Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 08:30 Lionel Messi faðmar Pep Guardiola í einum af lokaleikjum þeirra saman hjá Barcelona. Getty/David Ramos Lionel Messi vill komast frá Barcelona og það er margt sem bendir til þess að leið hans gæti legið norður til Manchester borgar til að spila með liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur fylgst mjög vel með máli Lionel Messi og slær því upp að Lionel Messi hafi talað við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, í síma í síðustu viku. Messi kom mjög mörgum á óvart með því að láta Barcelona vita af því í gær að hann vildi komast frá félaginu þrátt fyrir að vera með samning til ársins 2021. Guardiola and Messi spoke on the phone last week to discuss the possibility of Messi making a move to Man City this summer, sources have told @moillorens and @RodrigoFaez. https://t.co/yvKZmkIGEz— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2020 Svar Barcelona var að biðja Messi um að vera áfram hjá félaginu þar sem hann hefur spilað undanfarin tuttugu ár, fyrst með yngri liðum félagsins og svo sem lykilmaður aðalliðsins í fimmtán ár. ESPN hafði áður sagt frá því að Manchester City væri að finna það út hvort félagið gæti samið við Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Manchester City hefur hingað til álitið slíkt ómögulegt en eftir umrætt símtal Messi og Guardiola þá er meiri bjartsýni á að þetta gæti orðið að veruleika. .@ManCity. @Inter. @PSG_insideWhere will Messi be taking his talents? pic.twitter.com/QMiukp2Czm— ESPN (@espn) August 26, 2020 Lionel Messi varð 33 ára gamall í sumar en hann hefur unnið allt í boði með Barcelona og slegið öll helstu met félagsins. Messi skoraði 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu og var bæði með 25 mörk og 21 stoðsendingu í deildinni. Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið færi titlalaust í gegnum tímabilið. Áfallið kom þó í lokaleik tímabilsins þegar Barcelona tapaði 8-2 á móti verðandi Evrópumeisturum Bayern München og þar sem Lionel Messi leit út eins og niðurbrotinn maður. Where to next for Lionel Messi? pic.twitter.com/MYchvNfnMA— Match of the Day (@BBCMOTD) August 26, 2020 Það eru auðvitað mörg félög sem vilja fá Lionel Messi til sín en hér skipti örugglega miklu máli hversu vel hann þekkir Pep Guardiola frá tíma þeirra saman hjá Barcelona og hversu fjársterkt félag Manchester City er. Það eru því mestar líkur á því að við sjáum Lionel Messi í búningi Manchester City á komandi tímabili fari hann yfir höfuð frá Barcelona. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Lionel Messi vill komast frá Barcelona og það er margt sem bendir til þess að leið hans gæti legið norður til Manchester borgar til að spila með liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur fylgst mjög vel með máli Lionel Messi og slær því upp að Lionel Messi hafi talað við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, í síma í síðustu viku. Messi kom mjög mörgum á óvart með því að láta Barcelona vita af því í gær að hann vildi komast frá félaginu þrátt fyrir að vera með samning til ársins 2021. Guardiola and Messi spoke on the phone last week to discuss the possibility of Messi making a move to Man City this summer, sources have told @moillorens and @RodrigoFaez. https://t.co/yvKZmkIGEz— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2020 Svar Barcelona var að biðja Messi um að vera áfram hjá félaginu þar sem hann hefur spilað undanfarin tuttugu ár, fyrst með yngri liðum félagsins og svo sem lykilmaður aðalliðsins í fimmtán ár. ESPN hafði áður sagt frá því að Manchester City væri að finna það út hvort félagið gæti samið við Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Manchester City hefur hingað til álitið slíkt ómögulegt en eftir umrætt símtal Messi og Guardiola þá er meiri bjartsýni á að þetta gæti orðið að veruleika. .@ManCity. @Inter. @PSG_insideWhere will Messi be taking his talents? pic.twitter.com/QMiukp2Czm— ESPN (@espn) August 26, 2020 Lionel Messi varð 33 ára gamall í sumar en hann hefur unnið allt í boði með Barcelona og slegið öll helstu met félagsins. Messi skoraði 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu og var bæði með 25 mörk og 21 stoðsendingu í deildinni. Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið færi titlalaust í gegnum tímabilið. Áfallið kom þó í lokaleik tímabilsins þegar Barcelona tapaði 8-2 á móti verðandi Evrópumeisturum Bayern München og þar sem Lionel Messi leit út eins og niðurbrotinn maður. Where to next for Lionel Messi? pic.twitter.com/MYchvNfnMA— Match of the Day (@BBCMOTD) August 26, 2020 Það eru auðvitað mörg félög sem vilja fá Lionel Messi til sín en hér skipti örugglega miklu máli hversu vel hann þekkir Pep Guardiola frá tíma þeirra saman hjá Barcelona og hversu fjársterkt félag Manchester City er. Það eru því mestar líkur á því að við sjáum Lionel Messi í búningi Manchester City á komandi tímabili fari hann yfir höfuð frá Barcelona.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira