Bændur loka búum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2020 19:15 Bændur fá rekstrarvörur frá Landstólpa á vörubrettum heim til sín þar sem brettið er skilið eftir að bóndinn kemur síðar og losar brettið. Hér eru þau Elsa og Steingrímur Jónsson, starfsmenn Landstólpa við vörubretti bóndans á Núpstúni í Hrunamannahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bændur eru farnir að loka búum sínum og vilja engar heimsóknir til sín. Fóður og aðföng fyrir skepnur koma á vörubrettum og eru sett fyrir utan gripahúsin þannig að bóndinn hitti ekki þann, sem kemur með vörurnar. Núpstún í Hrunamannahreppi er dæmi um sveitabæ þar sem allar heimsóknir hafa verið bannaðar og engin af bænum tekur á móti vörum eða fóðri í skepnurnar þegar það kemur, brettið er skilið eftir við fjósið, bóndinn kemur og losar það eftir að maðurinn á flutningabílnum er farin. Allt er þetta gert vegna kórónuveirunnar. Landstólpi er fyrirtæki í uppsveitum Árnessýslu sem þjónustar bændur. „Við teljum að við getum komist á móts við bændur með því að lágmarka smithættuna og færa þeim þær rekstrarvörur heim á hlað sem þeir þurfa, nokkurskonar snertilaus viðskipti. Við gerum það glöð því við teljum það akkúrat okkar ábyrgð að gera það vegna þess að við erum öll saman í þessu“, segir Elsa Ingjaldsdóttir, gæðastjóri hjá Landstólpa.Elsa Ingjaldsdóttir, gæðastjóri Landstólpa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elsa segir að það sé brjálað að gera hjá starfsfólki Landstólpa að finna til vörur fyrir bændur og keyra þær heim að bæjum en starfsfólkið hitti ekki undir neinum kringumstæðum bændur eða þeirra starfsfólk. Hún segir að einhverjir bændur séu farnir að loka búunum sínum. „Já, það er bara svoleiðis, þeir vilja ekki heimsóknir og þeir vilja alls ekki utanaðkomandi heimsóknir. Þetta er partur af því vegna þess að nauðsynleg aðföng eru alltaf nauðsynleg, þar að segja bændur þurfa þau aðföng hverju sinni til að halda búinu gangandi og samfélaginu líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Bændur eru farnir að loka búum sínum og vilja engar heimsóknir til sín. Fóður og aðföng fyrir skepnur koma á vörubrettum og eru sett fyrir utan gripahúsin þannig að bóndinn hitti ekki þann, sem kemur með vörurnar. Núpstún í Hrunamannahreppi er dæmi um sveitabæ þar sem allar heimsóknir hafa verið bannaðar og engin af bænum tekur á móti vörum eða fóðri í skepnurnar þegar það kemur, brettið er skilið eftir við fjósið, bóndinn kemur og losar það eftir að maðurinn á flutningabílnum er farin. Allt er þetta gert vegna kórónuveirunnar. Landstólpi er fyrirtæki í uppsveitum Árnessýslu sem þjónustar bændur. „Við teljum að við getum komist á móts við bændur með því að lágmarka smithættuna og færa þeim þær rekstrarvörur heim á hlað sem þeir þurfa, nokkurskonar snertilaus viðskipti. Við gerum það glöð því við teljum það akkúrat okkar ábyrgð að gera það vegna þess að við erum öll saman í þessu“, segir Elsa Ingjaldsdóttir, gæðastjóri hjá Landstólpa.Elsa Ingjaldsdóttir, gæðastjóri Landstólpa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elsa segir að það sé brjálað að gera hjá starfsfólki Landstólpa að finna til vörur fyrir bændur og keyra þær heim að bæjum en starfsfólkið hitti ekki undir neinum kringumstæðum bændur eða þeirra starfsfólk. Hún segir að einhverjir bændur séu farnir að loka búunum sínum. „Já, það er bara svoleiðis, þeir vilja ekki heimsóknir og þeir vilja alls ekki utanaðkomandi heimsóknir. Þetta er partur af því vegna þess að nauðsynleg aðföng eru alltaf nauðsynleg, þar að segja bændur þurfa þau aðföng hverju sinni til að halda búinu gangandi og samfélaginu líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira