Fótbolti

Um­spils­leikurinn hjá Ís­landi í hættu eftir til­­­kynningu FIFA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson og félagar fá kannski ekkert að spila gegn Rúmeníu í lok mars.
Kolbeinn Sigþórsson og félagar fá kannski ekkert að spila gegn Rúmeníu í lok mars. vísir/vilhelm
Meiri líkur en minni eru nú á því að leik Ísland sog Rúmeníu verði frestað vegna kórónuveirunnar en leikurinn á að vera spilaður á Laugardalsvelli þann 26. mars.

UEFA mun funda á þriðjudag með öllum hluteigandi aðilum á þriðjudag en í tilkynningu frá FIFA í kvöld segir að mælt sé með að öllum landsleikjum út marsmánuð verði frestað.

Í tilkynningunni segir einnig að slakað verði á lögum um það að landsliðin eigi rétt á sínum leikmönnum en mörg félagslið eru sögð hrædd við að senda leikmenn sína á staði víðast hvar um Evrópu.







Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram þann 26. mars og úrslitaleikurinn um laust sæti á EM 2020 fimm dögum síðar. Nú er umræðan hvort að Evrópumótið fari einfaldlega fram næsta sumar.

Guðni Bergsson sagði í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöld að ýmislegt væri í loftinu sem benti til þess að leiknum yrði aflýst.

Flestar fótboltadeildir í heimi hafa gert hlé á sínum deildum og er meðal annars enski boltinn kominn í frí, að minnsta kosti þangað til 3. apríl.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×