Hefur „ekki hugmynd“ um hvenær HSÍ getur klárað Íslandsmótið Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2020 19:00 HSÍ ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum ótímabundið. Ákvörðunin kom eftir tilkynningu heilbrigðisráðherra fyrr í dag þar sem sett var á samkomubann en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, sagði ekkert annað í stöðunni. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi nú síðdegis og að öllum handbolta yrði aflýst næstu vikurnar. Hann segir að bannið muni gilda svo lengi sem samkomubannið verði við gildi. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif. Liðin og félögin verða fyrir miklu tekjutapi. Við erum ekki að sjá að þeir geti æft miðað við þær upplýsingar sem við fengum á fundinum áðan. Þetta hefur miklar afleiðingar,“ sagði Róbert í samtali við Guðjón Guðmundsson. Landsleikir íslenska kvennalandsliðsins sem voru fyrirhugaðir við Tyrki síðar í mánuðinum hefur verið frestað. „Evrópusambandið frestaði öllu í dag. Leikirnir við Tyrki verða í júní og svo var Evrópukeppninni hjá Val frestað líka. Þeir eiga fyrirhugaðan leik í apríl skömmu eftir páska.“ A-landslið karla átti að leika æfingaleiki við Evrópumeistara Spánverja en úr því verður ekki. „Við vorum að semja við Spánverja og höfðum hug á því að fara til Spánar en af því verður ekki. Hvað varðar æfingar í vikunni eftir páska verður að koma í ljós. Samkomubannið rennur út á mánudeginum og við ætluðum að byrja á þriðjudeginum en hvort að það muni lengjast verður að skýrast.“ Róbert segir að sambandið séu engu nær hvenær hægt verði að klára deildarkeppnirnar sem og úrslitakeppnina í Olís-deildum karla og kvenna. „Ekki hugmynd. Eins og staðan er núna erum við að ljúka við að þessu banni ljúki 13. apríl. Þá förum við fljótlega í deildarkeppnir. Það skýrist betur eftir því hvort liðin geti æft og við þurfum að fá nánari skýringu á því. Ef þeim verður ekki heimilt að æfa verða þau að hefja fyrst æfingar áður en við förum í það að klára deildirnar og klárum svo úrslitakeppnina í framhaldi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
HSÍ ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum ótímabundið. Ákvörðunin kom eftir tilkynningu heilbrigðisráðherra fyrr í dag þar sem sett var á samkomubann en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, sagði ekkert annað í stöðunni. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi nú síðdegis og að öllum handbolta yrði aflýst næstu vikurnar. Hann segir að bannið muni gilda svo lengi sem samkomubannið verði við gildi. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif. Liðin og félögin verða fyrir miklu tekjutapi. Við erum ekki að sjá að þeir geti æft miðað við þær upplýsingar sem við fengum á fundinum áðan. Þetta hefur miklar afleiðingar,“ sagði Róbert í samtali við Guðjón Guðmundsson. Landsleikir íslenska kvennalandsliðsins sem voru fyrirhugaðir við Tyrki síðar í mánuðinum hefur verið frestað. „Evrópusambandið frestaði öllu í dag. Leikirnir við Tyrki verða í júní og svo var Evrópukeppninni hjá Val frestað líka. Þeir eiga fyrirhugaðan leik í apríl skömmu eftir páska.“ A-landslið karla átti að leika æfingaleiki við Evrópumeistara Spánverja en úr því verður ekki. „Við vorum að semja við Spánverja og höfðum hug á því að fara til Spánar en af því verður ekki. Hvað varðar æfingar í vikunni eftir páska verður að koma í ljós. Samkomubannið rennur út á mánudeginum og við ætluðum að byrja á þriðjudeginum en hvort að það muni lengjast verður að skýrast.“ Róbert segir að sambandið séu engu nær hvenær hægt verði að klára deildarkeppnirnar sem og úrslitakeppnina í Olís-deildum karla og kvenna. „Ekki hugmynd. Eins og staðan er núna erum við að ljúka við að þessu banni ljúki 13. apríl. Þá förum við fljótlega í deildarkeppnir. Það skýrist betur eftir því hvort liðin geti æft og við þurfum að fá nánari skýringu á því. Ef þeim verður ekki heimilt að æfa verða þau að hefja fyrst æfingar áður en við förum í það að klára deildirnar og klárum svo úrslitakeppnina í framhaldi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn