Segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. ágúst 2020 12:19 Kári segir ekki rétt að enginn hafi greinst með kórónuveiruna við seinni landamæraskimun. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun eftir komuna til landsins. Þrír hafi greinst með veiruna í seinni skimun. Hann telur að ef seinni skimun verði hætt komi mánaðarlega upp ný bylgja smita. Frá 19. ágúst hafa ríflega sautján þúsund sýni verið tekin og þar af hafa sautján greinst með veiruna strax við komuna til landsins. Í gær greindi Ríkisútvarpið frá því að á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hafi enginn greinst með veiruna í seinni skimun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta ekki rétt. Þrír hafi greinst við seinni skimun. „Það er eitthvað bogið við fréttina. Í fyrsta lagi þá eru tíu dagar síðan nýja fyrirkomulagið var sett í gang. Það þýðir að það er búið að skima seinni skimun eingöngu þá sem komu fyrstu fimm dagana, vegna þess að þeir verða að vera í landinu fimm daga áður en þeir eru skimaðir. Þannig það á eftir að skima seinni skimun úr helming þeirra sem komu, eða þeim sem komu á helming þessa tíma,“ segir Kári og bætir við að af þeim sem hafi farið í seinni skimun hafi þrír reynst jákvæðir. Í frétt ríkisútvarpsins kemur fram að sóttvarnarráðstafanir á landamærum verði endurmetnar eftir helgi. „Það er sífellt verið að endurskoða það sem er gert, og það er alveg sjálfsagt. En það endurskoðar enginn eftir helgina í ljósi þessarar fréttar,“ segir Kári. Kári telur seinni skimun nauðsynlega. „Við erum búin að vera með seinni skimun í gangi töluvert lengi fyrir íbúa Íslands og þegar við vorum búin að skima átta þúsund þeirra þá vorum við búin að finna tvo einstaklinga sem voru mjög jákvæðir, með mikið magn af veiru, og hvor þeirra fyrir sig hefði getað komið af stað svipaðri bylgju og við erum búin að sjá upp á síðkastið.“ Reynslan hafi sýnt að aðeins einn sýktur einstaklingur sem kemur til landsins geti komið af stað bylgju. „Þannig ég held að valið liggi svolítið á milli þess að hafa seinni skimun og geta haldið atvinnuvegum innanlands gangandi, geta komið börnum í skóla, geta lifað tiltölulega eðlilegu menningarlífi annars vegar , eða sleppa svona seinni skimun og búa bara við afleiðingar þess. Það lítur út fyrir að það yrði svona mánaðarviss bylgja af þessari gerð.“ Kamilla Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við fréttastofu að það sé of snemmt að segja til um árangur seinni skimunar. Hún staðfesti jafnframt að tvö smit hefðu greinst við seinni skimun á landamærum frá 19. ágúst, en ekki þrjú líkt og Kári hefur sagt. Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.Mynd/Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Kári Stefánsson segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun eftir komuna til landsins. Þrír hafi greinst með veiruna í seinni skimun. Hann telur að ef seinni skimun verði hætt komi mánaðarlega upp ný bylgja smita. Frá 19. ágúst hafa ríflega sautján þúsund sýni verið tekin og þar af hafa sautján greinst með veiruna strax við komuna til landsins. Í gær greindi Ríkisútvarpið frá því að á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hafi enginn greinst með veiruna í seinni skimun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta ekki rétt. Þrír hafi greinst við seinni skimun. „Það er eitthvað bogið við fréttina. Í fyrsta lagi þá eru tíu dagar síðan nýja fyrirkomulagið var sett í gang. Það þýðir að það er búið að skima seinni skimun eingöngu þá sem komu fyrstu fimm dagana, vegna þess að þeir verða að vera í landinu fimm daga áður en þeir eru skimaðir. Þannig það á eftir að skima seinni skimun úr helming þeirra sem komu, eða þeim sem komu á helming þessa tíma,“ segir Kári og bætir við að af þeim sem hafi farið í seinni skimun hafi þrír reynst jákvæðir. Í frétt ríkisútvarpsins kemur fram að sóttvarnarráðstafanir á landamærum verði endurmetnar eftir helgi. „Það er sífellt verið að endurskoða það sem er gert, og það er alveg sjálfsagt. En það endurskoðar enginn eftir helgina í ljósi þessarar fréttar,“ segir Kári. Kári telur seinni skimun nauðsynlega. „Við erum búin að vera með seinni skimun í gangi töluvert lengi fyrir íbúa Íslands og þegar við vorum búin að skima átta þúsund þeirra þá vorum við búin að finna tvo einstaklinga sem voru mjög jákvæðir, með mikið magn af veiru, og hvor þeirra fyrir sig hefði getað komið af stað svipaðri bylgju og við erum búin að sjá upp á síðkastið.“ Reynslan hafi sýnt að aðeins einn sýktur einstaklingur sem kemur til landsins geti komið af stað bylgju. „Þannig ég held að valið liggi svolítið á milli þess að hafa seinni skimun og geta haldið atvinnuvegum innanlands gangandi, geta komið börnum í skóla, geta lifað tiltölulega eðlilegu menningarlífi annars vegar , eða sleppa svona seinni skimun og búa bara við afleiðingar þess. Það lítur út fyrir að það yrði svona mánaðarviss bylgja af þessari gerð.“ Kamilla Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við fréttastofu að það sé of snemmt að segja til um árangur seinni skimunar. Hún staðfesti jafnframt að tvö smit hefðu greinst við seinni skimun á landamærum frá 19. ágúst, en ekki þrjú líkt og Kári hefur sagt. Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.Mynd/Lögreglan
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira