Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2020 12:45 Frá Bragðavöllum í Hamarsfirði. Fjósið og hlaðan, sem búið er að breyta í veitingastað, til hægri. Smáhýsin fjær, íbúðarhúsið til vinstri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búháttabreytingin á Bragðavöllum í botni Hamarsfjarðar er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar bjóða bræðurnir Ingi og Eiður Ragnarssynir ferðamönnum gistingu í smáhýsum. Jafnframt hefur gamla fjósinu og hlöðunni verið breytt í veitingastað. „Það er nú bara hobbí-búskapur hérna núna. Það eru orðin hátt í tuttugu ár núna frá því þau hættu að búa hérna, mamma og pabbi, og þetta tók bara við,“ segir Ingi í þættinum Um land allt á Stöð 2. Ingi Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi á Bragðavöllum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bræðurnir byrjuðu með fyrstu þrjú smáhýsin árið 2014. Húsin eru núna orðin átta talsins með samtals 44 rúmum. Veitingasalurinn í gömlu útihúsunum tekur um eitthundrað manns í sæti. Ingi segir þó á mörkunum að þetta teljist heilsársrekstur. Veitingastaðurinn er aðeins opinn á sumrin, frá miðjum maí fram í miðjan september. Gistingin er opin allt árið en Ingi segir lítið um að vera yfir veturinn. Sumarið haldi þessu uppi. Þar sem áður voru kýr á básum og hlaða eru núna veitingasalir fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hefðbundinn búskapur í sveitunum sunnan Djúpavogs er raunar orðinn hverfandi. „Það eru ekki margir bæir hérna eftir, til dæmis í Álftafirðinum, með búskap. Það var einn að hætta núna hérna í haust, á Blábjörgum. Þeim fer fækkandi. En vonandi að þessi bissniss geti haldið lífi í sveitunum. Það er bara mjög gott mál, þannig að þetta leggist ekki alveg í eyði.“ Bragðavellir eru í fagurri fjallaumgjörð Hamarsfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. -En sýnist ykkur að þetta geti haldið lífi.. „Þetta heldur klárlega lífi í sveitunum.“ Þetta var fyrri þáttur af tveimur um Djúpavog. Seinni þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 á mánudagskvöld kl. 19.10. Hér má sjá viðtalsbrot frá Bragðavöllum: Byggðamál Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Búháttabreytingin á Bragðavöllum í botni Hamarsfjarðar er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar bjóða bræðurnir Ingi og Eiður Ragnarssynir ferðamönnum gistingu í smáhýsum. Jafnframt hefur gamla fjósinu og hlöðunni verið breytt í veitingastað. „Það er nú bara hobbí-búskapur hérna núna. Það eru orðin hátt í tuttugu ár núna frá því þau hættu að búa hérna, mamma og pabbi, og þetta tók bara við,“ segir Ingi í þættinum Um land allt á Stöð 2. Ingi Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi á Bragðavöllum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bræðurnir byrjuðu með fyrstu þrjú smáhýsin árið 2014. Húsin eru núna orðin átta talsins með samtals 44 rúmum. Veitingasalurinn í gömlu útihúsunum tekur um eitthundrað manns í sæti. Ingi segir þó á mörkunum að þetta teljist heilsársrekstur. Veitingastaðurinn er aðeins opinn á sumrin, frá miðjum maí fram í miðjan september. Gistingin er opin allt árið en Ingi segir lítið um að vera yfir veturinn. Sumarið haldi þessu uppi. Þar sem áður voru kýr á básum og hlaða eru núna veitingasalir fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hefðbundinn búskapur í sveitunum sunnan Djúpavogs er raunar orðinn hverfandi. „Það eru ekki margir bæir hérna eftir, til dæmis í Álftafirðinum, með búskap. Það var einn að hætta núna hérna í haust, á Blábjörgum. Þeim fer fækkandi. En vonandi að þessi bissniss geti haldið lífi í sveitunum. Það er bara mjög gott mál, þannig að þetta leggist ekki alveg í eyði.“ Bragðavellir eru í fagurri fjallaumgjörð Hamarsfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. -En sýnist ykkur að þetta geti haldið lífi.. „Þetta heldur klárlega lífi í sveitunum.“ Þetta var fyrri þáttur af tveimur um Djúpavog. Seinni þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 á mánudagskvöld kl. 19.10. Hér má sjá viðtalsbrot frá Bragðavöllum:
Byggðamál Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24
Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent