Vilja 10 milljóna sekt fyrir okur á hættustundu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:11 Inga Sæland formaður Flokks Fólksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Guðmundur Ingi Kristjánsson þingmaður flokksins er meðflutningsmaður. Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins vill að ríkisslögreglustjóra verði gefin heimild til að ákveða hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á vörum, fari svo að eftirspurn á þeim aukist verulega eða framboð þeirra dragist saman vegna hættuástands. Flokkurinn leggur jafnframt til að hver sá sem á „hættustundu okrar á neytendum í viðskiptum með nauðsynjavörum“ skuli sektaður um allt að 10 milljónir króna eða sæta fangelsi í þrjá mánuði. Í greinargerð með lagafrumvarpi flokksins er dæmi tekið af yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Dæmi séu um að verð á sóttvarnavörum, grímum, sótthreinsispritti og fleiru hafi hækkað verulega - „og að óprúttnir aðilar hafi hamstrað til sín slíkar vörur á fyrri stigum faraldursins í gróðavon.“ Það sé hins vegar ótækt að mati flokksins að efnaminna fólk geti ekki fylgt sóttvarnareglum vegna verðhækkana á nauðsynlegum sóttvarnabúnaði. Þess vegna kveður lagafrumvarpi þeirra Ingu Sæland og Guðmundar Inga Kristjánssonar jafnframt á um að tryggja öllum aðgang að sóttvarnabúnaði sem talinn er nauðsynlegur til þess að framfylgja sóttvarnalögum. „Þannig vaknar jákvæð skylda hjá hinu opinbera til að tryggja aðgang að þeim vörum sem almenningur þarf að nota til að ná fram áhrifum sóttvarnaaðgerða,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Ríkislögreglustjóri velji vörurnar Hið opinbera hefur þegar heimild í almannavarnalögum til að hlutast til um sölu og dreifingu á því sem teljast nauðsynjar. Flokkur fólksins telur heimildina barn síns tíma og óskýra, eðlilegra sé að beina spjótum að einkareknum fyrirtækjum frekar en að hið opinbera gefi út fyrirmæli sem komi í veg fyrir okur. Flokkurinn leggur þannig til að ríkislögreglustjóra verði veitt sérstök heimild „til að koma í veg fyrir okur á tilteknum vörum á tímum hættuástands þegar eftirspurn eftir þeim vörum eykst til muna eða verulega dregur úr framboði.“ Ríkislögreglustjóri ákveði jafnframt sjálfur hvaða vörur um ræðir. Til þess að tryggja „bann við okri,“ ýmist með því að hækka söluverð eða álagningu, telur flokkurinn nauðsynlegt að taka upp refsingar sem hafa fælingarmátt. Leggur hann því til að sett verði í lög um almannavarnir sektarákvæði og að sektir vegna brots geti numið allt að 10 milljónum króna. Okur verði jafnframt skilgreint sem „hækkun á vöruverði án málefnalegra ástæðna eða aðeins vegna þess að eftirspurn hefur aukist.“ Lagafrumvarp Flokks fólksins, sem felur í sér breytingar á lögum um almannavarnir, sóttvarnir og hegningarlögum, má nálgast hér. Almannavarnir Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Flokkur fólksins vill að ríkisslögreglustjóra verði gefin heimild til að ákveða hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á vörum, fari svo að eftirspurn á þeim aukist verulega eða framboð þeirra dragist saman vegna hættuástands. Flokkurinn leggur jafnframt til að hver sá sem á „hættustundu okrar á neytendum í viðskiptum með nauðsynjavörum“ skuli sektaður um allt að 10 milljónir króna eða sæta fangelsi í þrjá mánuði. Í greinargerð með lagafrumvarpi flokksins er dæmi tekið af yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Dæmi séu um að verð á sóttvarnavörum, grímum, sótthreinsispritti og fleiru hafi hækkað verulega - „og að óprúttnir aðilar hafi hamstrað til sín slíkar vörur á fyrri stigum faraldursins í gróðavon.“ Það sé hins vegar ótækt að mati flokksins að efnaminna fólk geti ekki fylgt sóttvarnareglum vegna verðhækkana á nauðsynlegum sóttvarnabúnaði. Þess vegna kveður lagafrumvarpi þeirra Ingu Sæland og Guðmundar Inga Kristjánssonar jafnframt á um að tryggja öllum aðgang að sóttvarnabúnaði sem talinn er nauðsynlegur til þess að framfylgja sóttvarnalögum. „Þannig vaknar jákvæð skylda hjá hinu opinbera til að tryggja aðgang að þeim vörum sem almenningur þarf að nota til að ná fram áhrifum sóttvarnaaðgerða,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Ríkislögreglustjóri velji vörurnar Hið opinbera hefur þegar heimild í almannavarnalögum til að hlutast til um sölu og dreifingu á því sem teljast nauðsynjar. Flokkur fólksins telur heimildina barn síns tíma og óskýra, eðlilegra sé að beina spjótum að einkareknum fyrirtækjum frekar en að hið opinbera gefi út fyrirmæli sem komi í veg fyrir okur. Flokkurinn leggur þannig til að ríkislögreglustjóra verði veitt sérstök heimild „til að koma í veg fyrir okur á tilteknum vörum á tímum hættuástands þegar eftirspurn eftir þeim vörum eykst til muna eða verulega dregur úr framboði.“ Ríkislögreglustjóri ákveði jafnframt sjálfur hvaða vörur um ræðir. Til þess að tryggja „bann við okri,“ ýmist með því að hækka söluverð eða álagningu, telur flokkurinn nauðsynlegt að taka upp refsingar sem hafa fælingarmátt. Leggur hann því til að sett verði í lög um almannavarnir sektarákvæði og að sektir vegna brots geti numið allt að 10 milljónum króna. Okur verði jafnframt skilgreint sem „hækkun á vöruverði án málefnalegra ástæðna eða aðeins vegna þess að eftirspurn hefur aukist.“ Lagafrumvarp Flokks fólksins, sem felur í sér breytingar á lögum um almannavarnir, sóttvarnir og hegningarlögum, má nálgast hér.
Almannavarnir Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira