Bleikjan á hálendinu að vakna Karl Lúðvíksson skrifar 13. maí 2020 08:38 Veiðin hefst í Tungná þann 15. maí Mynd: Fish Partner Það er mikil lífsgæði fólgin í því að geta ekið í tvo til þrjá tíma inná hálendið á Íslandi og veitt í því ógurlega fallega landslagi sem þar skreytir umhverfið. Það styttist hratt í að hálendisveiðin fari í gang en fyrstu svæðin til að mynda Tungná opnar formlega 15. maí. Leigutakar svæðisins fóru í tilraunaferð í gær til að kanna aðstæður og sjá hvort fiskurinn væri kominn á ról og það er óhætt að segja að svarið við því hafi verið já. Á stuttum tíma lönduðu þeir Kristján Páll og Sindri 17 vænum bleikjum sem öllum var sleppt aftur að lokinni viðureign. Það er því efni til að hlakka til þegar svæðin opna en þau svæði sem Fish Partner hafa á sínum snærum á hálendi Íslands eru með þeim gjöfulli sem finnast. Þar má nefna Tungná, Köldukvísl, Sporðöldulón, Blöndukvíslar, Efri hluti Norðlingafljóts, Fellsendavatn, Sporðöldulón og Kvíslarveita. Lausa daga má finna á vef Fish Partner. Stangveiði Mest lesið Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði
Það er mikil lífsgæði fólgin í því að geta ekið í tvo til þrjá tíma inná hálendið á Íslandi og veitt í því ógurlega fallega landslagi sem þar skreytir umhverfið. Það styttist hratt í að hálendisveiðin fari í gang en fyrstu svæðin til að mynda Tungná opnar formlega 15. maí. Leigutakar svæðisins fóru í tilraunaferð í gær til að kanna aðstæður og sjá hvort fiskurinn væri kominn á ról og það er óhætt að segja að svarið við því hafi verið já. Á stuttum tíma lönduðu þeir Kristján Páll og Sindri 17 vænum bleikjum sem öllum var sleppt aftur að lokinni viðureign. Það er því efni til að hlakka til þegar svæðin opna en þau svæði sem Fish Partner hafa á sínum snærum á hálendi Íslands eru með þeim gjöfulli sem finnast. Þar má nefna Tungná, Köldukvísl, Sporðöldulón, Blöndukvíslar, Efri hluti Norðlingafljóts, Fellsendavatn, Sporðöldulón og Kvíslarveita. Lausa daga má finna á vef Fish Partner.
Stangveiði Mest lesið Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði