrræði hafa gert gegnum tíðina. Hins vegar er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði og þessi aðgerð á að virka vel inní það,“ segir Ásmundur. Gert er ráð fyrir að á ári hverju verði veitt um 400 hlutdeildarlán. Ásmundur telur að það verði ekki vöntun á húsnæði. „Það er húsnæði í byggingu nú þegar það er t.d. í byggingu í Gufunesi en við erum líka að koma með ákall til byggingariðaðarins, verktaka og sveitarfélaga um að byggja hagkvæmt húsnæði,“ segir hann. Ásmundur segir að von sé að nýrri vefsíðu þar sem lánin eru útskýrð en lögin varðandi þau taka gildi 1 nóvember. „Við ætlum að aðstoða það fólk sem fær ekki aðstoð frá eldri kynslóðum til að koma sér upp sínu eigin húsnæði,“ segir hann að lokum.
Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51 Byltingarkennd lausn Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. 4. september 2020 14:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51
Byltingarkennd lausn Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. 4. september 2020 14:00