„Ég finn að þetta er tímapunkturinn“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 09:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon fagna sigrinum. VÍSIR/GETTY „Það að vinna Meistaradeild Evrópu hefur verið draumur í svo langan tíma og ég finn að þetta er tímapunkturinn,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem í annað sinn á ferlinum er komin alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sara er í þeirri mögnuðu stöðu að vera komin með Lyon í úrslitaleik við Wolfsburg, liðið sem hún lék fyrir í byrjun keppninnar. Í gærkvöld var hún í byrjunarliði Lyon og átti flottan leik í 1-0 sigri á PSG í undanúrslitunum. Sara er ekki mikið að spá í þeirri staðreynd að í raun megi segja að hún lendi í 1. og 2. sæti Meistaradeildarinnar, sama hvernig fer í úrslitaleiknum á sunnudag. Hún vill láta draum sinn rætast með því að vinna úrslitaleik keppninnar. „Þetta verður skrýtið“ „Ég skipti um lið og ætla ekki að pæla of mikið í því að úrslitaleikurinn sé við Wolfsburg. Það eina sem ég hugsa um núna er að verða Evrópumeistari með Lyon,“ segir Sara við Vísi. Hún á þó góðar vinkonur í liði Wolfsburg og viðurkennir að það verði skrýtið að mæta þeim svo skömmu eftir viðskilnaðinn, en Sara kvaddi Wolfsburg sem fjórfaldur Þýskalandsmeistari í sumar. „Ég fékk strax skilaboð frá Pernille [Harder, framherja Wolfsburg] sem var bara spennt að sjá mig. Þetta verður skrýtið, en ég er náttúrulega bara í Lyon núna. Ég nánast vissi að þetta yrði svona – sá það alveg fyrir mér – og það er bara fínt. Ég mun gera allt til að vinna þetta með Lyon.“ Sara Björk Gunnarsdóttir skýlir boltanum frá Paulina Dudek í leiknum við PSG í gærkvöld.VÍSIR/GETTY „Ekki búið að vera eitthvað létt“ Sara var í byrjunarliði Lyon í gær og lék allan leikinn. Þó að Lyon hafi unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð er sem sagt íslenski landsliðsfyrirliðinn strax búin að sýna að hún verðskuldi að leika á miðjunni hjá liðinu. „Þetta er ekki búið að vera eitthvað létt. Ég er meðal annars að keppa við japanska landsliðsfyrirliðann [Saki Kumagai] og franska fyrirliðann [Amandine Henry]. Þetta er ekki auðveld staða að vinna sig inn í. En ég er þannig að ég mun alltaf gera mitt og ef það er nóg þá er það frábært. Ég er alltaf hungruð, aldrei sátt þegar ég er á bekknum, en vissi að ég gæti þurft að vera þolinmóð. En ég er búin að fá mínútur og svo seinni hálfleikinn gegn Bayern [í 8-liða úrslitum]. Ég er enn að vinna mig inn í liðið og vil auðvitað eiga stóran þátt í að vinna þessa leiki.“ „Leyfði henni að sjá um þetta“ Þannig var það í gær en það var hin hávaxna Wendie Renard sem skoraði sigurmarkið á 67. mínútu. Sara var reyndar sjálf tilbúin að skalla boltann í markið: „Ég leyfði henni að sjá um þetta,“ segir Sara létt. „Hún er náttúrulega rosaleg í teignum og gerði þetta mjög vel. Ég var tilbúin að skalla boltann líka en ég er svekkt að hafa ekki skorað úr færi sem ég fékk í fyrri hálfleiknum,“ bætir hún við. Wendie Renard skallar og skorar sigurmarkið, en Sara Björk Gunnarsdóttir var einnig tilbúin að setja höfuðið í boltann.VÍSIR/GETTY Nokkrum sekúndum fyrir markið hafði Grace Geyoro í liði PSG fengið rautt spjald. Aftur varð jafnt í liðum þegar Nakita Parris fékk rautt spjald á 75. mínútu, en Sara og stöllur hennar héldu út. „Þetta var hörkuleikur og að mínu mati okkar besti leikur í nokkurn tíma. Við tókum yfir leikinn á köflum og svo kom rauða spjaldið og markið, en við fáum svo líka rautt spjald. Þó að við vildum reyna að spila boltanum í lokin þá endaði þetta mikið í löngum sendingum, en þetta hafðist,“ segir Sara. Allir leikirnir frá og með 8-liða úrslitum hafa farið fram á Spáni, nú í ágúst þar sem að fresta varð leikjunum vegna kórónuveirufaraldursins. Það er ástæða þess að Sara lýkur keppninni í öðru liði en hún hóf hana með. Vegna faraldursins eru kringumstæðurnar talsvert aðrar núna en þegar Sara lék með Wolfsburg í úrslitaleiknum gegn Lyon fyrir tveimur árum, í Kiev. „Þetta er auðvitað svolítið sérstakt. Það er sprittað undir skóna okkar, við erum testaðar fyrir veirunni annan hvern dag og þurfum alltaf að vera með pappíra á okkur til að sýna að við séum ekki með smit. Svo er auðvitað sérstakt að hafa enga áhorfendur og svona, en það er bara gott að geta spilað.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 26. ágúst 2020 19:53 Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. 26. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira
„Það að vinna Meistaradeild Evrópu hefur verið draumur í svo langan tíma og ég finn að þetta er tímapunkturinn,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem í annað sinn á ferlinum er komin alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sara er í þeirri mögnuðu stöðu að vera komin með Lyon í úrslitaleik við Wolfsburg, liðið sem hún lék fyrir í byrjun keppninnar. Í gærkvöld var hún í byrjunarliði Lyon og átti flottan leik í 1-0 sigri á PSG í undanúrslitunum. Sara er ekki mikið að spá í þeirri staðreynd að í raun megi segja að hún lendi í 1. og 2. sæti Meistaradeildarinnar, sama hvernig fer í úrslitaleiknum á sunnudag. Hún vill láta draum sinn rætast með því að vinna úrslitaleik keppninnar. „Þetta verður skrýtið“ „Ég skipti um lið og ætla ekki að pæla of mikið í því að úrslitaleikurinn sé við Wolfsburg. Það eina sem ég hugsa um núna er að verða Evrópumeistari með Lyon,“ segir Sara við Vísi. Hún á þó góðar vinkonur í liði Wolfsburg og viðurkennir að það verði skrýtið að mæta þeim svo skömmu eftir viðskilnaðinn, en Sara kvaddi Wolfsburg sem fjórfaldur Þýskalandsmeistari í sumar. „Ég fékk strax skilaboð frá Pernille [Harder, framherja Wolfsburg] sem var bara spennt að sjá mig. Þetta verður skrýtið, en ég er náttúrulega bara í Lyon núna. Ég nánast vissi að þetta yrði svona – sá það alveg fyrir mér – og það er bara fínt. Ég mun gera allt til að vinna þetta með Lyon.“ Sara Björk Gunnarsdóttir skýlir boltanum frá Paulina Dudek í leiknum við PSG í gærkvöld.VÍSIR/GETTY „Ekki búið að vera eitthvað létt“ Sara var í byrjunarliði Lyon í gær og lék allan leikinn. Þó að Lyon hafi unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð er sem sagt íslenski landsliðsfyrirliðinn strax búin að sýna að hún verðskuldi að leika á miðjunni hjá liðinu. „Þetta er ekki búið að vera eitthvað létt. Ég er meðal annars að keppa við japanska landsliðsfyrirliðann [Saki Kumagai] og franska fyrirliðann [Amandine Henry]. Þetta er ekki auðveld staða að vinna sig inn í. En ég er þannig að ég mun alltaf gera mitt og ef það er nóg þá er það frábært. Ég er alltaf hungruð, aldrei sátt þegar ég er á bekknum, en vissi að ég gæti þurft að vera þolinmóð. En ég er búin að fá mínútur og svo seinni hálfleikinn gegn Bayern [í 8-liða úrslitum]. Ég er enn að vinna mig inn í liðið og vil auðvitað eiga stóran þátt í að vinna þessa leiki.“ „Leyfði henni að sjá um þetta“ Þannig var það í gær en það var hin hávaxna Wendie Renard sem skoraði sigurmarkið á 67. mínútu. Sara var reyndar sjálf tilbúin að skalla boltann í markið: „Ég leyfði henni að sjá um þetta,“ segir Sara létt. „Hún er náttúrulega rosaleg í teignum og gerði þetta mjög vel. Ég var tilbúin að skalla boltann líka en ég er svekkt að hafa ekki skorað úr færi sem ég fékk í fyrri hálfleiknum,“ bætir hún við. Wendie Renard skallar og skorar sigurmarkið, en Sara Björk Gunnarsdóttir var einnig tilbúin að setja höfuðið í boltann.VÍSIR/GETTY Nokkrum sekúndum fyrir markið hafði Grace Geyoro í liði PSG fengið rautt spjald. Aftur varð jafnt í liðum þegar Nakita Parris fékk rautt spjald á 75. mínútu, en Sara og stöllur hennar héldu út. „Þetta var hörkuleikur og að mínu mati okkar besti leikur í nokkurn tíma. Við tókum yfir leikinn á köflum og svo kom rauða spjaldið og markið, en við fáum svo líka rautt spjald. Þó að við vildum reyna að spila boltanum í lokin þá endaði þetta mikið í löngum sendingum, en þetta hafðist,“ segir Sara. Allir leikirnir frá og með 8-liða úrslitum hafa farið fram á Spáni, nú í ágúst þar sem að fresta varð leikjunum vegna kórónuveirufaraldursins. Það er ástæða þess að Sara lýkur keppninni í öðru liði en hún hóf hana með. Vegna faraldursins eru kringumstæðurnar talsvert aðrar núna en þegar Sara lék með Wolfsburg í úrslitaleiknum gegn Lyon fyrir tveimur árum, í Kiev. „Þetta er auðvitað svolítið sérstakt. Það er sprittað undir skóna okkar, við erum testaðar fyrir veirunni annan hvern dag og þurfum alltaf að vera með pappíra á okkur til að sýna að við séum ekki með smit. Svo er auðvitað sérstakt að hafa enga áhorfendur og svona, en það er bara gott að geta spilað.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 26. ágúst 2020 19:53 Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. 26. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira
Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 26. ágúst 2020 19:53
Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. 26. ágúst 2020 11:00