Íslandsmótið í golfi fer fram fyrir norðan á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 15:20 Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í golfi þegar mótið fór síðast fram á Akureyri. Mynd/GSÍmyndir/SETH Íslandsmótið í golfi árið 2021 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 5. til 8. ágúst en þetta verður í sautjánda sinn sem Íslandsmeistararnir verða krýndir fyrir norðan. Golfsamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag og þar kemur einnig fram að mótanefnd GSÍ mun á næstu vikum fara yfir umsóknir vegna Íslandsmótsins 2022 og 2023 og niðurstöðu má vænta á formannafundi GSÍ sem fram fer í nóvember 2021. Golfsamband Íslands er framkvæmdaaðili Íslandsmótsins 2021 í samstarfi við Golfklúbb Akureyrar. Íslandsmótið í golfi 2021 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri - Golfsamband Íslands https://t.co/qQnkZDEWyf— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) September 4, 2020 Íslandsmótið fór fram síðast á Jaðarsvelli árið 2016. Á Íslandsmótinu í golfi 2021 verður keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 80. sinn og í 55. sinn í kvennaflokki. Fyrst var keppt í karlaflokki árið 1942 og árið 1967 í kvennaflokki. Frá því að keppt var fyrst á Íslandsmótinu í golfi hefur Íslandsmótið farið fram alls sautján sinnum á Akureyri. Íslandsmótið 2021 verður það átjánda frá upphafi sem fram fer á Akureyri. Í kvennaflokki hefur mótið farið fram alls 9 sinnum á Akureyri frá því að fyrst var keppt í kvennaflokki á Akureyri árið 1971. Íslandsmótið 2016 sem fram fór á Jaðarsvelli var sögulegt. Þar setti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, nýtt mótsmet í kvennaflokki þegar hún lék samtals 11 höggum undir pari vallar – eftir gríðarlega harða baráttu gegn Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, sem lék á -9 samtals. Ólafía Þórunn fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli árið 2016. Í karlaflokki setti Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, met en hann fagnaði þar sínum sjöunda Íslandsmeistaratitli með eftirminnilegum lokahring. Birgir Leifur lék á 66 höggum eða 5 þegar mest á reyndi og -8 samtals. Bjarki Pétursson, GKB, og Axel Bóasson voru einu höggi á eftir og léku umspil um annað sætið þar sem að Axel hafði betur. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmótið í golfi árið 2021 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 5. til 8. ágúst en þetta verður í sautjánda sinn sem Íslandsmeistararnir verða krýndir fyrir norðan. Golfsamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag og þar kemur einnig fram að mótanefnd GSÍ mun á næstu vikum fara yfir umsóknir vegna Íslandsmótsins 2022 og 2023 og niðurstöðu má vænta á formannafundi GSÍ sem fram fer í nóvember 2021. Golfsamband Íslands er framkvæmdaaðili Íslandsmótsins 2021 í samstarfi við Golfklúbb Akureyrar. Íslandsmótið í golfi 2021 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri - Golfsamband Íslands https://t.co/qQnkZDEWyf— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) September 4, 2020 Íslandsmótið fór fram síðast á Jaðarsvelli árið 2016. Á Íslandsmótinu í golfi 2021 verður keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 80. sinn og í 55. sinn í kvennaflokki. Fyrst var keppt í karlaflokki árið 1942 og árið 1967 í kvennaflokki. Frá því að keppt var fyrst á Íslandsmótinu í golfi hefur Íslandsmótið farið fram alls sautján sinnum á Akureyri. Íslandsmótið 2021 verður það átjánda frá upphafi sem fram fer á Akureyri. Í kvennaflokki hefur mótið farið fram alls 9 sinnum á Akureyri frá því að fyrst var keppt í kvennaflokki á Akureyri árið 1971. Íslandsmótið 2016 sem fram fór á Jaðarsvelli var sögulegt. Þar setti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, nýtt mótsmet í kvennaflokki þegar hún lék samtals 11 höggum undir pari vallar – eftir gríðarlega harða baráttu gegn Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, sem lék á -9 samtals. Ólafía Þórunn fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli árið 2016. Í karlaflokki setti Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, met en hann fagnaði þar sínum sjöunda Íslandsmeistaratitli með eftirminnilegum lokahring. Birgir Leifur lék á 66 höggum eða 5 þegar mest á reyndi og -8 samtals. Bjarki Pétursson, GKB, og Axel Bóasson voru einu höggi á eftir og léku umspil um annað sætið þar sem að Axel hafði betur.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira