Vilhjálmur telur Arnfríði vanhæfa til að dæma mál hans í Landsrétti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 06:56 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, telur einn dómara við Landsrétt vanhæfan vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Telur Vilhjálmur Arnfríði vanhæfa til þess að dæma í málunum vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að um sé að ræða mál Oddnýjar Arnarsdóttur og Hildar Lilliendahl en þær voru dæmdar í héraði til að greiða tveimur skjólstæðingum Vilhjálms bætur vegna ummæla sem þær létu falla um þá í svokölluðu Hlíðamáli haustið 2015. Málunum var áfrýjað til Landsréttar síðasta haust og var úthlutað til dómara í sumar. Um miðjan júlí var Vilhjálmi tilkynnt að Arnfríður yrði einn þriggja dómara málsins en áður hafði verið tilkynnt um tvo þeirra. Arnfríður var skipuð dómari við Landsrétt í annað sinn í byrjun júlí. Að því er segir í Fréttablaðinu er í kröfu Vilhjálms vísað til Landsréttarmálsins en Vilhjálmur er lögmaður Guðmundar Andra Ástráðssonar, stefnanda í málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að Arnfríður væri ekki lögmætur handhafi dómsvalds því skipun hennar uppfyllti ekki skilyrði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Eftir að dómur MDE var kveðinn upp tók Arnfríður ekki þátt í dómstörfum við Landsrétt en sótti svo um lausa stöðu við réttinn fyrr á þessu ári þótt hún ætti þá þegar sæti í réttinum. Í aðdraganda nýrrar skipunar hennar þann 1. júlí var henni veitt lausn frá embætti og svo var hún skipuð aftur. Í kröfum Vilhjálms til Landsréttar segir meðal annars, samkvæmt frétt Fréttablaðsins: „Afstaða Arnfríðar til mín persónulega vegna þessara lögmannsstarfa minna í þágu umbjóðanda míns, Guðmundar Andra Ástráðssonar, er að mínu mati ekkert leyndarmál enda hefur hún ekki farið leynt með þá skoðun sína og viðrað hana víða. Það sama á við um eiginmann Arnfríðar, Brynjar Níelsson.“ Af þessu leiði að Arnfríður sé vanhæf til að dæma í fyrrnefndum málum enda eigi stefnendur skýlausan og ótvíræðan rétt á því að mál þeirra fái réttláta málsmeðferð fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstól. Málflutningur um kröfuna fer fram þann 28. september næstkomandi. Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Telur Vilhjálmur Arnfríði vanhæfa til þess að dæma í málunum vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að um sé að ræða mál Oddnýjar Arnarsdóttur og Hildar Lilliendahl en þær voru dæmdar í héraði til að greiða tveimur skjólstæðingum Vilhjálms bætur vegna ummæla sem þær létu falla um þá í svokölluðu Hlíðamáli haustið 2015. Málunum var áfrýjað til Landsréttar síðasta haust og var úthlutað til dómara í sumar. Um miðjan júlí var Vilhjálmi tilkynnt að Arnfríður yrði einn þriggja dómara málsins en áður hafði verið tilkynnt um tvo þeirra. Arnfríður var skipuð dómari við Landsrétt í annað sinn í byrjun júlí. Að því er segir í Fréttablaðinu er í kröfu Vilhjálms vísað til Landsréttarmálsins en Vilhjálmur er lögmaður Guðmundar Andra Ástráðssonar, stefnanda í málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að Arnfríður væri ekki lögmætur handhafi dómsvalds því skipun hennar uppfyllti ekki skilyrði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Eftir að dómur MDE var kveðinn upp tók Arnfríður ekki þátt í dómstörfum við Landsrétt en sótti svo um lausa stöðu við réttinn fyrr á þessu ári þótt hún ætti þá þegar sæti í réttinum. Í aðdraganda nýrrar skipunar hennar þann 1. júlí var henni veitt lausn frá embætti og svo var hún skipuð aftur. Í kröfum Vilhjálms til Landsréttar segir meðal annars, samkvæmt frétt Fréttablaðsins: „Afstaða Arnfríðar til mín persónulega vegna þessara lögmannsstarfa minna í þágu umbjóðanda míns, Guðmundar Andra Ástráðssonar, er að mínu mati ekkert leyndarmál enda hefur hún ekki farið leynt með þá skoðun sína og viðrað hana víða. Það sama á við um eiginmann Arnfríðar, Brynjar Níelsson.“ Af þessu leiði að Arnfríður sé vanhæf til að dæma í fyrrnefndum málum enda eigi stefnendur skýlausan og ótvíræðan rétt á því að mál þeirra fái réttláta málsmeðferð fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstól. Málflutningur um kröfuna fer fram þann 28. september næstkomandi.
Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49
Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent