Ferðakostnaður ríkisins lækkað um 1,1 milljarð milli ára Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 09:45 Hluti ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem hefur ferðast minna en áður. vísir/vilhelm Ríkið segir ferðakostnað sinn hafa lækkað um 1,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Sé það rétt nemur lækkunin 55 prósenti en ætla má að rekja megi hana til heimsfaraldurs kórónuveiru. Í útskýringum ríkisins segir að „ferðakostnaður“ taki til ferðalaga og upphalds, jafnt á Íslandi og í útlöndum. „Tölurnar ná til A-hluta stofnana ríkisins sem eru um 160 talsins. Þar undir eru ráðuneytin og undirstofnanir þeirra, svo sem framhaldsskólar, háskólar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, sýslumanns- og lögreglustjóraembætti,“ segir í orðsendingu Stjórnarráðsins. Þar er jafnframt örlítil sundurliðun á sparnaðinum. Ferðakostnaður ráðuneyta er þannig sagður hafa lækkað um 100 milljónir á milli ára, sem samsvarar 64 prósenta lækkun. Mesta hlutfallslækkun ferðakostnaðar er sögð hafa orðið í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem lækkunin er sögð 81 prósent, en minnsta lækkun kostnaðarins á að hafa verið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fullyrt er að ferðakostnaður hafi lækkað um 54 prósent á milli ára. „Þegar skoðaður er ferðakostnaður einstakra stofnana sést að mest lækkun milli áranna 2019 og 2020 er hjá Háskóla Íslands, Landspítala og Landhelgisgæslu Íslands“ segir enn fremur í sundurliðun hins opinbera. Uppfært kl. 11:55 Stjórnvöld sendu frá sér leiðréttingu rétt fyrir hádegi. Lækkun ferðakostnaðar hafi ekki numið 2,7 milljörðum króna eins og upphaflega var talið heldur 1,1 milljarði. Fréttin hér að ofan hefur verið uppfærð í samræmi við nýja útreikninga Stjórnarráðsins. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ríkið segir ferðakostnað sinn hafa lækkað um 1,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Sé það rétt nemur lækkunin 55 prósenti en ætla má að rekja megi hana til heimsfaraldurs kórónuveiru. Í útskýringum ríkisins segir að „ferðakostnaður“ taki til ferðalaga og upphalds, jafnt á Íslandi og í útlöndum. „Tölurnar ná til A-hluta stofnana ríkisins sem eru um 160 talsins. Þar undir eru ráðuneytin og undirstofnanir þeirra, svo sem framhaldsskólar, háskólar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, sýslumanns- og lögreglustjóraembætti,“ segir í orðsendingu Stjórnarráðsins. Þar er jafnframt örlítil sundurliðun á sparnaðinum. Ferðakostnaður ráðuneyta er þannig sagður hafa lækkað um 100 milljónir á milli ára, sem samsvarar 64 prósenta lækkun. Mesta hlutfallslækkun ferðakostnaðar er sögð hafa orðið í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem lækkunin er sögð 81 prósent, en minnsta lækkun kostnaðarins á að hafa verið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fullyrt er að ferðakostnaður hafi lækkað um 54 prósent á milli ára. „Þegar skoðaður er ferðakostnaður einstakra stofnana sést að mest lækkun milli áranna 2019 og 2020 er hjá Háskóla Íslands, Landspítala og Landhelgisgæslu Íslands“ segir enn fremur í sundurliðun hins opinbera. Uppfært kl. 11:55 Stjórnvöld sendu frá sér leiðréttingu rétt fyrir hádegi. Lækkun ferðakostnaðar hafi ekki numið 2,7 milljörðum króna eins og upphaflega var talið heldur 1,1 milljarði. Fréttin hér að ofan hefur verið uppfærð í samræmi við nýja útreikninga Stjórnarráðsins.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira