Tími stóru hausthængana að bresta á Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2020 08:39 Adam Lirio Fannarsson með 92 sm lax úr Mýrarkvísl Mynd: Adam Lirio Fannarsson FB Síðsumars og haustveiðin er oft feykilega skemmtileg og það sem dregur marga veiðimenn að ánum á þessum árstíma eru stóru hængarnir sem eru farnir að taka flugurnar. Það er mikill munur á því að setja í og þreyta stórann lax á móti eins árs laxi það gefur auga leið en það er ekki bara baráttann sem er öðruvísi. Alveg frá því að þú finnur tökuna sem er yfirleitt þung, djúp og kröftug fer adrenalínið af stað og það er oft nauðsynlegt eftir slíka viðureign að setjast bara á bakkann og njóta þessa augnabliks. Ekki fara strax út í aftur heldur leyfðu þessari ánægju að dvelja í þér aðeins lengur því hún dvínar hraðar ef næsti lax er minni, það segja þeir sem hafa landað mörgum stórlöxum. Jóhann Gunnar og Hörður með 99 sm lax úr Sniðahyl í Hofsá En tíminn er klárlega kominn og það eru að berast sífellt fleiri fréttir af stórum löxum sem hafa verið að stökkva á flugurnar. Meðal þekktustu stórlaxa ánna sem fara yfirleitt að hleypa sínum höfðingjum á flugurnar á þessum tíma eru til dæmis Víðidalsá, Vatnsdalsá, Miðfjarðará, Selá, Hofsá, Kjósin, Kjarrá og auðvitað Nessvæðið í Aðaldalnum. Það eru auðvitað fleiri ár sem vantar á þennan lista eins og Jökla en þar hafa nokkrir rígvænir komið á land í sumar en hún verður líklega úti í haustveiðinni eins og áður sökum yfirfalls. Björgvin Krauni með stórlax ú NesiMynd: Guðmundur Helgi Bjarnason Það er bara ekkert í laxveiði jafn gaman og að setja í stórann lax svo ég tali ekki um ef hann tekur hitch eða Sunray á strippi og tekur hana í yfirborðinu með látum. Ég sannarlega vona að sem flestir fái það augnablik í haust að setja í einn slíkann og að sem flestum þeirra verði landað en að allir fái þeir að synda aftur út í ánna til að tryggja það að þetta einstaka stórlaxagen fái að vera áfram í ánum okkar. Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði
Síðsumars og haustveiðin er oft feykilega skemmtileg og það sem dregur marga veiðimenn að ánum á þessum árstíma eru stóru hængarnir sem eru farnir að taka flugurnar. Það er mikill munur á því að setja í og þreyta stórann lax á móti eins árs laxi það gefur auga leið en það er ekki bara baráttann sem er öðruvísi. Alveg frá því að þú finnur tökuna sem er yfirleitt þung, djúp og kröftug fer adrenalínið af stað og það er oft nauðsynlegt eftir slíka viðureign að setjast bara á bakkann og njóta þessa augnabliks. Ekki fara strax út í aftur heldur leyfðu þessari ánægju að dvelja í þér aðeins lengur því hún dvínar hraðar ef næsti lax er minni, það segja þeir sem hafa landað mörgum stórlöxum. Jóhann Gunnar og Hörður með 99 sm lax úr Sniðahyl í Hofsá En tíminn er klárlega kominn og það eru að berast sífellt fleiri fréttir af stórum löxum sem hafa verið að stökkva á flugurnar. Meðal þekktustu stórlaxa ánna sem fara yfirleitt að hleypa sínum höfðingjum á flugurnar á þessum tíma eru til dæmis Víðidalsá, Vatnsdalsá, Miðfjarðará, Selá, Hofsá, Kjósin, Kjarrá og auðvitað Nessvæðið í Aðaldalnum. Það eru auðvitað fleiri ár sem vantar á þennan lista eins og Jökla en þar hafa nokkrir rígvænir komið á land í sumar en hún verður líklega úti í haustveiðinni eins og áður sökum yfirfalls. Björgvin Krauni með stórlax ú NesiMynd: Guðmundur Helgi Bjarnason Það er bara ekkert í laxveiði jafn gaman og að setja í stórann lax svo ég tali ekki um ef hann tekur hitch eða Sunray á strippi og tekur hana í yfirborðinu með látum. Ég sannarlega vona að sem flestir fái það augnablik í haust að setja í einn slíkann og að sem flestum þeirra verði landað en að allir fái þeir að synda aftur út í ánna til að tryggja það að þetta einstaka stórlaxagen fái að vera áfram í ánum okkar.
Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði