Þrír laxar komnir úr Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2020 11:27 Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Blöndu. Blanda og Þverá/Kjarrá opnuðu í morgun fyrir veiði og það sem við erum búin að frétta nú þegar er að það er búið að landa löxum í Blöndu. Eftir því sem okkar heimildir af Blöndubökkum segja eru komnir þrír laxar á land í Blöndu og nokkuð hef sést af laxi sýna sig á Breiðunni sem og í Damminum. Það eru nokkrir dagar síðan fyrstu laxarnir sáust svo þetta laofar vonandi góðu upp á framhaldið. Við erum ekki búin að fá neinar fréttir úr Þverá en af öðrum svæðum þá veiddist fyrsti laxinn við Skugga í gær en það er svæðið neðan Grímsár. Þar hafa laxar verið að sýna sig á aðfallinu síðustu daga. Fyrstu laxarnir sáust í Korpu í gærkvöldi og lágu tveir í Berghylnum greinilega nýgengnir. Árnar opna nú hver af annari næstu dagana og við komum til með að fylgjast vel með þeim opnunum og birta veiðitölurnar þegar þær berast. Stangveiði Mest lesið Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Laxasetur opnar á Blönduós Veiði Norðurá komin í 65 laxa Veiði Góð opnun Laxár í Kjós Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði
Blanda og Þverá/Kjarrá opnuðu í morgun fyrir veiði og það sem við erum búin að frétta nú þegar er að það er búið að landa löxum í Blöndu. Eftir því sem okkar heimildir af Blöndubökkum segja eru komnir þrír laxar á land í Blöndu og nokkuð hef sést af laxi sýna sig á Breiðunni sem og í Damminum. Það eru nokkrir dagar síðan fyrstu laxarnir sáust svo þetta laofar vonandi góðu upp á framhaldið. Við erum ekki búin að fá neinar fréttir úr Þverá en af öðrum svæðum þá veiddist fyrsti laxinn við Skugga í gær en það er svæðið neðan Grímsár. Þar hafa laxar verið að sýna sig á aðfallinu síðustu daga. Fyrstu laxarnir sáust í Korpu í gærkvöldi og lágu tveir í Berghylnum greinilega nýgengnir. Árnar opna nú hver af annari næstu dagana og við komum til með að fylgjast vel með þeim opnunum og birta veiðitölurnar þegar þær berast.
Stangveiði Mest lesið Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Laxasetur opnar á Blönduós Veiði Norðurá komin í 65 laxa Veiði Góð opnun Laxár í Kjós Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði