Hornfirðingar ætla að spýta í vegna ástandsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2020 12:15 Engin kemur að Jökulsárlóni lengur og búið er að loka nánast öllum hótelum á Höfn í Hornafirði og í sveitunum þar í kring vegna kórónaveirunnar. Fiskvinnsla gengur hins vegar vel á staðnum og sveitarfélagið ætlar að efla vinnuskólann í sumar. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar. Átta einstaklingar á staðnum hafa smitast af veirunni. Ferðaþjónusta hefur verið mjög öflug atvinnugreina í Sveitarfélaginu Hornafirði en nú er ekkert að frétta af þeim vettvangi. „Við erum verulega háð ferðaþjónustu en nú hefur algjörlega skrúfast fyrir hana á núll einni eins og svo sem annars staðar. Það eru nú þegar nokkur hótel búin að loka alveg. Við erum með um 2.500 gistirými í sveitarfélaginu og ofan á 2.400 manna íbúafjölda þannig að það hefur gríðarleg áhrif á rekstur þessara fyrirtækja að geta ekki haldið áfram starfsemi“, segir Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Matthildur segir að nú komi nánast engin á einn fjölmennasta ferðamannastað landsins, Jökulsárlón vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er bara súrrealískt, maður áttar sig núna á hvað ferðamennirnir hafa verið fjölmennir hjá okkur og svo er allt í einu klippt á strenginn og það er ekkert eftir, þetta er mjög skrýtið ástand“, segir Matthildur. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar, ekki síst í sambandi við ferðaþjónustu.Sveitarfélagið Hornafjörður.Þrátt fyrir ástandið segir bæjarstjórinn að sveitarfélagið ætli að reyna að spýta í hvað varðar verkefni þannig að þeir sem hafa misst vinnuna geti fengið eitthvað að gera. „Já, við erum með í skoðun að skipuleggja vinnuskólann með markvissari hætti heldur en hefur verið undanfarin ár. Það hefur verið mjög lítil aðsókn í vinnuskólann undanfarin ár, bara ungir krakkar en við erum að reyna að týna saman verkefni, sem hægt er að fara í núna þetta ár þannig að við getum boðið fleiri vinnu við það“. Þá sé líka verið að skoða markaðssetningu tengt ferðaþjónustu í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands. Á Höfn eru nokkur öflug fiskvinnslufyrirtæki, þar gengur vel. „Já, þær fréttir sem ég heyri núna er að það er ágætis fisksala sem stendur en það mun reyna á þegar humarvertíðin hefst og svo erum við auðvitað líka að glíma við loðnubrest hér sem annars staðar“, segir Matthildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hornafjörður Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Engin kemur að Jökulsárlóni lengur og búið er að loka nánast öllum hótelum á Höfn í Hornafirði og í sveitunum þar í kring vegna kórónaveirunnar. Fiskvinnsla gengur hins vegar vel á staðnum og sveitarfélagið ætlar að efla vinnuskólann í sumar. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar. Átta einstaklingar á staðnum hafa smitast af veirunni. Ferðaþjónusta hefur verið mjög öflug atvinnugreina í Sveitarfélaginu Hornafirði en nú er ekkert að frétta af þeim vettvangi. „Við erum verulega háð ferðaþjónustu en nú hefur algjörlega skrúfast fyrir hana á núll einni eins og svo sem annars staðar. Það eru nú þegar nokkur hótel búin að loka alveg. Við erum með um 2.500 gistirými í sveitarfélaginu og ofan á 2.400 manna íbúafjölda þannig að það hefur gríðarleg áhrif á rekstur þessara fyrirtækja að geta ekki haldið áfram starfsemi“, segir Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Matthildur segir að nú komi nánast engin á einn fjölmennasta ferðamannastað landsins, Jökulsárlón vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er bara súrrealískt, maður áttar sig núna á hvað ferðamennirnir hafa verið fjölmennir hjá okkur og svo er allt í einu klippt á strenginn og það er ekkert eftir, þetta er mjög skrýtið ástand“, segir Matthildur. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar, ekki síst í sambandi við ferðaþjónustu.Sveitarfélagið Hornafjörður.Þrátt fyrir ástandið segir bæjarstjórinn að sveitarfélagið ætli að reyna að spýta í hvað varðar verkefni þannig að þeir sem hafa misst vinnuna geti fengið eitthvað að gera. „Já, við erum með í skoðun að skipuleggja vinnuskólann með markvissari hætti heldur en hefur verið undanfarin ár. Það hefur verið mjög lítil aðsókn í vinnuskólann undanfarin ár, bara ungir krakkar en við erum að reyna að týna saman verkefni, sem hægt er að fara í núna þetta ár þannig að við getum boðið fleiri vinnu við það“. Þá sé líka verið að skoða markaðssetningu tengt ferðaþjónustu í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands. Á Höfn eru nokkur öflug fiskvinnslufyrirtæki, þar gengur vel. „Já, þær fréttir sem ég heyri núna er að það er ágætis fisksala sem stendur en það mun reyna á þegar humarvertíðin hefst og svo erum við auðvitað líka að glíma við loðnubrest hér sem annars staðar“, segir Matthildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hornafjörður Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira