Stórir birtingar í Eyjafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 18. apríl 2020 10:01 Flottur birtingur úr Eyjafjarðará hjá félögunum í VÆS fly fishing. Mynd birt með leyfi Veiðitorgs. Það er víðar verið að veiða sjóbirting á landinu heldur en á suðurlandi og það eru fínar veiðitölur að berast til dæmis úr Eyjafjarðará. Það verður að segjast eins og er að Eyjafjarðará hefur síðustu ár ekki verið þekkt fyrir það að gefa hvorki mikið af sjóbirting, hvað þá vænum, en það er breytast. Veiðisöluvefurinn Veiðitorg setti inn færslu með myndum af aflabrögðum félaga í VÆS fly fishing og það er óhætt að segja að þetta sé flott veiði hjá þeim félögum. Þeir smelltu sér í blíðunni á svæði 3 í Eyjajarðará og lönduðu 13 fiskum sem voru 92, 86, 78 og 74 cm voru þeir stærstu. Það hefur verið stígandi í sjóbirtingsveiðinni í ánni með auknum sleppingum á fiskum og það sama er að gerast þar og á öðrum veiðislóðum þar sem Veitt og Sleppt er tekið upp, fiskurinn bara stækkar og stofninn styrkist. Eyjafjarðará hefur í gegnum tíðina verið betur þekkt sem sjóbleikjuá en þessi nýja hlið sem hún er að sýna sem afbragðs veiðisvæði í sjóbirting eykur veiðiflóru norðanmanna svo um munar. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Lönduðu 43 löxum og misstu líklega 50 í Þverá í Borgarfirði Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði
Það er víðar verið að veiða sjóbirting á landinu heldur en á suðurlandi og það eru fínar veiðitölur að berast til dæmis úr Eyjafjarðará. Það verður að segjast eins og er að Eyjafjarðará hefur síðustu ár ekki verið þekkt fyrir það að gefa hvorki mikið af sjóbirting, hvað þá vænum, en það er breytast. Veiðisöluvefurinn Veiðitorg setti inn færslu með myndum af aflabrögðum félaga í VÆS fly fishing og það er óhætt að segja að þetta sé flott veiði hjá þeim félögum. Þeir smelltu sér í blíðunni á svæði 3 í Eyjajarðará og lönduðu 13 fiskum sem voru 92, 86, 78 og 74 cm voru þeir stærstu. Það hefur verið stígandi í sjóbirtingsveiðinni í ánni með auknum sleppingum á fiskum og það sama er að gerast þar og á öðrum veiðislóðum þar sem Veitt og Sleppt er tekið upp, fiskurinn bara stækkar og stofninn styrkist. Eyjafjarðará hefur í gegnum tíðina verið betur þekkt sem sjóbleikjuá en þessi nýja hlið sem hún er að sýna sem afbragðs veiðisvæði í sjóbirting eykur veiðiflóru norðanmanna svo um munar.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Lönduðu 43 löxum og misstu líklega 50 í Þverá í Borgarfirði Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði