Bikarinn vakir yfir glænýju Fylkisliði Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2020 17:30 Lið Fylkis skipa þeir Magnús "viruz" Magnússon, Andri "monteLiciouz" Reynisson, Tumi "Skipid" Geirsson, Þorlákur "furious" Dagbjartsson og Liljar "lelillz" Pétursson. mynd/@FylkirEsports Það glampar á Íslandsmeistarabikarinn þegar Magnús Árni Magnússon og félagar hans í glænýju Fylkisliði æfa saman. Þeir eru á leið í stórleik við KR í kvöld þegar nýtt keppnistímabil í Vodafone-deildinni í CS:GO hefst. Magnús Árni barðist um bikarinn í úrslitaleik með FH í byrjun sumars en varð að játa sig sigraðan. Eftir að mennirnir sem tryggðu FH titilinn skiptu svo allir yfir til Dusty, myndaði Magnús nýtt en reynslumikið lið í Árbænum með tveimur félögum sínum úr FH og tveimur úr Tilt. „Auðvitað er þetta glænýtt lið en um leið er það samansett af mjög góðum spilurum. Við höfum verið að púsla okkur saman og þessi leikur er auðvitað svo mikill liðsleikur að við þurfum allir að vera á sömu blaðsíðu. Við erum að fínpússa þessa hluti og ég er mjög spenntur fyrir tímabilinu,“ segir Magnús Árni, betur þekktur sem viruz í tölvuleikjaheimnum. Gott að vera í FH en leist betur á Fylki FH teflir ekki fram liði í haust eftir að þrír leikmenn silfurliðsins ákváðu að draga sig í hlé, og þrír í Árbæinn. „Það var gott að vera hjá FH en við fengum boð frá Fylki og leist betur á það sem þar var að gerast,“ segir Magnús Árni, og í Árbænum er stefnan sú sama og áður þó að útlit sé fyrir mjög harða keppni. Þrír leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport í fyrstu umferð í kvöld KR - Fylkir mætast klukkan 19:30 HaFiÐ - Exile mætast klukkan 20:30 Þór - Dusty mætast klukkan 21:30 GOAT - XY Esport ekki sjónvarpsleikur „Uppi á æfingasvæði eru tveir bikarar við hliðina á okkur sem á stendur „meistarar Vodafone-deildarinnar“. Ég vil svo sem ekki mikið vera að skoða þá því ég tapaði gegn Fylki í úrslitunum með FH í byrjun sumars, en það er sem sagt mikið vinningshugarfar hérna hjá Fylki og við finnum það allir. Hér er stuðningur og jafnframt væntingar, og við viljum gera okkar besta til að standa undir þeim,“ segir Magnús. „Það verður að koma í ljós hvar við endum en það verður talsvert uppstokkun á efstu fjórum sætunum. Þar verða Fylkir, KR, Dusty og HaFiÐ, og svo má bara setja þau í „random generator“ til að giska á hvernig röðin verður í lokin,“ bætir hann við léttur í bragði. Vorum komnir fram úr KR Leikur KR og Fylkis hefst á Stöð 2 eSport kl. 19.30 í kvöld en þá eru þrír leikir á dagskrá. „KR tók upp nýjan leikmann (Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson)), mjög góðan bita fyrir þá. Ég tel okkur hafa verið komna á undan þeim þegar við vorum í FH á síðasta tímabili, en það er spurning hvort við náum að viðhalda því með okkar nýja liði. Þetta er nýtt tímabil og nú kemur í ljós hvað menn hafa verið að undirbúa síðustu mánuði, hvað virkar og hvað ekki,“ segir Magnús. Heimavöllurinn skiptir miklu máli Í haust mun „heimavöllurinn“ skipta miklu máli í Vodafone-deildinni. Liðin spila einn leik í hverri umferð og fær heimaliðið, eins og KR verður í kvöld, að ráða því hvaða kort er spilað. Gestaliðið fær reyndar að banna eitt af þeim sjö kortum sem í boði eru. Og í stað þess að spiluð séu tvö kort og jafnvel það þriðja til að ráða úrslitum, er bara spilaður einn leikur hverju sinni. „Það getur allt gerst þegar það er bara einn leikur. Maður hefur séð ótrúlegustu hluti gerast þegar leikið er með þessu formi. Ég held að það sé bara fínt að hrista upp í þessu,“ segir Magnús, sem er á öðru ári í hugbúnaðarverkfræði við HR og vinnur einnig á skrifstofunni hjá Lindex. Hann reynir þó að ná 3-5 tímum á dag í CS og segir Fylkismenn hafa bætt í æfingar undanfarna daga til að vera upp á sitt besta þegar Vodafone-deildin hefst í kvöld. Rafíþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport
Það glampar á Íslandsmeistarabikarinn þegar Magnús Árni Magnússon og félagar hans í glænýju Fylkisliði æfa saman. Þeir eru á leið í stórleik við KR í kvöld þegar nýtt keppnistímabil í Vodafone-deildinni í CS:GO hefst. Magnús Árni barðist um bikarinn í úrslitaleik með FH í byrjun sumars en varð að játa sig sigraðan. Eftir að mennirnir sem tryggðu FH titilinn skiptu svo allir yfir til Dusty, myndaði Magnús nýtt en reynslumikið lið í Árbænum með tveimur félögum sínum úr FH og tveimur úr Tilt. „Auðvitað er þetta glænýtt lið en um leið er það samansett af mjög góðum spilurum. Við höfum verið að púsla okkur saman og þessi leikur er auðvitað svo mikill liðsleikur að við þurfum allir að vera á sömu blaðsíðu. Við erum að fínpússa þessa hluti og ég er mjög spenntur fyrir tímabilinu,“ segir Magnús Árni, betur þekktur sem viruz í tölvuleikjaheimnum. Gott að vera í FH en leist betur á Fylki FH teflir ekki fram liði í haust eftir að þrír leikmenn silfurliðsins ákváðu að draga sig í hlé, og þrír í Árbæinn. „Það var gott að vera hjá FH en við fengum boð frá Fylki og leist betur á það sem þar var að gerast,“ segir Magnús Árni, og í Árbænum er stefnan sú sama og áður þó að útlit sé fyrir mjög harða keppni. Þrír leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport í fyrstu umferð í kvöld KR - Fylkir mætast klukkan 19:30 HaFiÐ - Exile mætast klukkan 20:30 Þór - Dusty mætast klukkan 21:30 GOAT - XY Esport ekki sjónvarpsleikur „Uppi á æfingasvæði eru tveir bikarar við hliðina á okkur sem á stendur „meistarar Vodafone-deildarinnar“. Ég vil svo sem ekki mikið vera að skoða þá því ég tapaði gegn Fylki í úrslitunum með FH í byrjun sumars, en það er sem sagt mikið vinningshugarfar hérna hjá Fylki og við finnum það allir. Hér er stuðningur og jafnframt væntingar, og við viljum gera okkar besta til að standa undir þeim,“ segir Magnús. „Það verður að koma í ljós hvar við endum en það verður talsvert uppstokkun á efstu fjórum sætunum. Þar verða Fylkir, KR, Dusty og HaFiÐ, og svo má bara setja þau í „random generator“ til að giska á hvernig röðin verður í lokin,“ bætir hann við léttur í bragði. Vorum komnir fram úr KR Leikur KR og Fylkis hefst á Stöð 2 eSport kl. 19.30 í kvöld en þá eru þrír leikir á dagskrá. „KR tók upp nýjan leikmann (Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson)), mjög góðan bita fyrir þá. Ég tel okkur hafa verið komna á undan þeim þegar við vorum í FH á síðasta tímabili, en það er spurning hvort við náum að viðhalda því með okkar nýja liði. Þetta er nýtt tímabil og nú kemur í ljós hvað menn hafa verið að undirbúa síðustu mánuði, hvað virkar og hvað ekki,“ segir Magnús. Heimavöllurinn skiptir miklu máli Í haust mun „heimavöllurinn“ skipta miklu máli í Vodafone-deildinni. Liðin spila einn leik í hverri umferð og fær heimaliðið, eins og KR verður í kvöld, að ráða því hvaða kort er spilað. Gestaliðið fær reyndar að banna eitt af þeim sjö kortum sem í boði eru. Og í stað þess að spiluð séu tvö kort og jafnvel það þriðja til að ráða úrslitum, er bara spilaður einn leikur hverju sinni. „Það getur allt gerst þegar það er bara einn leikur. Maður hefur séð ótrúlegustu hluti gerast þegar leikið er með þessu formi. Ég held að það sé bara fínt að hrista upp í þessu,“ segir Magnús, sem er á öðru ári í hugbúnaðarverkfræði við HR og vinnur einnig á skrifstofunni hjá Lindex. Hann reynir þó að ná 3-5 tímum á dag í CS og segir Fylkismenn hafa bætt í æfingar undanfarna daga til að vera upp á sitt besta þegar Vodafone-deildin hefst í kvöld.
Þrír leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport í fyrstu umferð í kvöld KR - Fylkir mætast klukkan 19:30 HaFiÐ - Exile mætast klukkan 20:30 Þór - Dusty mætast klukkan 21:30 GOAT - XY Esport ekki sjónvarpsleikur
Rafíþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport