18 laxar á land í Urriðafossi Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2020 07:08 Hrafn H. Hauksson með vænan lax úr Urriðafossi í gær. Mynd: Iceland outfitters FB Laxveiðitímabilið hófst í gær þegar fyrstu veiðimennirnir bleyttu færi við Urriðafoss í Þjórsá og opnunin gefur tilefni til bjartsýni fyrir komandi sumar. Það hefur verið mikil eftirvænting eftir þessum fyrsta veiðidegi síðan fyrstu laxarnir fóru að sjást á svæðinu fyrir um hálfum mánuði síðan. Það hefur svo sem skeð áður að laxar hafi sýnt sig snemma og opnanir á veiðisvæðum ekki staðist þær væntingar sem til þeirra hafa verið gerðar en Urriðafoss við Þjórsá var klálega kominn í gang á fyrsta degi. Alls var landað 18 löxum á fjórar stangir og flestir þeirra rígvænir tveggja ára laxar en eins árs laxinn var með í aflanum líka sem veit á gott. Þetta er góð opnun á þessu vinsæla svæði og við bíðum spennt eftir frekari fregnum þaðan næstu daga. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Laxveiðitímabilið hófst í gær þegar fyrstu veiðimennirnir bleyttu færi við Urriðafoss í Þjórsá og opnunin gefur tilefni til bjartsýni fyrir komandi sumar. Það hefur verið mikil eftirvænting eftir þessum fyrsta veiðidegi síðan fyrstu laxarnir fóru að sjást á svæðinu fyrir um hálfum mánuði síðan. Það hefur svo sem skeð áður að laxar hafi sýnt sig snemma og opnanir á veiðisvæðum ekki staðist þær væntingar sem til þeirra hafa verið gerðar en Urriðafoss við Þjórsá var klálega kominn í gang á fyrsta degi. Alls var landað 18 löxum á fjórar stangir og flestir þeirra rígvænir tveggja ára laxar en eins árs laxinn var með í aflanum líka sem veit á gott. Þetta er góð opnun á þessu vinsæla svæði og við bíðum spennt eftir frekari fregnum þaðan næstu daga.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði