Veiða djúpt í köldu vatni Karl Lúðvíksson skrifar 1. apríl 2020 11:00 Í köldu vatni er best að veiða djúpt með sökklínum og sökkenda. Það er mjög krefjandi að standa við ár og vötn á fyrstu dögum tímabilsins en það er samt hægt að gera fína veiði ef rétt að staðið að hlutunum. Þegar vatnið er kalt eins og núna þá er fiskurinn yfirleitt ekki á mikilli hreyfingu og liggur oftar en ekki við botnin eða eins og menn þekkja vel, alveg við bakkann í skjóli frá mesta straumnum. Sjóbirtingur sem dæmi sækir ekki flugur vel á yfirborðið þó það séu alveg dæmi um að hann geri það. Þegar hann liggur við botninn vill hann fá flugurnar til sín og þá þarf að koma þeim þangað. Lykilatriðið er að sökkva flugunum vel og það er yfirleitt gert annað hvort með sökkenda eða heilli sökklínu. Ef vatnið er grynnra er líka oft nóg að lengja í taumnum og nota þyngdar flugur. Þeir sem undirritaður þekkir af góðum aflabrögðum í sjóbirting segja að sama skapi að það þurfi að hafa smá líf í flugunni og það eiga alveg hiklaust að prófa bæði að láta hana reka sem og alla hraða af strippi. Lykilatrðið sé hins vegar alltaf að veiða nógu djúpt. Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði
Það er mjög krefjandi að standa við ár og vötn á fyrstu dögum tímabilsins en það er samt hægt að gera fína veiði ef rétt að staðið að hlutunum. Þegar vatnið er kalt eins og núna þá er fiskurinn yfirleitt ekki á mikilli hreyfingu og liggur oftar en ekki við botnin eða eins og menn þekkja vel, alveg við bakkann í skjóli frá mesta straumnum. Sjóbirtingur sem dæmi sækir ekki flugur vel á yfirborðið þó það séu alveg dæmi um að hann geri það. Þegar hann liggur við botninn vill hann fá flugurnar til sín og þá þarf að koma þeim þangað. Lykilatriðið er að sökkva flugunum vel og það er yfirleitt gert annað hvort með sökkenda eða heilli sökklínu. Ef vatnið er grynnra er líka oft nóg að lengja í taumnum og nota þyngdar flugur. Þeir sem undirritaður þekkir af góðum aflabrögðum í sjóbirting segja að sama skapi að það þurfi að hafa smá líf í flugunni og það eiga alveg hiklaust að prófa bæði að láta hana reka sem og alla hraða af strippi. Lykilatrðið sé hins vegar alltaf að veiða nógu djúpt.
Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði