Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 18. apríl 2020 11:00 Bleikjan er farin a´taka í Vífilstaðavatni. Mynd úr safni Vífilstaðavatn er mjög þægilegur áningarstaður fyrir veiðimenn á höfuðborgarsvæðinu og það eru margir sem skjótast þangað í smá stund seinni part dags eftir vinnu. Eins og í mörgum vötnum er veiðin best snemma á morgnana og á kvöldin og það gera sér nefnilega nokkur margir stundum ferð í vatnið eftir vinnu til að veiða seinni partinn sem er oft bestur. Það verður kannski seint sagt að það sé einhver mokveiði í vatninu en þeir hörðustu sem þekkja vatnið eru engu að síður yfirleitt að fá eina eða tvær bleikjur þegar það er kíkt í vatnið. Það gefur langsamlega best að vera með litlar flugur og veiða þetta grunna vatn við botninn á þessum árstíma. Þegar það fer svo aðeins að vota og púpan fer að klekjast þá fara yfirborðsflugur að gefa líka. Þarna þarf að vaða aðeins út í, nota langa og granna tauma, leyfa flugunni að sökkva og draga löturhægt inn. Litlar dökkar flugur eru yfirleitt að gefa vel eins og Svartur Taylor, Mobuto, Killer og Alma Rún eða sambærilegar flugur í stærðum 14-16#. Svo styttist í að Elliðavatn opni en ísinn er að hverfa mjög hratt af vatninu sem verður vonandi íslaust fyrir fyrsta veiðidag á sumardaginn fyrsta. Stangveiði Mest lesið Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Ólögleg veiðarfæri í laxveiði Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði Kvennadeild SVFR heldur skemmtikvöld Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Nokkur góð ráð fyrir vatnaveiði að vori Veiði Nýr heilræðabæklingur um vatnaveiði Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði
Vífilstaðavatn er mjög þægilegur áningarstaður fyrir veiðimenn á höfuðborgarsvæðinu og það eru margir sem skjótast þangað í smá stund seinni part dags eftir vinnu. Eins og í mörgum vötnum er veiðin best snemma á morgnana og á kvöldin og það gera sér nefnilega nokkur margir stundum ferð í vatnið eftir vinnu til að veiða seinni partinn sem er oft bestur. Það verður kannski seint sagt að það sé einhver mokveiði í vatninu en þeir hörðustu sem þekkja vatnið eru engu að síður yfirleitt að fá eina eða tvær bleikjur þegar það er kíkt í vatnið. Það gefur langsamlega best að vera með litlar flugur og veiða þetta grunna vatn við botninn á þessum árstíma. Þegar það fer svo aðeins að vota og púpan fer að klekjast þá fara yfirborðsflugur að gefa líka. Þarna þarf að vaða aðeins út í, nota langa og granna tauma, leyfa flugunni að sökkva og draga löturhægt inn. Litlar dökkar flugur eru yfirleitt að gefa vel eins og Svartur Taylor, Mobuto, Killer og Alma Rún eða sambærilegar flugur í stærðum 14-16#. Svo styttist í að Elliðavatn opni en ísinn er að hverfa mjög hratt af vatninu sem verður vonandi íslaust fyrir fyrsta veiðidag á sumardaginn fyrsta.
Stangveiði Mest lesið Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Ólögleg veiðarfæri í laxveiði Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði Kvennadeild SVFR heldur skemmtikvöld Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Nokkur góð ráð fyrir vatnaveiði að vori Veiði Nýr heilræðabæklingur um vatnaveiði Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði