Vestmannaeyjar eru mesti titlabærinn á Íslandi samkvæmt höfðatölu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 12:00 Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson með bikarinn eftir sigur ÍBV um síðustu helgi. Vísir/Daníel ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitil karla um síðustu helgi og hefur ÍBV þar með unnið fimm stóra titla frá og með árinu 2017. Vísir skoðaði titlasöfnum bæjanna á Íslandi undanfarin ár út frá höfðatölu. Vísir ákvað að skoða titlasöfnum bæjanna á Íslandi í karla- og kvennaflokki í þremur stærstu boltagreinunum, fótbolta, handbolta og körfubolta. Þetta eru Ísland- og bikarmeistaratitlar undanfarin fjögur ár. Reykjavík er með flesta íbúa og líka flesta titla. Alls hafa Reykjavíkurfélögin unnið nítján titla á þessum tíma en það dugar þó ekki til að komast ofarlega á titlalistanum út frá höfðatölu. Þar eru Eyjamenn með „yfirburðarforystu“ ef svo má kalla. Eyjamenn eru líka mikið bikarlið enda með fjóra bikarmeistaratitla í karla og kvennaflokki frá og með árinu 2017. Karlalið ÍBV á þrjá af fimm stóru titlum Vestmannaeyja frá 2017 en sumarið 2017 urðu bæði karla og kvennalið ÍBV í fótbolta bikarmeistari. Það á auðvitað eftir að afhenda alla Íslandsmeistaratitla á árinu 2020 sem og bikarmeistaratitlana í fótboltanum. Það er því tími fyrir önnur bæjarfélög á Íslandi til að bæta sína stöðu á listanum. Akureyringar gera síðan örugglega athugasemd við það að blak og íshokkí eru ekki talin í þessari samantekt með en með því myndi bærinn fá ellefu titla til viðbótar og komast upp í þriðja sætið. Vestmanneyingar myndu líka missa toppsætið til Neskaupstaðar en tveir titlar kvennaliðs Þróttar N. í blaki árið 2018 myndu kom þeim á toppinn með 735 íbúa á hvern titil.Íbúar á hvern stóran titil í þremur stærstu boltagreinunum frá 2017 til 2020:(Íslands- og bikarmeistarar karla og kvenna í fótbolta, handbolta og körfubolta) Vestmannaeyjar (5 titlar) 864 íbúar á hvern titil Borgarnes (1 titill) 2012 íbúar á hvern titil Sauðárkrókur (1 titill) 2612 íbúar á hvern titil Selfoss (2 titlar) 4034 íbúar á hvern titil Garðabær (4 titlar) 4039 íbúar á hvern titil Reykjanesbær (3 titlar) 6219 íbúar á hvern titil Reykjavík (19 titlar) 6709 íbúar á hvern titil Hafnarfjörður (2 titlar) 14890 íbúar á hvern titil Kópavogur (4 titlar) 18296 íbúar á hvern titil Akureyri (1 titill) 18880 íbúar á hvern titilEyjamenn þekkja það vel að fagna titlum í Laugardalnum.Vísir/DaníelTitlar sem voru teknir með í þessari samantektÍslandsmeistarar í knattspyrnu karla 2017 - Valur, Reykjavík 2018 - Valur, Reykjavík 2019 - KR, ReykjavíkÍslandsmeistarar í knattspyrnu kvenna 2017 - Þór/KA, Akureyri 2018 - Stjarnan, Garðabæ 2019 - Valur, ReykjavíkBikarmeistarar í knattspyrnu karla 2017 - ÍBV, Vestmanneyjar 2018 - Stjarnan, Garðabæ 2019 - Víkingur, ReykjavíkBikameistarar í knattspyrnu kvenna 2017 - ÍBV, Vestmanneyjar 2018 - Breiðablik, Kópavogur 2019 - SelfossÍslandsmeistarar í handbolta karla 2017 - Valur, Reykjavík 2018 - ÍBV, Vestmanneyjar 2019 - SelfossÍslandsmeistarar í handbolta kvenna 2017 - Fram, Reykjavík 2018 - Fram, Reykjavík 2019 - Valur, ReykjavíkBikarmeistarar í handbolta karla 2017 - Valur, Reykjavík 2018 - ÍBV, Vestmanneyjar 2019 - FH, Hafnarfjörður 2020 - ÍBV, VestmanneyjarBikameistarar í handbolta kvenna 2017 - Stjarnan, Garðabæ 2018 - Fram, Reykjavík 2019 - Valur, Reykjavík 2020 - Fram, ReykjavíkÍslandsmeistarar í körfubolta karla 2017 - KR, Reykjavík 2018 - KR, Reykjavík 2019 - KR, ReykjavíkÍslandsmeistarar í körfubolta kvenna 2017 - Keflavík, Reykjanesbær 2018 - Haukar, Hafnarfjörður 2019 - Valur, ReykjavíkBikarmeistarar í körfubolta karla 2017 - KR, Reykjavík 2018 - Tindastóll, Sauðárkrókur 2019 - Stjarnan, Garðabæ 2020 - Stjarnan, GarðabæBikameistarar í körfubolta kvenna 2017 - Keflavík, Reykjanesbær 2018 - Keflavík, Reykjanesbær 2019 - Valur, Reykjavík 2020 - Skallagrímur, Borgarnes Vestmannaeyjar Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitil karla um síðustu helgi og hefur ÍBV þar með unnið fimm stóra titla frá og með árinu 2017. Vísir skoðaði titlasöfnum bæjanna á Íslandi undanfarin ár út frá höfðatölu. Vísir ákvað að skoða titlasöfnum bæjanna á Íslandi í karla- og kvennaflokki í þremur stærstu boltagreinunum, fótbolta, handbolta og körfubolta. Þetta eru Ísland- og bikarmeistaratitlar undanfarin fjögur ár. Reykjavík er með flesta íbúa og líka flesta titla. Alls hafa Reykjavíkurfélögin unnið nítján titla á þessum tíma en það dugar þó ekki til að komast ofarlega á titlalistanum út frá höfðatölu. Þar eru Eyjamenn með „yfirburðarforystu“ ef svo má kalla. Eyjamenn eru líka mikið bikarlið enda með fjóra bikarmeistaratitla í karla og kvennaflokki frá og með árinu 2017. Karlalið ÍBV á þrjá af fimm stóru titlum Vestmannaeyja frá 2017 en sumarið 2017 urðu bæði karla og kvennalið ÍBV í fótbolta bikarmeistari. Það á auðvitað eftir að afhenda alla Íslandsmeistaratitla á árinu 2020 sem og bikarmeistaratitlana í fótboltanum. Það er því tími fyrir önnur bæjarfélög á Íslandi til að bæta sína stöðu á listanum. Akureyringar gera síðan örugglega athugasemd við það að blak og íshokkí eru ekki talin í þessari samantekt með en með því myndi bærinn fá ellefu titla til viðbótar og komast upp í þriðja sætið. Vestmanneyingar myndu líka missa toppsætið til Neskaupstaðar en tveir titlar kvennaliðs Þróttar N. í blaki árið 2018 myndu kom þeim á toppinn með 735 íbúa á hvern titil.Íbúar á hvern stóran titil í þremur stærstu boltagreinunum frá 2017 til 2020:(Íslands- og bikarmeistarar karla og kvenna í fótbolta, handbolta og körfubolta) Vestmannaeyjar (5 titlar) 864 íbúar á hvern titil Borgarnes (1 titill) 2012 íbúar á hvern titil Sauðárkrókur (1 titill) 2612 íbúar á hvern titil Selfoss (2 titlar) 4034 íbúar á hvern titil Garðabær (4 titlar) 4039 íbúar á hvern titil Reykjanesbær (3 titlar) 6219 íbúar á hvern titil Reykjavík (19 titlar) 6709 íbúar á hvern titil Hafnarfjörður (2 titlar) 14890 íbúar á hvern titil Kópavogur (4 titlar) 18296 íbúar á hvern titil Akureyri (1 titill) 18880 íbúar á hvern titilEyjamenn þekkja það vel að fagna titlum í Laugardalnum.Vísir/DaníelTitlar sem voru teknir með í þessari samantektÍslandsmeistarar í knattspyrnu karla 2017 - Valur, Reykjavík 2018 - Valur, Reykjavík 2019 - KR, ReykjavíkÍslandsmeistarar í knattspyrnu kvenna 2017 - Þór/KA, Akureyri 2018 - Stjarnan, Garðabæ 2019 - Valur, ReykjavíkBikarmeistarar í knattspyrnu karla 2017 - ÍBV, Vestmanneyjar 2018 - Stjarnan, Garðabæ 2019 - Víkingur, ReykjavíkBikameistarar í knattspyrnu kvenna 2017 - ÍBV, Vestmanneyjar 2018 - Breiðablik, Kópavogur 2019 - SelfossÍslandsmeistarar í handbolta karla 2017 - Valur, Reykjavík 2018 - ÍBV, Vestmanneyjar 2019 - SelfossÍslandsmeistarar í handbolta kvenna 2017 - Fram, Reykjavík 2018 - Fram, Reykjavík 2019 - Valur, ReykjavíkBikarmeistarar í handbolta karla 2017 - Valur, Reykjavík 2018 - ÍBV, Vestmanneyjar 2019 - FH, Hafnarfjörður 2020 - ÍBV, VestmanneyjarBikameistarar í handbolta kvenna 2017 - Stjarnan, Garðabæ 2018 - Fram, Reykjavík 2019 - Valur, Reykjavík 2020 - Fram, ReykjavíkÍslandsmeistarar í körfubolta karla 2017 - KR, Reykjavík 2018 - KR, Reykjavík 2019 - KR, ReykjavíkÍslandsmeistarar í körfubolta kvenna 2017 - Keflavík, Reykjanesbær 2018 - Haukar, Hafnarfjörður 2019 - Valur, ReykjavíkBikarmeistarar í körfubolta karla 2017 - KR, Reykjavík 2018 - Tindastóll, Sauðárkrókur 2019 - Stjarnan, Garðabæ 2020 - Stjarnan, GarðabæBikameistarar í körfubolta kvenna 2017 - Keflavík, Reykjanesbær 2018 - Keflavík, Reykjanesbær 2019 - Valur, Reykjavík 2020 - Skallagrímur, Borgarnes
Vestmannaeyjar Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira