Bjartsýnin dvínandi fyrir veturinn á Norðurlandi Tryggvi Páll Tryggvason og Andri Eysteinsson skrifa 23. ágúst 2020 23:11 Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin. Það eru blikur á lofti í ferðamannaþjónustunni á Norðurlandi þó að ferðamannasumarið þar hafi verið fram úr björtustu vonum margra rekstraraðila, ekki síst á Akureyri. „Það gerir það að verkum að fólk hjá okkur var mjög bjartsýnt á að það yrði opið í vetur. Síðan kemur auðvitað þessi mikli skellur í síðustu viku að ferðaþjónustunni er hreinlega lokað, skellt í lás og við sjáum bæina tæmast núna,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Ferðaþjónustan á Norðurlandi treystir einmitt mjög á að sumartekjurnar teygi sig inn í haustið svo að hægt sé að fleyta sér í gegnum veturinn sem venjulega er mjög rólegur. „Þessar tekjur sem menn bjuggust þó við að fá í vetur eru farnar svo ég er hrædd um að það þurfi einhverjar björgunaraðgerðir núna eða þá að við sjáum fram á miklar breytingar á ferðaþjónustunni sagði Arnheiður. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Stöð 2 Fjölmargir starfsmenn í ferðaþjónustunni unnu á uppsagnarfresti í sumar og fljótlega þurfa atvinnurekendur að taka ákvörðun um framhaldið. „Núna er uppsagnarfresti að ljúka hjá mörgum og það er alveg ljóst að menn geta ekki verið með starfsfólk í vinnu eins og staðan er núna.“ Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi sakni upplýsinga frá yfirvöldum um hvað taki við næstu vikur og mánuði. „Hver er stefnan, hver er langtímasýnin, hverjir eru að taka ákvarðanir og hvað er þar að baki. Það þarf samtal við okkur sem erum að reka ferðaþjónustu úti á landi,ׅ“ segir Arnheiður. Þörf sé á skýrum svörum um við hverju megi búast. „Allar svona ákvarðanir hafa mikil áhrif, mjög langt fram í tímann á kauphegðun og kaupvilja ferðamanna. Við verðum að geta svarað fyrir hvað er fram undan og hvenær við getum farið að selja eitthvað. Við getum ekki verið að kasta alltaf út önglinum og sagt við erum opin og dregið hann svo til baka. Það gengur ekki upp til lengri tíma,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin. Það eru blikur á lofti í ferðamannaþjónustunni á Norðurlandi þó að ferðamannasumarið þar hafi verið fram úr björtustu vonum margra rekstraraðila, ekki síst á Akureyri. „Það gerir það að verkum að fólk hjá okkur var mjög bjartsýnt á að það yrði opið í vetur. Síðan kemur auðvitað þessi mikli skellur í síðustu viku að ferðaþjónustunni er hreinlega lokað, skellt í lás og við sjáum bæina tæmast núna,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Ferðaþjónustan á Norðurlandi treystir einmitt mjög á að sumartekjurnar teygi sig inn í haustið svo að hægt sé að fleyta sér í gegnum veturinn sem venjulega er mjög rólegur. „Þessar tekjur sem menn bjuggust þó við að fá í vetur eru farnar svo ég er hrædd um að það þurfi einhverjar björgunaraðgerðir núna eða þá að við sjáum fram á miklar breytingar á ferðaþjónustunni sagði Arnheiður. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Stöð 2 Fjölmargir starfsmenn í ferðaþjónustunni unnu á uppsagnarfresti í sumar og fljótlega þurfa atvinnurekendur að taka ákvörðun um framhaldið. „Núna er uppsagnarfresti að ljúka hjá mörgum og það er alveg ljóst að menn geta ekki verið með starfsfólk í vinnu eins og staðan er núna.“ Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi sakni upplýsinga frá yfirvöldum um hvað taki við næstu vikur og mánuði. „Hver er stefnan, hver er langtímasýnin, hverjir eru að taka ákvarðanir og hvað er þar að baki. Það þarf samtal við okkur sem erum að reka ferðaþjónustu úti á landi,ׅ“ segir Arnheiður. Þörf sé á skýrum svörum um við hverju megi búast. „Allar svona ákvarðanir hafa mikil áhrif, mjög langt fram í tímann á kauphegðun og kaupvilja ferðamanna. Við verðum að geta svarað fyrir hvað er fram undan og hvenær við getum farið að selja eitthvað. Við getum ekki verið að kasta alltaf út önglinum og sagt við erum opin og dregið hann svo til baka. Það gengur ekki upp til lengri tíma,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira