Fótbolti

Xavi tekur ekki við Barcelona nema hann fái að ráða

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Xavi á hliðarlínunni í Katar.
Xavi á hliðarlínunni í Katar. vísir/getty
Barcelona goðsögnin Xavi Hernandez hefur mikinn áhuga á að taka við þjálfarastarfinu hjá félaginu þrátt fyrir að hafa hafnað tilboði félagsins í janúar þegar Ernesto Valverde var látinn taka pokann sinn og Quique Setien tók við.

Svo virðist vera sem Xavi hafi ekki hugnast hugmyndir stjórnarinnar en í viðtali við katalónska fjölmiðilinn La Vanguirda gefur hann sterklega í skyn að ýmsu þurfi að breyta hjá Barcelona og að hann telji sig rétta manninn til þess.

„Ég vil snúa aftur til Barcelona og er mjög spenntur fyrir því. Ég tel mig hafa aflað mér nægilegrar reynslu og ég get séð mig hafa það sem til þarf til að hjálpa ungum leikmönnum að þróast hjá Barcelona.“

„Ef það á að gerast þarf ég að fá full völd yfir því að byggja nýtt verkefni frá grunni og það gerist ekki í eitruðu andrúmslofti. Allt félagið þarf að vinna saman að settu marki en ég þyrfti að hafa lokaorðið og taka ákvarðanirnar“ segir Xavi.

Setien var ráðinn til ársins 2022 en Xavi er sjálfur í starfi hjá Al-Sadd í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×