Veitt með Vinum frítt á Youtube Karl Lúðvíksson skrifar 27. mars 2020 12:04 Tökur á Veitt með Vinum í Blöndu sumarið 2009 Mynd: KL Það eru nú orðin allmörg ár síðan greinarhöfundur framleiddi veiðiþættina Veitt með Vinum og líklega ennþá einhverjir sem eiga eftir að sjá þættina. Í ljósi þess að nokkur þúsund manns eru nú í sóttkví og eins að það styttist óðum í að veiðitímabilið hefjist hef ég tekið þá ákvörðun að deila þáttunum frítt á Youtube með þeirri von að þættirnir, þótt gamlir séu, stytti veiðimönnum og veiðikonum biðina í sóttkví eða bara biðina í að geta farið út að veiða. Þættirnir eru framleiddir á árinum 2004-2010 og eru yngstu þættirnir því orðnir 10 ára gamlir. Það voru gerðir þættir víða en þar á meðal í Veiðivötnum, Þingvallavatni, Breiðdalsá, Langá, Laxá í Nesi, Norðlingafljóti, Norðurá, Laxá í Kjós, Minnivallalæk, Breiðdalsá, Jöklu, Gljúfurá í Húnaþingi og Víðidalsá bara svo nokkur séu nefnd. Við sem að þáttunum stóðum vonum að þetta gleðli sem flesta og á sama tíma minnum við ykkur á að vera dugleg að fara út að veiða, nú þegar það stefnir í að ferðalög erlendis verði í minna lagi á komandi sumri er fátt eins skemmtilegt og gefandi að fara út með fjölskylduna, og svo ég tali ekki um krakkana, og ná sér í nokkra silunga á grillið. Þú finnur þættina HÉR. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði
Það eru nú orðin allmörg ár síðan greinarhöfundur framleiddi veiðiþættina Veitt með Vinum og líklega ennþá einhverjir sem eiga eftir að sjá þættina. Í ljósi þess að nokkur þúsund manns eru nú í sóttkví og eins að það styttist óðum í að veiðitímabilið hefjist hef ég tekið þá ákvörðun að deila þáttunum frítt á Youtube með þeirri von að þættirnir, þótt gamlir séu, stytti veiðimönnum og veiðikonum biðina í sóttkví eða bara biðina í að geta farið út að veiða. Þættirnir eru framleiddir á árinum 2004-2010 og eru yngstu þættirnir því orðnir 10 ára gamlir. Það voru gerðir þættir víða en þar á meðal í Veiðivötnum, Þingvallavatni, Breiðdalsá, Langá, Laxá í Nesi, Norðlingafljóti, Norðurá, Laxá í Kjós, Minnivallalæk, Breiðdalsá, Jöklu, Gljúfurá í Húnaþingi og Víðidalsá bara svo nokkur séu nefnd. Við sem að þáttunum stóðum vonum að þetta gleðli sem flesta og á sama tíma minnum við ykkur á að vera dugleg að fara út að veiða, nú þegar það stefnir í að ferðalög erlendis verði í minna lagi á komandi sumri er fátt eins skemmtilegt og gefandi að fara út með fjölskylduna, og svo ég tali ekki um krakkana, og ná sér í nokkra silunga á grillið. Þú finnur þættina HÉR.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði