Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 22:40 Jacob Blake eldri hefur gagnrýnt lögreglu harðlega. Hann segir óskiljanlegt að lögregla hafi skotið son sinn fyrir framan fjölskyldu hans. Vísir/Getty Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna lögregla hafði afskipti af Blake en myndbönd af vettvangi sýna lögreglumann grípa í hann og hleypa af skotum. Mótmæli hafa brotist út vegna atviksins og var þjóðvarðliðið kallað út. Á vef AP fréttaveitunnar er haft eftir lögmanni Blake að mænan hafi farið í sundur og skemmdir hafi orðið á einhverjum líffærum. Blake var í aðgerð þegar rætt var við lögmanninn. „Það þarf kraftaverk svo Jacob Blake Jr. geti gengið aftur,“ sagði Ben Crump lögmaður Blake. Að sögn Crump mun Blake leita réttar síns vegna skotárásarinnar. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis hafa kallað eftir breytingum vegna málsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, sagði kerfið vera gallað og lögin fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Faðir Blake, Jacob Blake eldri, hefur gagnrýnt lögregluna harðlega og furðar sig á því að lögreglumaðurinn hafi skotið son sinn fyrir framan fjölskylduna. Blake er þriggja barna faðir og eru börnin sögð hafa orðið vitni að því þegar faðir þeirra var skotinn. „Þeir skutu son minn sjö sinnum, eins og hann skipti ekki máli. En sonur minn skiptir máli. Hann er manneskja og skiptir máli.“ Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur verið kallað út í Wisconsin eftir að mótmælum brutust út eftir svartur maður var í enn eitt skiptið skotinn af lögreglumönnum. 24. ágúst 2020 23:38 Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha. 24. ágúst 2020 08:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna lögregla hafði afskipti af Blake en myndbönd af vettvangi sýna lögreglumann grípa í hann og hleypa af skotum. Mótmæli hafa brotist út vegna atviksins og var þjóðvarðliðið kallað út. Á vef AP fréttaveitunnar er haft eftir lögmanni Blake að mænan hafi farið í sundur og skemmdir hafi orðið á einhverjum líffærum. Blake var í aðgerð þegar rætt var við lögmanninn. „Það þarf kraftaverk svo Jacob Blake Jr. geti gengið aftur,“ sagði Ben Crump lögmaður Blake. Að sögn Crump mun Blake leita réttar síns vegna skotárásarinnar. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis hafa kallað eftir breytingum vegna málsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, sagði kerfið vera gallað og lögin fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Faðir Blake, Jacob Blake eldri, hefur gagnrýnt lögregluna harðlega og furðar sig á því að lögreglumaðurinn hafi skotið son sinn fyrir framan fjölskylduna. Blake er þriggja barna faðir og eru börnin sögð hafa orðið vitni að því þegar faðir þeirra var skotinn. „Þeir skutu son minn sjö sinnum, eins og hann skipti ekki máli. En sonur minn skiptir máli. Hann er manneskja og skiptir máli.“
Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur verið kallað út í Wisconsin eftir að mótmælum brutust út eftir svartur maður var í enn eitt skiptið skotinn af lögreglumönnum. 24. ágúst 2020 23:38 Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha. 24. ágúst 2020 08:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16
Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur verið kallað út í Wisconsin eftir að mótmælum brutust út eftir svartur maður var í enn eitt skiptið skotinn af lögreglumönnum. 24. ágúst 2020 23:38
Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha. 24. ágúst 2020 08:04