Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2020 10:34 Væn bleikja úr Hlíðarvatni. Mynd: www.leyfi.is Hlíðarvatn er eitt af vinsælustu veiðivötnum landsins og þar hafa margir gert feyknagóða bleikjuveiði á bleikjum af öllum stærðum og gerðum. Veiðifélögin sem selja leyfi í vatnið hafa boðið þeim sem hafa áhuga á veiðum við vatnið reglulega í heimsókn og Hlíðarvatnsdeginum. Vatnið er stutt frá höfuðborgarsvæðinu og einstaklega skemmtilegt að veiða en þarna má fá bleikjur sem margar hverjar geta náð 3-4 kílóum, já þið lásuð þetta rétt....kílóum! Hér fyrir neðan er fréttatilkynning frá veiðifélögunum sem standa að sölu leyfa við Hlíðarvatn."Þeim sem hafa áhuga á að kynnast Hlíðarvatni gefst kjörið tækifæri til þess sunnudaginn 14. júní 2020 þegar veiðifélögin við vatnið opna dyr sínar og taka á móti gestum í Selvoginum. Þar má einnig fá leiðbeiningar um veiði og veiðistaði. Gestum verður heimil veiði í vatninu endurgjaldslaust frá kl. 9:00 morgni og fram undir kl.17 þann dag. Veiðimenn eru beðnir að skrá afla hjá einhverju veiðifélaganna og kvitta í gestabók áður en haldið er heim í lok dags. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Rétt er að undirstrika að hundar mega ekki vera lausir við vatnið. Veiðifélögin sem standa að Hlíðarvatnsdeginum eru Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss, Ármenn, Stangaveiðifélagið Árblik og Stangveiðifélagið Stakkavík." Mest lesið Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði
Hlíðarvatn er eitt af vinsælustu veiðivötnum landsins og þar hafa margir gert feyknagóða bleikjuveiði á bleikjum af öllum stærðum og gerðum. Veiðifélögin sem selja leyfi í vatnið hafa boðið þeim sem hafa áhuga á veiðum við vatnið reglulega í heimsókn og Hlíðarvatnsdeginum. Vatnið er stutt frá höfuðborgarsvæðinu og einstaklega skemmtilegt að veiða en þarna má fá bleikjur sem margar hverjar geta náð 3-4 kílóum, já þið lásuð þetta rétt....kílóum! Hér fyrir neðan er fréttatilkynning frá veiðifélögunum sem standa að sölu leyfa við Hlíðarvatn."Þeim sem hafa áhuga á að kynnast Hlíðarvatni gefst kjörið tækifæri til þess sunnudaginn 14. júní 2020 þegar veiðifélögin við vatnið opna dyr sínar og taka á móti gestum í Selvoginum. Þar má einnig fá leiðbeiningar um veiði og veiðistaði. Gestum verður heimil veiði í vatninu endurgjaldslaust frá kl. 9:00 morgni og fram undir kl.17 þann dag. Veiðimenn eru beðnir að skrá afla hjá einhverju veiðifélaganna og kvitta í gestabók áður en haldið er heim í lok dags. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Rétt er að undirstrika að hundar mega ekki vera lausir við vatnið. Veiðifélögin sem standa að Hlíðarvatnsdeginum eru Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss, Ármenn, Stangaveiðifélagið Árblik og Stangveiðifélagið Stakkavík."
Mest lesið Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði