Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2020 07:30 Nú eru veiðimenn landins á fullu í silungsveiði. Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Veiðisvæði Skálholts í Hvítá og í Brúará eru nú komin í almenna sölu í fyrsta skipti. Það er veiðileyfavefurinn www.veida.is sem sér um sölu veiðileyfana. Svæðin hafa verið í einkanýtingu í mörg undangengin ár, og veiðitölur og veiðireynsla því ekki mikil eða þekkt. Veiðisvæðið í Brúará nær frá Spóastaðasvæðinu og niður undir ármótin við Hvítá. Veitt er að hámarki með 4 stöngum á hverju degi. Bæði má finna bleikju, urriða, sjóbirting og síðan lax síðsumars á þessu spennandi svæði. Nokkrir hverir einkenna þetta svæði að miklu leyti. Bæði eru hverir á bakka árinnar en einnig má þá finna útí miðri ánni. Hitaveita Skálholts stendur við Þorlákshver, sem er á bakka Brúarár. Skálholtssvæðið í Hvítá er steinsnar fyrir neðan Hvítárbrú við Iðu. Svæðið nær frá ósi Undapolls við svokallað Torfholt, nokkru neðan við Hvítárbrú við Laugarás, og niður alla Skálholtstungu, langleiðina niður að ármótum við Brúará. Veitt er með 2 stöngum á þessu svæði og eru þær stangir seldar saman í pakka – stakir dagar, veitt frá morgni til kvölds með hefðbundinni hvíld um miðjan dag. Verði veiðileyfa er stillt í hóf. Aðgengi að veiðisvæðunum er nokkuð gott, en betra er að vera á jeppling eða jeppa, til að komast um svæðið. Leyfilegt er að veiða á flugu, maðk og spún fyrir landi Skálholts. Í Skálholti má finna margar söguminjar bæði heima á hlaðinu og um jörðina alla enda er saga Skálholts jafn löng landnámi Íslands eða allt til tíma Gissurar Hvíta afkomanda Ketilbjarnar. Þar hefur verið biskupsstóll síðan árið 1056 og höfuðstaður Íslands í ríflega 700 ár. Nýleg skýrsla um fornleifar getur um líklegan veiðistað við Torfholt og nokkra búsetustaði við bakka Hvítár í landi Skálholts. Það verður spennandi að fylgjast með veiðinni fyrir landi Skálholts í sumar, bæði í Hvítá og Brúará. Allar tekjur af sölu veiðileyfa renna til Skálholtsstaðar og verður það nýtt til rekstur á þjónustu og uppbyggingu staðarins. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Veiðisvæði Skálholts í Hvítá og í Brúará eru nú komin í almenna sölu í fyrsta skipti. Það er veiðileyfavefurinn www.veida.is sem sér um sölu veiðileyfana. Svæðin hafa verið í einkanýtingu í mörg undangengin ár, og veiðitölur og veiðireynsla því ekki mikil eða þekkt. Veiðisvæðið í Brúará nær frá Spóastaðasvæðinu og niður undir ármótin við Hvítá. Veitt er að hámarki með 4 stöngum á hverju degi. Bæði má finna bleikju, urriða, sjóbirting og síðan lax síðsumars á þessu spennandi svæði. Nokkrir hverir einkenna þetta svæði að miklu leyti. Bæði eru hverir á bakka árinnar en einnig má þá finna útí miðri ánni. Hitaveita Skálholts stendur við Þorlákshver, sem er á bakka Brúarár. Skálholtssvæðið í Hvítá er steinsnar fyrir neðan Hvítárbrú við Iðu. Svæðið nær frá ósi Undapolls við svokallað Torfholt, nokkru neðan við Hvítárbrú við Laugarás, og niður alla Skálholtstungu, langleiðina niður að ármótum við Brúará. Veitt er með 2 stöngum á þessu svæði og eru þær stangir seldar saman í pakka – stakir dagar, veitt frá morgni til kvölds með hefðbundinni hvíld um miðjan dag. Verði veiðileyfa er stillt í hóf. Aðgengi að veiðisvæðunum er nokkuð gott, en betra er að vera á jeppling eða jeppa, til að komast um svæðið. Leyfilegt er að veiða á flugu, maðk og spún fyrir landi Skálholts. Í Skálholti má finna margar söguminjar bæði heima á hlaðinu og um jörðina alla enda er saga Skálholts jafn löng landnámi Íslands eða allt til tíma Gissurar Hvíta afkomanda Ketilbjarnar. Þar hefur verið biskupsstóll síðan árið 1056 og höfuðstaður Íslands í ríflega 700 ár. Nýleg skýrsla um fornleifar getur um líklegan veiðistað við Torfholt og nokkra búsetustaði við bakka Hvítár í landi Skálholts. Það verður spennandi að fylgjast með veiðinni fyrir landi Skálholts í sumar, bæði í Hvítá og Brúará. Allar tekjur af sölu veiðileyfa renna til Skálholtsstaðar og verður það nýtt til rekstur á þjónustu og uppbyggingu staðarins.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði