Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2020 18:31 Þeir sem beita umsáturseinelti hafa verið nefndir eltihrellar. Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. Refsivert verður að „hóta, elta, fylgjast með, setja sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti sitja um annan mann ef háttsemin er endurtekin og til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða“ eins og það er orðað í drögunum. Þau birtust í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Í greinargerð með frumvarpsdrögunum segir að mikilvægt þyki að lögfesta sérstakt refsiákvæði um umsáturseinelti til að treysta „enn frekar“ vernd kvenna og barna hér á landi. Ákvæðið kæmi til viðbótar ákvæðum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Nálgunarbann þykir ekki veita þolendum ofbeldis nægilega vernd fyrir síendurteknum friðhelgisbrotum eða ofsóknum. Það sé ennfremur ekki refsing heldur þvingunaraðgerð sem takmarkar athafnafrelsi þess sem það er lagt á. Brot gegn nálgunarbanni er sjálfstætt refsivert brot. Aðferðin verði refsiverð sé hún endurtekin Vísar dómsmálaráðuneytið til Istanbúlsamningsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi sem Evrópuráðið samþykkti árið 2011 og íslensk stjórnvöld fullgiltu árið 2018. Á grundvelli samnings var íslenskum lögum breytt og inn í þau voru sett ákvæði um nauðungarhjónarbönd og ofbeldi í nánum samböndum. Í samningnum var einnig kveðið á um að aðilar að honum gerðu nauðsynlegar ráðstafanir vegna umsáturseineltis. Sérstakt ákvæði um það er nú að finna í norskum, sænskum og finnskum hegningarlögum. Ákvæðið sem lagt er til að bætist við íslensk hegningarlög sækir fyrirmynd sína sérstaklega til norska og finnska ákvæðisins auk Istanbúlsamningsins. Aðferð, sem beitt er við umsáturseinelti þarf ekki að fela í sér sjálfstæðan refsiverðan verknað heldur getur hegðun, sem ein og sér er ekki refsiverð, orðið það ef hún er endurtekin. „Háttsemin getur falist í því að fylgja eftir eða elta annan mann ítrekað, koma á samskiptum eða sambandi við annan mann í óþökk hans eða með því að láta annan mann vita að fylgst sé með honum. Í þessu felst t.d. að mæta í eigin persónu á vinnustað annars manns eða stað þar sem hann stundar íþróttir eða nám eða sinnir áhugamálum sínum eða fylgja honum eftir í netheimum, s.s. á spjallborðum eða netsamfélagsmiðlum. Þá getur umsáturseinelti falist í að skemma eigur manns, skilja eftir ummerki um nálægð á persónulegum eignum hans eða jafnvel gæludýri,“ segir í greinargerðinni. Heimilisofbeldi Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. Refsivert verður að „hóta, elta, fylgjast með, setja sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti sitja um annan mann ef háttsemin er endurtekin og til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða“ eins og það er orðað í drögunum. Þau birtust í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Í greinargerð með frumvarpsdrögunum segir að mikilvægt þyki að lögfesta sérstakt refsiákvæði um umsáturseinelti til að treysta „enn frekar“ vernd kvenna og barna hér á landi. Ákvæðið kæmi til viðbótar ákvæðum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Nálgunarbann þykir ekki veita þolendum ofbeldis nægilega vernd fyrir síendurteknum friðhelgisbrotum eða ofsóknum. Það sé ennfremur ekki refsing heldur þvingunaraðgerð sem takmarkar athafnafrelsi þess sem það er lagt á. Brot gegn nálgunarbanni er sjálfstætt refsivert brot. Aðferðin verði refsiverð sé hún endurtekin Vísar dómsmálaráðuneytið til Istanbúlsamningsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi sem Evrópuráðið samþykkti árið 2011 og íslensk stjórnvöld fullgiltu árið 2018. Á grundvelli samnings var íslenskum lögum breytt og inn í þau voru sett ákvæði um nauðungarhjónarbönd og ofbeldi í nánum samböndum. Í samningnum var einnig kveðið á um að aðilar að honum gerðu nauðsynlegar ráðstafanir vegna umsáturseineltis. Sérstakt ákvæði um það er nú að finna í norskum, sænskum og finnskum hegningarlögum. Ákvæðið sem lagt er til að bætist við íslensk hegningarlög sækir fyrirmynd sína sérstaklega til norska og finnska ákvæðisins auk Istanbúlsamningsins. Aðferð, sem beitt er við umsáturseinelti þarf ekki að fela í sér sjálfstæðan refsiverðan verknað heldur getur hegðun, sem ein og sér er ekki refsiverð, orðið það ef hún er endurtekin. „Háttsemin getur falist í því að fylgja eftir eða elta annan mann ítrekað, koma á samskiptum eða sambandi við annan mann í óþökk hans eða með því að láta annan mann vita að fylgst sé með honum. Í þessu felst t.d. að mæta í eigin persónu á vinnustað annars manns eða stað þar sem hann stundar íþróttir eða nám eða sinnir áhugamálum sínum eða fylgja honum eftir í netheimum, s.s. á spjallborðum eða netsamfélagsmiðlum. Þá getur umsáturseinelti falist í að skemma eigur manns, skilja eftir ummerki um nálægð á persónulegum eignum hans eða jafnvel gæludýri,“ segir í greinargerðinni.
Heimilisofbeldi Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira