Landsmönnum boðið í 90 ára afmæli Sólheima í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. maí 2020 14:15 Það verður mikið um að vera á Sólheimum í allt sumar í tilefni af 90 ára afmæli staðarins. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sólheimar í Grímsnesi fagna nú 90 ár afmæli og undirbúa mikla menningardagskrá fyrir sumarið. Það var Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir sem stofnaði Sólheima en hún var fyrsti Íslendingurinn sem lærði umönnun þroskaheftra. Á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi búa í dag um 100 manns, fatlaðir og ófatlaðir. Kórónaveiran hefur sett strik sitt á 90 ára afmæli staðarins en nú á að fara að setja allt á fullt og bjóða upp á glæsilega menninga og listadagskrá í allt sumar. Skarphéðinn Guðmundsson er forstöðumaður ferðaþjónustu á Sólheimum. „Já, þetta verður stórt sumar og eitthvað um að vera í allt sumar. Afmælisdagurinn sjálfur er 5. júlí og þá verður heljarinnar veisla og ég hvet alla landsmenn til að kíkja í 90 ára afmæli í sumar.“ Um 100 manns búa á Sólheimum. Öllum landsmönnum er boðið að koma í 90 ára afmælið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Hvað hafið þið helst upp á að bjóða á Sólheimum? „Mig langar eiginlega að segja allt, þetta er eins og borg í sveit hérna. Þú getur farið á listsýningar, það er verslun, það er kaffihús þar sem við brennum okkar eigið kaffi, geggjað kaffi, sem ég mæli með að fólk smakki. Svo getur þú komið og gist, þú getur haldið ættarmótið þitt hérna, þú getur leigt heilt gistiheimili undir þitt fólk,“ segir Skarphéðin. Skarphéðinn segir að lífið á Sólheimum sé einstakt en hann er nýfluttur af Suðurnesjunum með fjölskyldu sinni á Sólheima. „Ég flutti barna hérna fyrir áramót en mér líður eins og ég hafi búið hérna alla ævi, manni var tekið eins og maður væri partur af fjölskyldunni. Það besta viið Sólhema er náttúran sem er stórbrotin. Maður vaknar á morgnanna og það eina sem þú heyrir er fuglasöngur, það er þvílík kyrrð og orkan hér allt í kring, þar er varla hægt að lýsa því nema að þú komir og finnir það.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Sólheimar í Grímsnesi fagna nú 90 ár afmæli og undirbúa mikla menningardagskrá fyrir sumarið. Það var Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir sem stofnaði Sólheima en hún var fyrsti Íslendingurinn sem lærði umönnun þroskaheftra. Á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi búa í dag um 100 manns, fatlaðir og ófatlaðir. Kórónaveiran hefur sett strik sitt á 90 ára afmæli staðarins en nú á að fara að setja allt á fullt og bjóða upp á glæsilega menninga og listadagskrá í allt sumar. Skarphéðinn Guðmundsson er forstöðumaður ferðaþjónustu á Sólheimum. „Já, þetta verður stórt sumar og eitthvað um að vera í allt sumar. Afmælisdagurinn sjálfur er 5. júlí og þá verður heljarinnar veisla og ég hvet alla landsmenn til að kíkja í 90 ára afmæli í sumar.“ Um 100 manns búa á Sólheimum. Öllum landsmönnum er boðið að koma í 90 ára afmælið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Hvað hafið þið helst upp á að bjóða á Sólheimum? „Mig langar eiginlega að segja allt, þetta er eins og borg í sveit hérna. Þú getur farið á listsýningar, það er verslun, það er kaffihús þar sem við brennum okkar eigið kaffi, geggjað kaffi, sem ég mæli með að fólk smakki. Svo getur þú komið og gist, þú getur haldið ættarmótið þitt hérna, þú getur leigt heilt gistiheimili undir þitt fólk,“ segir Skarphéðin. Skarphéðinn segir að lífið á Sólheimum sé einstakt en hann er nýfluttur af Suðurnesjunum með fjölskyldu sinni á Sólheima. „Ég flutti barna hérna fyrir áramót en mér líður eins og ég hafi búið hérna alla ævi, manni var tekið eins og maður væri partur af fjölskyldunni. Það besta viið Sólhema er náttúran sem er stórbrotin. Maður vaknar á morgnanna og það eina sem þú heyrir er fuglasöngur, það er þvílík kyrrð og orkan hér allt í kring, þar er varla hægt að lýsa því nema að þú komir og finnir það.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira