Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiðivísir skrifar 14. maí 2020 14:58 Það veiðist bæði lax og rígvænar bleikjur í Soginu Bíldsfelli Veiðistaðakynning verður haldin sunnudaginn 17.maí í Soginu í landi Bíldsfells. Þetta magnaða bleikju – og laxasvæði á sína mögnuðu punkta og mun Karl Lúðvíksson leiðsögumaður fara með fólk um svæðið og afhjúpa alla leyndardóma svæðisins. Þarna gefst fólki tækifæri á að læra meira um þetta margrómaða svæði sem er þó leyndardómur og óvissa fyrir marga. Farið verður yfir vaðleiðir, heitustu punktarnir sýndir og góð kynning á helstu veiðistöðum hvort sem það er fyrir silungs eða laxveiðimenn. Mæting er klukkan 10:00 næsta sunnudagsmorgunn við veiðihús Bíldsfells og gengið með bökkum. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þá er mælt með því að vera klædd eftir veðri. Félagsmenn og aðrir gestir eru hjartanlega velkomnir!Skráning er á netfangið: svfr@svfr.isLeiðarlýsing að veiðihúsi: Ef komið er frá Reykjavík er beygt til vinstri upp Grafningsveg (vegur 350) áður en komið er að brúnni yfir Sogið hjá Þrastarlundi. Að afleggjaranum að Bíldsfelli eru um 5 km. Sá afleggjari er ekinn alveg niður að á, þar sem veiðihúsið stendur Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Veiðistaðakynning verður haldin sunnudaginn 17.maí í Soginu í landi Bíldsfells. Þetta magnaða bleikju – og laxasvæði á sína mögnuðu punkta og mun Karl Lúðvíksson leiðsögumaður fara með fólk um svæðið og afhjúpa alla leyndardóma svæðisins. Þarna gefst fólki tækifæri á að læra meira um þetta margrómaða svæði sem er þó leyndardómur og óvissa fyrir marga. Farið verður yfir vaðleiðir, heitustu punktarnir sýndir og góð kynning á helstu veiðistöðum hvort sem það er fyrir silungs eða laxveiðimenn. Mæting er klukkan 10:00 næsta sunnudagsmorgunn við veiðihús Bíldsfells og gengið með bökkum. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þá er mælt með því að vera klædd eftir veðri. Félagsmenn og aðrir gestir eru hjartanlega velkomnir!Skráning er á netfangið: svfr@svfr.isLeiðarlýsing að veiðihúsi: Ef komið er frá Reykjavík er beygt til vinstri upp Grafningsveg (vegur 350) áður en komið er að brúnni yfir Sogið hjá Þrastarlundi. Að afleggjaranum að Bíldsfelli eru um 5 km. Sá afleggjari er ekinn alveg niður að á, þar sem veiðihúsið stendur
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði