Vann sitt fyrsta risamót ári eftir að hún íhugaði að hætta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 22:00 Popov gat verið sátt með árangur helgarinnar. Jan Kruger/Getty Images Þegar Opna breska meistaramótið í golfi hófst á Royal Troon-vellinum í Skotlandi var Sophia Popov í 304. sæti heimslista kvenna. Hin 27 ára gamla Popov var aldrei talin líkleg til að landa sigri á mótinu og það sem meira er, hún var nærri hætt að slá golfkúlur fyrir aðeins ári síðan. Snemma á síðasta ári greindist Popov með Lyme-sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur hita, höfuðverk, útbrotum og þreytu. Stuttu áður hafði Popov aðeins verið höggi frá því að tryggja sér sæti á LPGA-mótaröðinni. Þarna breyttist allt á örskömmum tíma. „Ég er fegin að ég hafi komist í gegnum þetta allt saman. Ég vissi að ég gæti þetta og ég er glöð að ég gafst aldrei up. Ég var nærri hætt að spila fyrir ári síðan, guð sé lof að ég gerði það ekki,“ sagði Popov eftir sigur helgarinnar. Remember her name Sophia Popov is a Major Champion! #AIGWO | @AIGWomensOpen pic.twitter.com/hAXYDtdZnJ— LPGA (@LPGA) August 23, 2020 Þegar LPGA-mótaröðin hófst að nýju eftir fimm mánaða hlé þá var Popov mætt á svæðið en þó ekki sem kylfingur. Hún var kylfuberi fyrir Anne van Dam en þær eru vinkonur. Segja má svo að kórónufaraldurinn hafi hjálpað Popov að komast í hæstu hæðir. Sökum dræmrar þátttöku á Marathon Classic-mótinu í Toledo í Kanada í byrjun ágúst fékk Popov að taka þátt. Hún lauk leik í 9. sæti og fékk í kjölfarið þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Þar gerði hún sér svo lítið fyrir og vann mótið. Þar með hefur hún tryggt sér keppnisrétt á LPGA- sem og evrópsku mótaröðinni næstu árin. Today I woke up a major champion. I still can t believe what happened yesterday. A single week that turned my life upside down (in a good way). Massive thank you to @aiginsurance , @therandagolf and @royaltroongc for hosting an incredible @aigwomensopen. #whatjusthappened pic.twitter.com/Coge6ZAohU— Sophia Popov (@SophiaCPopov) August 24, 2020 Golf Opna breska Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
Þegar Opna breska meistaramótið í golfi hófst á Royal Troon-vellinum í Skotlandi var Sophia Popov í 304. sæti heimslista kvenna. Hin 27 ára gamla Popov var aldrei talin líkleg til að landa sigri á mótinu og það sem meira er, hún var nærri hætt að slá golfkúlur fyrir aðeins ári síðan. Snemma á síðasta ári greindist Popov með Lyme-sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur hita, höfuðverk, útbrotum og þreytu. Stuttu áður hafði Popov aðeins verið höggi frá því að tryggja sér sæti á LPGA-mótaröðinni. Þarna breyttist allt á örskömmum tíma. „Ég er fegin að ég hafi komist í gegnum þetta allt saman. Ég vissi að ég gæti þetta og ég er glöð að ég gafst aldrei up. Ég var nærri hætt að spila fyrir ári síðan, guð sé lof að ég gerði það ekki,“ sagði Popov eftir sigur helgarinnar. Remember her name Sophia Popov is a Major Champion! #AIGWO | @AIGWomensOpen pic.twitter.com/hAXYDtdZnJ— LPGA (@LPGA) August 23, 2020 Þegar LPGA-mótaröðin hófst að nýju eftir fimm mánaða hlé þá var Popov mætt á svæðið en þó ekki sem kylfingur. Hún var kylfuberi fyrir Anne van Dam en þær eru vinkonur. Segja má svo að kórónufaraldurinn hafi hjálpað Popov að komast í hæstu hæðir. Sökum dræmrar þátttöku á Marathon Classic-mótinu í Toledo í Kanada í byrjun ágúst fékk Popov að taka þátt. Hún lauk leik í 9. sæti og fékk í kjölfarið þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Þar gerði hún sér svo lítið fyrir og vann mótið. Þar með hefur hún tryggt sér keppnisrétt á LPGA- sem og evrópsku mótaröðinni næstu árin. Today I woke up a major champion. I still can t believe what happened yesterday. A single week that turned my life upside down (in a good way). Massive thank you to @aiginsurance , @therandagolf and @royaltroongc for hosting an incredible @aigwomensopen. #whatjusthappened pic.twitter.com/Coge6ZAohU— Sophia Popov (@SophiaCPopov) August 24, 2020
Golf Opna breska Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira