Umræða um breyttan holufjölda golfvalla orðin háværari Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 20:05 Golfað í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Edwin Roald Rögnvaldsson golfvallahönnuður segir að undanfarið hafi umræða um hvort golfvellir þurfi að vera annað hvort átján eða níu brautir farið að verða meiri og háværari. Þetta kom fram í máli hans í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta eru núna 12 ár síðan að ég fór fyrst að hugsa um þessi mál. Hugmyndin teiknaði bara á teikniborðinu hjá mér, að mér fannst ég vera með verkefni á borðinu þar sem landssvæðið gaf af sér ákveðinn fjölda brauta sem voru þá náttúrulegastar, kostaði minnst að gera og væru skemmtilegastar að spila. Af hverju skyldi ég þá reyna að troða fleiri brautum þar inn í eða fækka þeim og slíta þær í sundur ef þannig væri, og enda þannig með verri vöru?“ spyr Edwin. Við nánari skoðun segist Edwin þá hafa komist að því að í sögu golfs hafi vellirnir mun lengur verið frjálsir hvað varðar holufjölda heldur en steyptir í níu eða átján brauta velli. Golfið sé um 600 ára gömul íþrótt en fjöldi brauta hafi aðeins verið staðlaður í um fjórðung þess tíma. Þá bendir Edwin á að völlurinn að Brautarholti á Kjalarnesi sé einn sá vinsælasti hér á landi meðal erlendra kylfinga. Völlurinn er tólf brautir. „Það eru vangaveltur hjá nokkrum öðrum klúbbum að jafnvel stækka úr níu í tólf. Svo er það nú þannig að hér á Íslandi var haldin fyrsta landskeppni í golfi á heimsvísu, í flokki fullorðinna, á golfvelli sem hafði færri en 18 holur,“ segir Edwin, en Íslandsmótið í holukeppni fór fram á 13 holum í Vestmannaeyjum árið 2017. Edwin segir það þá ekki vera neitt launungarmál að golfvellir taki mikið pláss. Hann segir sífellt verða erfiðara að bjóða upp á golf, og þá sérstaklega í þéttbýli, vegna þessa. Hann segir að með því að staðla ekki brautafjölda golfvalla myndist aukinn sveigjanleiki til þess að vernda svæði sem eru viðkvæm út frá umhverfissjónarmiðum og að blanda golfinu saman við aðra útivist. „Einnig þá hefur þú miklu meiri getu til að nýta landslagið sem náttúran gefur þér.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Edwin í heild sinni. Reykjavík síðdegis Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Edwin Roald Rögnvaldsson golfvallahönnuður segir að undanfarið hafi umræða um hvort golfvellir þurfi að vera annað hvort átján eða níu brautir farið að verða meiri og háværari. Þetta kom fram í máli hans í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta eru núna 12 ár síðan að ég fór fyrst að hugsa um þessi mál. Hugmyndin teiknaði bara á teikniborðinu hjá mér, að mér fannst ég vera með verkefni á borðinu þar sem landssvæðið gaf af sér ákveðinn fjölda brauta sem voru þá náttúrulegastar, kostaði minnst að gera og væru skemmtilegastar að spila. Af hverju skyldi ég þá reyna að troða fleiri brautum þar inn í eða fækka þeim og slíta þær í sundur ef þannig væri, og enda þannig með verri vöru?“ spyr Edwin. Við nánari skoðun segist Edwin þá hafa komist að því að í sögu golfs hafi vellirnir mun lengur verið frjálsir hvað varðar holufjölda heldur en steyptir í níu eða átján brauta velli. Golfið sé um 600 ára gömul íþrótt en fjöldi brauta hafi aðeins verið staðlaður í um fjórðung þess tíma. Þá bendir Edwin á að völlurinn að Brautarholti á Kjalarnesi sé einn sá vinsælasti hér á landi meðal erlendra kylfinga. Völlurinn er tólf brautir. „Það eru vangaveltur hjá nokkrum öðrum klúbbum að jafnvel stækka úr níu í tólf. Svo er það nú þannig að hér á Íslandi var haldin fyrsta landskeppni í golfi á heimsvísu, í flokki fullorðinna, á golfvelli sem hafði færri en 18 holur,“ segir Edwin, en Íslandsmótið í holukeppni fór fram á 13 holum í Vestmannaeyjum árið 2017. Edwin segir það þá ekki vera neitt launungarmál að golfvellir taki mikið pláss. Hann segir sífellt verða erfiðara að bjóða upp á golf, og þá sérstaklega í þéttbýli, vegna þessa. Hann segir að með því að staðla ekki brautafjölda golfvalla myndist aukinn sveigjanleiki til þess að vernda svæði sem eru viðkvæm út frá umhverfissjónarmiðum og að blanda golfinu saman við aðra útivist. „Einnig þá hefur þú miklu meiri getu til að nýta landslagið sem náttúran gefur þér.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Edwin í heild sinni.
Reykjavík síðdegis Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira