Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2020 19:30 Brigitte Brugger er sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST. STÖÐ2 Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst matvælastofnuninni í danmörku ein slík tilkynning. Sérgreinadýralæknir segir að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns um salmonellu hafi fjölgað frá árinu 2019. „Þessi aukning hefur verið skoðuð frá árinu 2019 og ástæðan hefur hreinlega ekki fundist nema að við vitum að það eru bú sem hafa verið smituð í mörg ár sem hafa ekki náð að losa sig við smit,“ sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST. Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi.STÖÐ2 27 kjúklingabú eru hér á landi. Athygli vekur að allar tilkynningarnar níu koma frá tveimur sláturhúsum. Það er hjá Matfugli og Reykjagarði. Framkvæmdastjóri Matfugls segir hart tekið á málum þegar grunur um salmonellu kemur upp. „Það eru tíu til ellefu ár síðan þetta barst með sojamjöli sem kom til landsins og hafði ekki verið passað nógu vel upp á í fóðurframleiðslu hjá þeim aðila og við erum en nað glíma við það. Við tökum deildir og erum óhræddir við að taka deildir úr framleiðslu ef þetta kemur upp,“ sagði Sveinn V. Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls. Salmonellan virðist liggja í dvala og blossa upp við ákveðnar aðstæður. Varðandi muninn á tíðni tilkynninga hérlendis og t.d. í Danmörku segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs að hann gæti m.a. legið í því að hérlendis sé meira lagt upp úr eftirliti og tilkynningaskyldu en erlendis. Auk þess séu ekki notuð sýklalyf í alifuglabúskap hérlendis til að fyrirbyggja sýkingar í fuglum að hans sögn. Brigitte segir þó að sambærilegar reglur um sýnatöku séu hér og í nágrannalöndunum. „Þegar salmonella finnst þá er tilteknu húsi lokað,“ sagði Brigitte. Starfsemi fer þó áfram fram í húsum í kring. En er það ekkert varhugavert að vera með framleiðslu á svæðinu í kring þegar það er svona mikil hætta á smiti? „Það getur verið ástæða til að endurskoða þetta á þessum búum af því að það hefur verið aukning frá árinu 2019,“ sagði Brigitte. Dýr Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst matvælastofnuninni í danmörku ein slík tilkynning. Sérgreinadýralæknir segir að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns um salmonellu hafi fjölgað frá árinu 2019. „Þessi aukning hefur verið skoðuð frá árinu 2019 og ástæðan hefur hreinlega ekki fundist nema að við vitum að það eru bú sem hafa verið smituð í mörg ár sem hafa ekki náð að losa sig við smit,“ sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST. Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi.STÖÐ2 27 kjúklingabú eru hér á landi. Athygli vekur að allar tilkynningarnar níu koma frá tveimur sláturhúsum. Það er hjá Matfugli og Reykjagarði. Framkvæmdastjóri Matfugls segir hart tekið á málum þegar grunur um salmonellu kemur upp. „Það eru tíu til ellefu ár síðan þetta barst með sojamjöli sem kom til landsins og hafði ekki verið passað nógu vel upp á í fóðurframleiðslu hjá þeim aðila og við erum en nað glíma við það. Við tökum deildir og erum óhræddir við að taka deildir úr framleiðslu ef þetta kemur upp,“ sagði Sveinn V. Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls. Salmonellan virðist liggja í dvala og blossa upp við ákveðnar aðstæður. Varðandi muninn á tíðni tilkynninga hérlendis og t.d. í Danmörku segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs að hann gæti m.a. legið í því að hérlendis sé meira lagt upp úr eftirliti og tilkynningaskyldu en erlendis. Auk þess séu ekki notuð sýklalyf í alifuglabúskap hérlendis til að fyrirbyggja sýkingar í fuglum að hans sögn. Brigitte segir þó að sambærilegar reglur um sýnatöku séu hér og í nágrannalöndunum. „Þegar salmonella finnst þá er tilteknu húsi lokað,“ sagði Brigitte. Starfsemi fer þó áfram fram í húsum í kring. En er það ekkert varhugavert að vera með framleiðslu á svæðinu í kring þegar það er svona mikil hætta á smiti? „Það getur verið ástæða til að endurskoða þetta á þessum búum af því að það hefur verið aukning frá árinu 2019,“ sagði Brigitte.
Dýr Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira