Framleiðslu á BMW i8 hætt í apríl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. mars 2020 07:15 BMW i8. Vísir/BMW BMW tilkynnti í september í fyrra að það stæði til að hætta framleiðslu á tengiltvinn sportbílnum i8. Nú hefur verið staðfest að framleiðslan hættir í apríl. BMW i8 var kynntur til sögunnar fyrir sex árum síðan. Í desember á síðasta ári náðist áfangi í framleiðslunni þegar 20.000. bíllinn var framleiddur. Bílarnir hafa verið framleiddir í Leipzig í Þýskalandi.Upprunalega var i8 með dísil vél, það er hugmyndabíllinn frá árinu 2009, það var þriggja strokka dísil vél með túrbínu og rafmótor á hvorum öxli. Sú vél skilaði 351 hestafli. Framleiðsluútgáfan sem kom út árið 2014 var hins vegar með bensínvél. Þá bjó bíllinn yfir 357 hestöflum. Uppfærð útgáfa kom út árið 2018 og skilaði hún 396 hestöflum. Rafhlaðan varð öflugri og fór úr 7,1 kWh. í 11,6 kWh. Bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent
BMW tilkynnti í september í fyrra að það stæði til að hætta framleiðslu á tengiltvinn sportbílnum i8. Nú hefur verið staðfest að framleiðslan hættir í apríl. BMW i8 var kynntur til sögunnar fyrir sex árum síðan. Í desember á síðasta ári náðist áfangi í framleiðslunni þegar 20.000. bíllinn var framleiddur. Bílarnir hafa verið framleiddir í Leipzig í Þýskalandi.Upprunalega var i8 með dísil vél, það er hugmyndabíllinn frá árinu 2009, það var þriggja strokka dísil vél með túrbínu og rafmótor á hvorum öxli. Sú vél skilaði 351 hestafli. Framleiðsluútgáfan sem kom út árið 2014 var hins vegar með bensínvél. Þá bjó bíllinn yfir 357 hestöflum. Uppfærð útgáfa kom út árið 2018 og skilaði hún 396 hestöflum. Rafhlaðan varð öflugri og fór úr 7,1 kWh. í 11,6 kWh.
Bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent