Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2020 06:51 Þessi mynd er tekin úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Möðrudalsöræfum um klukkan 6:40 í morgun. Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. Snjóþekja er á nokkrum fjallvegum í landshlutanum að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, en appelsínugul veðurviðvörun hefur verið í gildi síðan í gær á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Snjó festi til dæmis á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. „Snælínan virðist hafa verið á svipuðum slóðum og spár gerðu ráð fyrir, það snjóaði fyrir ofan 300 til 400 metra. Hvort það hefur fennt mikið einhvers staðar kemur í ljós í dag þegar það verður farið að kanna snjóalög nánar og koma kannski fréttir af því frá fólki á fjöllum, til dæmis gangnamönnum,“ segir Teitur. Þá hafi verið hvasst og slegið í storm (20 til 24 m/s) í nokkrum landshlutum, það er á Snæfellsnesi, Suðurlandi, Suðausturlandi og Austfjörðum. Þar hafi mælst stormur á nokkrum stöðum. Appelsínugul viðvörun gildir til klukkan níu bæði á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. „Til hádegis er þetta svipað en svo gengur þetta niður smám saman eftir hádegið. Það gengur fyrr niður hér á vestanverðu landinu, það verður orðið skaplegasta veður í kvöld en það verður ennþá strekkingsvindur austan megin og einhver smá úrkoma,“ segir Teitur. Hálendið: Víða á norðanverðu hálendinu hefur snjóað talsvert, skafrenningur og vetrarástand og ekki hentugt til ferðalaga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 4, 2020 „Bara eins dags pása“ Á morgun er síðan spáð blíðviðri um allt land; hægum vindi, bjartviðri og þá hlýnar aftur í sólinni. Á sunnudag er hins vegar von á sunnanátt og talsverðri rigningu. „Þannig að það er bara eins dags pása. En það er mjög hlýr loftmassi og rakur þannig að það verður mjög þungbúið og vætusamt á sunnudaginn og allhvass vindur líka.“ Alls staðar er spáð rigningu en í talsverðu magni sunnan-og vestanlands. „Og það kemur það hlýtt loft með þessu að þar sem hefur fest snjó á hálendi núna, hann ætti að taka upp að mestu leyti.“ Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra á Akureyri var ekkert um útkall hjá lögreglu og björgunarsveitum í nótt vegna veðursins. Í gærkvöldi hafi komið eitt útkall í tengslum við byggingarsvæði á Akureyri þar sem byggingarefni var laust og farið að fjúka en það var minniháttar. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að tvö útköll hafi komið í nótt vegna veðurs. Annars vegar var tilkynnt um farg sem var að fjúka af þaki húss á Seltjarnarnesi sem verið er að gera við. Þá var tilkynnt um timbur sem var að fjúka af 4. hæða húsi í Vesturbænum en framkvæmdir standa yfir við húsið. Var óskað eftir aðstoð björgunarsveitar því ekki náðist í verktaka. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt 10-18 m/s, en stormur á stöku stað í vindstrengjum, einkum suðaustantil á landinu. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Talsverð rigning á Norður- og Austurlandi og slydda eða snjókoma í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Fremur hægur vindur og léttskýjað vestanlands í kvöld, en norðvestan strekkingur austantil á landinu og skýjað en úrkomulítið. Hiti í dag frá 2 stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í 13 stig syðst. Víða hægur vindur og þurrt og bjart veður á landinu á morgun með hita 7 til 13 stig. Á laugardag: Norðvestan 8-13 m/s og skýjað á Austurlandi um morguninn, en lægir síðan og léttir til. Annars hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu og víða þurrt og bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni um kvöldið. Hiti yfir daginn frá 6 stigum á norðausturhorninu, upp í 13 stig sunnanlands. Á sunnudag: Gengur í sunnan og suðvestan 10-18 með rigningu og súld, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Stíf vestlæg átt og skúrir eða rigning, en þurrt suðaustan- og austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning, en þurrt suðaustantil á landinu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. Snjóþekja er á nokkrum fjallvegum í landshlutanum að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, en appelsínugul veðurviðvörun hefur verið í gildi síðan í gær á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Snjó festi til dæmis á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. „Snælínan virðist hafa verið á svipuðum slóðum og spár gerðu ráð fyrir, það snjóaði fyrir ofan 300 til 400 metra. Hvort það hefur fennt mikið einhvers staðar kemur í ljós í dag þegar það verður farið að kanna snjóalög nánar og koma kannski fréttir af því frá fólki á fjöllum, til dæmis gangnamönnum,“ segir Teitur. Þá hafi verið hvasst og slegið í storm (20 til 24 m/s) í nokkrum landshlutum, það er á Snæfellsnesi, Suðurlandi, Suðausturlandi og Austfjörðum. Þar hafi mælst stormur á nokkrum stöðum. Appelsínugul viðvörun gildir til klukkan níu bæði á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. „Til hádegis er þetta svipað en svo gengur þetta niður smám saman eftir hádegið. Það gengur fyrr niður hér á vestanverðu landinu, það verður orðið skaplegasta veður í kvöld en það verður ennþá strekkingsvindur austan megin og einhver smá úrkoma,“ segir Teitur. Hálendið: Víða á norðanverðu hálendinu hefur snjóað talsvert, skafrenningur og vetrarástand og ekki hentugt til ferðalaga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 4, 2020 „Bara eins dags pása“ Á morgun er síðan spáð blíðviðri um allt land; hægum vindi, bjartviðri og þá hlýnar aftur í sólinni. Á sunnudag er hins vegar von á sunnanátt og talsverðri rigningu. „Þannig að það er bara eins dags pása. En það er mjög hlýr loftmassi og rakur þannig að það verður mjög þungbúið og vætusamt á sunnudaginn og allhvass vindur líka.“ Alls staðar er spáð rigningu en í talsverðu magni sunnan-og vestanlands. „Og það kemur það hlýtt loft með þessu að þar sem hefur fest snjó á hálendi núna, hann ætti að taka upp að mestu leyti.“ Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra á Akureyri var ekkert um útkall hjá lögreglu og björgunarsveitum í nótt vegna veðursins. Í gærkvöldi hafi komið eitt útkall í tengslum við byggingarsvæði á Akureyri þar sem byggingarefni var laust og farið að fjúka en það var minniháttar. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að tvö útköll hafi komið í nótt vegna veðurs. Annars vegar var tilkynnt um farg sem var að fjúka af þaki húss á Seltjarnarnesi sem verið er að gera við. Þá var tilkynnt um timbur sem var að fjúka af 4. hæða húsi í Vesturbænum en framkvæmdir standa yfir við húsið. Var óskað eftir aðstoð björgunarsveitar því ekki náðist í verktaka. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt 10-18 m/s, en stormur á stöku stað í vindstrengjum, einkum suðaustantil á landinu. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Talsverð rigning á Norður- og Austurlandi og slydda eða snjókoma í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Fremur hægur vindur og léttskýjað vestanlands í kvöld, en norðvestan strekkingur austantil á landinu og skýjað en úrkomulítið. Hiti í dag frá 2 stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í 13 stig syðst. Víða hægur vindur og þurrt og bjart veður á landinu á morgun með hita 7 til 13 stig. Á laugardag: Norðvestan 8-13 m/s og skýjað á Austurlandi um morguninn, en lægir síðan og léttir til. Annars hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu og víða þurrt og bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni um kvöldið. Hiti yfir daginn frá 6 stigum á norðausturhorninu, upp í 13 stig sunnanlands. Á sunnudag: Gengur í sunnan og suðvestan 10-18 með rigningu og súld, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Stíf vestlæg átt og skúrir eða rigning, en þurrt suðaustan- og austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning, en þurrt suðaustantil á landinu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira