Myndi ekki líta svo á að maðurinn í Hong Kong hafi sýkst öðru sinni Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2020 13:30 Magnús Gottfreðsson segist ekki líta svo á að maðurinn hafi sýkst aftur af kórónuveirunni þó að hana hafi verið að finna í nefkoki. Vísir/Sigurjón Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kong. „Bæði hvort að þetta sé yfirhöfuð rétt greining og hvort það hafi tekist að staðfesta þetta með óyggjandi hætti. Að það sé ekki einhver víxlun á sýnum eða eitthvað slíkt sem kann að hafa átt sér stað," segir Magnús í samtali við Vísi. Þá segir hann það miklu skipta þegar fregnirnar eru skoðaðar að maðurinn hafi verið einkennalaus en New York Times greindi frá því að maðurinn, sem er á fertugsaldri, hafi upphaflega sýkst í vor og sýndi þá lítil einkenni en engin nú í seinna skiptið þegar veiran fannst í sýni. „Auðvitað vaknar spurningin hver er þýðing þessarar niðurstöðu. Að þú finnir erfðaefni af veiru, einhverja búta þess án klínískra einkenna og veikinda hjá viðkomandi. Það vekur spurningar um hvað þetta geti sagt manni. Í mínum huga segir þetta manni lítið sem ekkert," segir Magnús. „Í versta falli getur þetta orðið til þess að vekja óþarfa áhyggjur hjá fólki að það geti fengið alvarlegan sjúkdóm endurtekið,“ segir Magnús og bætir við að þetta staka tilfelli segi það ekki. „Þvert á móti fékk maðurinn mjög væg einkenni þegar hann veiktist fyrst og engin einkenni í seinna skiptið.“ Magnús segir það almennt gilda í smitsjúkdómafræðunum að fólk smitist ekki aftur þannig að í versta falli sé um að ræða mjög sjaldgæfa undantekningu. New York Times ræddi við ónæmisfræðing hjá Yale háskólanum, Akiko Iwasaki, og sagði hún að niðurstöðurnar sýndu skólabókardæmi um virkni ónæmiskerfisins. Þó að ekki hafi verið komið í veg fyrir að veiran finnist í líkama mannsins hafi það komið í veg fyrir sjúkdóminn sem henni gæti fylgt. Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Maðurinn sem um ræðir var nýkominn úr ferðalagi og segir Magnús það vel geta verið að hann hafi komist í tæri við veiruna á ferðalaginu. Þó hún finnist í nefkoki líti hann ekki á að um endursýkingu sé að ræða. „Ég myndi einmitt alls ekki líta svo á að hann sé að sýkjast í annað skiptið, veiran finnst á yfirborði slímhúðar í nefkoki en maðurinn er hraustur og það er þá væntanlega vegna þess að hann hefur ágætis ónæmissvar frá fyrri sýkingu. Þetta er kallað sýklun, þegar fólk fær örverur á slímhúðaryfirborð en þessir sýklar eru ekki til vandræða og valda ekki sjúkdómi né einkennum." Hægt sé að finna óvæntustu sýkla og örverur á yfirborði slímhúðar ef grannt er leitað. Slíkt sé þekkt í fræðunum. „Lykilatriði í þessu er að maðurinn veiktist ekki neitt og það er það sem málið snýst um. Okkar eltingaleikur við þessa veiru snýst um það að koma í veg fyrir veikindi og dauðsföll," sagði Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir í samtali við Vísi. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kong. „Bæði hvort að þetta sé yfirhöfuð rétt greining og hvort það hafi tekist að staðfesta þetta með óyggjandi hætti. Að það sé ekki einhver víxlun á sýnum eða eitthvað slíkt sem kann að hafa átt sér stað," segir Magnús í samtali við Vísi. Þá segir hann það miklu skipta þegar fregnirnar eru skoðaðar að maðurinn hafi verið einkennalaus en New York Times greindi frá því að maðurinn, sem er á fertugsaldri, hafi upphaflega sýkst í vor og sýndi þá lítil einkenni en engin nú í seinna skiptið þegar veiran fannst í sýni. „Auðvitað vaknar spurningin hver er þýðing þessarar niðurstöðu. Að þú finnir erfðaefni af veiru, einhverja búta þess án klínískra einkenna og veikinda hjá viðkomandi. Það vekur spurningar um hvað þetta geti sagt manni. Í mínum huga segir þetta manni lítið sem ekkert," segir Magnús. „Í versta falli getur þetta orðið til þess að vekja óþarfa áhyggjur hjá fólki að það geti fengið alvarlegan sjúkdóm endurtekið,“ segir Magnús og bætir við að þetta staka tilfelli segi það ekki. „Þvert á móti fékk maðurinn mjög væg einkenni þegar hann veiktist fyrst og engin einkenni í seinna skiptið.“ Magnús segir það almennt gilda í smitsjúkdómafræðunum að fólk smitist ekki aftur þannig að í versta falli sé um að ræða mjög sjaldgæfa undantekningu. New York Times ræddi við ónæmisfræðing hjá Yale háskólanum, Akiko Iwasaki, og sagði hún að niðurstöðurnar sýndu skólabókardæmi um virkni ónæmiskerfisins. Þó að ekki hafi verið komið í veg fyrir að veiran finnist í líkama mannsins hafi það komið í veg fyrir sjúkdóminn sem henni gæti fylgt. Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Maðurinn sem um ræðir var nýkominn úr ferðalagi og segir Magnús það vel geta verið að hann hafi komist í tæri við veiruna á ferðalaginu. Þó hún finnist í nefkoki líti hann ekki á að um endursýkingu sé að ræða. „Ég myndi einmitt alls ekki líta svo á að hann sé að sýkjast í annað skiptið, veiran finnst á yfirborði slímhúðar í nefkoki en maðurinn er hraustur og það er þá væntanlega vegna þess að hann hefur ágætis ónæmissvar frá fyrri sýkingu. Þetta er kallað sýklun, þegar fólk fær örverur á slímhúðaryfirborð en þessir sýklar eru ekki til vandræða og valda ekki sjúkdómi né einkennum." Hægt sé að finna óvæntustu sýkla og örverur á yfirborði slímhúðar ef grannt er leitað. Slíkt sé þekkt í fræðunum. „Lykilatriði í þessu er að maðurinn veiktist ekki neitt og það er það sem málið snýst um. Okkar eltingaleikur við þessa veiru snýst um það að koma í veg fyrir veikindi og dauðsföll," sagði Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir í samtali við Vísi.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira