Guardiola vissi hvað Messi ætlaði að gera löngu á undan Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 10:30 Pep Guardiola og Lionel Messi áttu frábæra tíma saman hjká Barcelona áður en Guardiola hætti óvænt með liðið. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Lionel Messi kom forráðamönnum Barcelona mjög ávart á þriðjudaginn með því segjast vera á förum frá félaginu. Gamli þjálfarinn hans vissi hins vegar alveg hvað var í gangi. Lionel Messi hringdi í Pep Guardiola í síðustu viku til að segja honum að hann væri á förum frá Barcelona. The Times slær þessu upp í dag. Messi heyrði hljóðið í Guardiola eftir að Barcelona liðið var nýbúið að tapa 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Messi var greinilega búinn að fá nóg af ástandinu í félaginu þar sem hann hefur spilað allan sinn feril. Lionel Messi reportedly tipped off Pep Guardiola ahead of his transfer request.Gossip: https://t.co/AlfKcb71c0 pic.twitter.com/TWwPK1mG62— BBC Sport (@BBCSport) August 28, 2020 Þetta símtal sýnir líka það að Pep Guardiola vissi hvað Messi ætlaði að gera löngu á undan Barcelona og um leið gat hann fengið sína menn hjá Manchester City til að byrja undirbúa jarðveginn fyrir mögulega komu Messi. Manchester City hefur fylgst lengi með þróun mála hjá Messi og Barcelona. Argentínumaðurinn hefur líka verið orðaður við City síðan að Pep Guardiola tók við. Það þurfti aftur á móti eitthvað mikið að gerast í sambandi Lionel Messi og yfirmanna Barcelona til að argentínski snillingurinn færi að horfa í kringum sig. Lionel Messi called Pep Guardiola last week to tell him he was going to leave Barcelona before formally informing the Catalan club. Manchester City plan talks next week with the player s advisers | @martynziegler and @polballus #MCFC https://t.co/iIas7JKypf— Times Sport (@TimesSport) August 28, 2020 Þetta símtal Guardiola og Messi sannar líka hversu gott sambandið er á milli þeirra fyrst að Messi treysti honum fyrir þessu löngu áður en það varð opinbert. Guardiola á að hafa sagt við Messi í þessum sögulega símtali að hann ætlaði að láta eigendur Manchester City vita af því að hann vildi frá Messi til Manchester City. Manchester City mun líklega bjóða Barcelona stóra peningaupphæð og leikmenn að auki en Börsungar eru enn að átta sig á þróun mála. Messi á bara eftir eitt ár af samningi sínum við félagið og því gæti þetta mál endað fyrir dómstólum. Líklegra er þó að Barcelona, sem er að fara í uppbyggingu, sjái ljósið og reyni að fá eitthvað fyrir Messi og með því að hjálpa til við að laga upp á samband sitt við leikmanninn. Lionel Messi er og verður besti leikmaðurinn í sögu Barcelona og félagið þarf á honum að halda i framtíðinni þó að hann reimi ekki á sig takkaskóna. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjá meira
Lionel Messi kom forráðamönnum Barcelona mjög ávart á þriðjudaginn með því segjast vera á förum frá félaginu. Gamli þjálfarinn hans vissi hins vegar alveg hvað var í gangi. Lionel Messi hringdi í Pep Guardiola í síðustu viku til að segja honum að hann væri á förum frá Barcelona. The Times slær þessu upp í dag. Messi heyrði hljóðið í Guardiola eftir að Barcelona liðið var nýbúið að tapa 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Messi var greinilega búinn að fá nóg af ástandinu í félaginu þar sem hann hefur spilað allan sinn feril. Lionel Messi reportedly tipped off Pep Guardiola ahead of his transfer request.Gossip: https://t.co/AlfKcb71c0 pic.twitter.com/TWwPK1mG62— BBC Sport (@BBCSport) August 28, 2020 Þetta símtal sýnir líka það að Pep Guardiola vissi hvað Messi ætlaði að gera löngu á undan Barcelona og um leið gat hann fengið sína menn hjá Manchester City til að byrja undirbúa jarðveginn fyrir mögulega komu Messi. Manchester City hefur fylgst lengi með þróun mála hjá Messi og Barcelona. Argentínumaðurinn hefur líka verið orðaður við City síðan að Pep Guardiola tók við. Það þurfti aftur á móti eitthvað mikið að gerast í sambandi Lionel Messi og yfirmanna Barcelona til að argentínski snillingurinn færi að horfa í kringum sig. Lionel Messi called Pep Guardiola last week to tell him he was going to leave Barcelona before formally informing the Catalan club. Manchester City plan talks next week with the player s advisers | @martynziegler and @polballus #MCFC https://t.co/iIas7JKypf— Times Sport (@TimesSport) August 28, 2020 Þetta símtal Guardiola og Messi sannar líka hversu gott sambandið er á milli þeirra fyrst að Messi treysti honum fyrir þessu löngu áður en það varð opinbert. Guardiola á að hafa sagt við Messi í þessum sögulega símtali að hann ætlaði að láta eigendur Manchester City vita af því að hann vildi frá Messi til Manchester City. Manchester City mun líklega bjóða Barcelona stóra peningaupphæð og leikmenn að auki en Börsungar eru enn að átta sig á þróun mála. Messi á bara eftir eitt ár af samningi sínum við félagið og því gæti þetta mál endað fyrir dómstólum. Líklegra er þó að Barcelona, sem er að fara í uppbyggingu, sjái ljósið og reyni að fá eitthvað fyrir Messi og með því að hjálpa til við að laga upp á samband sitt við leikmanninn. Lionel Messi er og verður besti leikmaðurinn í sögu Barcelona og félagið þarf á honum að halda i framtíðinni þó að hann reimi ekki á sig takkaskóna.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjá meira