Virðisaukaskattur af vinnu við fólksbifreiðar endurgreiddur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. apríl 2020 07:00 Undir verkefnið falla viðgerðir, bílamálningar eða bílaréttingar fólksbifreiða í einkaeigu. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Heimiluð hefur verið útvíkkun á verkefninu „Allir vinna“ og nær það nú til vinnu við viðgerðir á fólksbifreiðum. Mun möguleiki til endurgreiðslu einungis ná til vinnuliðs, ekki til varahluta eða annarra íhluta. Heimildin hefur verið veitt út árið 2020, frá og með 1. mars síðastliðnum, að því er fram kemur á vef Bílgreinasambandsins (BGS). Allir sem hafa látið vinna í fólksbíl sínum frá og með 1. mars geta því fengið virðisaukaskatt af vinnulið reikningsins endurgreiddan, ef vinnuliðurinn nær 25.000 kr. að lágmarki án virðisaukaskatts. BGS hafði óskað eftir þessari heimild til endurgreiðslu nýlega sjá: BGS óskar eftir aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki. Sú ósk var tilkomin vegna COVID-19 faraldursins. Undir verkefnið falla viðgerðir, bílamálningar eða bílaréttingar fólksbifreiða í einkaeigu. Heimildin gildir ekki vegna bíla sem notaðir eru í atvinnurekstri hvort sem þeir eru í eigu einstaklinga eða fyrirtækja. Þá er skilyrði endurgreiðslu að seljandi vinnunnar sé skráður á virðisaukaskattskrá þegar viðskiptin eiga sér stað. Endurgreiðslan verður afgreidd eins fljótt og auðið er eftir að öll skjöl hafa borist Skattinum. Þó eigi síður en 90 dögum eftir að erindi berst. Enn á þó eftir að útfæra nákvæmt ferli umsóknar um endurgreiðslu hjá Skattinum. Bílar Tengdar fréttir BGS óskar eftir aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki Bílgreinasambandið hefur sent stjórnvöldum tillögur að aðgerðum fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki sem stjórnvöld gætu ráðist í vegna áhrifa COVID-19 veirunnar. 19. mars 2020 07:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent
Heimiluð hefur verið útvíkkun á verkefninu „Allir vinna“ og nær það nú til vinnu við viðgerðir á fólksbifreiðum. Mun möguleiki til endurgreiðslu einungis ná til vinnuliðs, ekki til varahluta eða annarra íhluta. Heimildin hefur verið veitt út árið 2020, frá og með 1. mars síðastliðnum, að því er fram kemur á vef Bílgreinasambandsins (BGS). Allir sem hafa látið vinna í fólksbíl sínum frá og með 1. mars geta því fengið virðisaukaskatt af vinnulið reikningsins endurgreiddan, ef vinnuliðurinn nær 25.000 kr. að lágmarki án virðisaukaskatts. BGS hafði óskað eftir þessari heimild til endurgreiðslu nýlega sjá: BGS óskar eftir aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki. Sú ósk var tilkomin vegna COVID-19 faraldursins. Undir verkefnið falla viðgerðir, bílamálningar eða bílaréttingar fólksbifreiða í einkaeigu. Heimildin gildir ekki vegna bíla sem notaðir eru í atvinnurekstri hvort sem þeir eru í eigu einstaklinga eða fyrirtækja. Þá er skilyrði endurgreiðslu að seljandi vinnunnar sé skráður á virðisaukaskattskrá þegar viðskiptin eiga sér stað. Endurgreiðslan verður afgreidd eins fljótt og auðið er eftir að öll skjöl hafa borist Skattinum. Þó eigi síður en 90 dögum eftir að erindi berst. Enn á þó eftir að útfæra nákvæmt ferli umsóknar um endurgreiðslu hjá Skattinum.
Bílar Tengdar fréttir BGS óskar eftir aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki Bílgreinasambandið hefur sent stjórnvöldum tillögur að aðgerðum fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki sem stjórnvöld gætu ráðist í vegna áhrifa COVID-19 veirunnar. 19. mars 2020 07:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent
BGS óskar eftir aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki Bílgreinasambandið hefur sent stjórnvöldum tillögur að aðgerðum fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki sem stjórnvöld gætu ráðist í vegna áhrifa COVID-19 veirunnar. 19. mars 2020 07:00